Styrktarmót fyrir landsliðsfólk Íslands á skíðum 4. júlí nk. að Jaðri
Skíðasamband Íslands stendur fyrir glæsilegu golfmóti þann 4. júlí að Jaðri hjá Golfklúbbi Akureyrar og verður leikfyrirkomulagið Texas Scramble. Mótið er styrktarmót fyrir landsliðsfólk Íslands á skíðum og mun ágóðinn af mótinu renna óskiptur til þeirra. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir 6 efstu sætin en þar á meðal verður veglegur ferðavinnigur frá Icelandair og úttekir hjá 66°Norður. 1.sæti – 2x 80.000 kr gjafabréf frá Icelandair 2.sæti – 2x Snæfell jakki frá 66°Norður 3.sæti – 2x Dolce Gusto kaffivél 4.sæti – 2x Setberg golfjakki frá 66°Norður 5.sæti – 2x Grettir golfjakki frá 66°Norður 6.sæti – 2x Árskort í Hlíðarfjall veturinn 2015/2016 Einnig verða nándarverðlaun á öllum par þrjú holum vallarins Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Þór Sigurjónsson – 2. júlí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Þór Sigurjónsson. Gunnar Þór fæddist 2. júlí 1994 og er því 21 árs afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Gunnar Þór hefir spilað á Eimskipsmótaröðinni með góðum árangri og hefir m.a. unnið hjá Golfspjall.is. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Gunnar Þór Sigurjónsson (21 árs – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Alfred Harry Padgham, f. 2. júlí 1906 – d. 4. mars 1966 ; Brianne Jade Arthur, 2. júlí 1988 (27 ára – áströlsk – á LET) … og …. Steinunn Olina Lesa meira
Trump telur að golf ætti bara að vera fyrir ríkt fólk
Donald Trump er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum. Ekki er langt síðan að hann var með móðgandi athugasemdir um mexíkóska innflytjendur í Bandaríkjunum. Það varð til þess að mexíkósk sjónvarpsstöð neitaði að sýna frá fegurðarsamkeppni þar sem Trump er aðalstyrktaraðilinn og Trump svaraði með því að segja að starfsfólki sjónvarpsstöðvarinnar væri bannað að spila á völlum í hans eigu. Allar stærstu mótaraðir heims sem eru með Trump mót á mótaskrám sínum sáu ástæður til þess í sameiginlegri yfirlýsingu að taka fram að skoðanir Trump endurspegluðu ekki skoðanir þeirra. Nú hefir Trump enn bætt gráu í svart. Hann segir að golfið eigi bara að vera fyrir ríkt fólk; Lesa meira
Evróputúrinn: Alstom Open de France hófst í dag – Fylgist með á skortöflu hér
Alston Open de France er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni og hófst í morgun, 2. júlí 2015. Mótið fer fram á hinum glæsilega velli Le Golf National. Keppt er 2. -5. júlí 2015. Margir af fremstu kylfingum Evrópumótaraðarinnar taka þátt þ.á.m. Martin Kaymer, David Howell og Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger. Til þess að fylgjast með stöðu á 1. degi Alstom Open de France SMELLIÐ HÉR:
GÁS: Toppmótið fer fram 1. ágúst n.k.
Toppmótið verður haldið 1 .ágúst n.k. hjá Golfklúbbi Ásatúns. Mótið hefst með morgunkaffi kl 8.00, en síðan rer æst út kl.9,00 af öllum teigum. Mótið er punktamót. Flott verðlaun á frábærum velli. Nú er bara að fjölmenna í Ásatúnið!
GKG: Um 300 þátttakendur í meistaramótinu
Meistaramótin hjá Golfklúbbum landsins eru á mörgum stöðum hafin en margir klúbbar hafa fært meistaramótin framar í keppnisdagskrá sumarsins. Má þar nefna að keppni er hafin hjá GKG, Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Um 300 keppendur taka þátt hjá GKG og þar af margir af bestu kylfingum landsins. Guðmundur Oddsson formaður GKG sló fyrsta högg meistaramóts GKG. Keppt er í 19 mismunandi flokkum. Meistaraflokkur karla hefur aldrei verið sterkari en í honum eru 22 skráðir keppendur. Flest allir afrekskylfingarnir okkar taka þátt auk atvinnumannanna, Birgis Leifs Hafþórssonar og Ólafs B. Loftsonar. Meistaramótin er einnig byrjuð hjá í Sandgerði (GSG), Hveragerði (GHG), Álftanesi (GÁ). Meistaramóti GVS er lokið. Texti: GSÍ
Á Tiger í ástarsambandi við Amöndu Dufner?
Sú slúðurfrétt gengur eins og eldur í sinu um golfslúðurheima að Lindsey Vonn hafi sparkað Tiger vegna ástarsambands hans við Amöndu Boyd, sem eitt sinn hét Amanda Dufner og var gift vini Tiger, Jason Dufner. Sjá má nokkrar slúðurgreinar um ofangreint í eftirfarandi miðlum: SMELLIÐ HÉR 1: SMELLIÐ HÉR 2: Tiger er hins vegar sagður hafa borið slúðrið tilbaka – sjá m.a. eftirfarandi grein SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Oddný Hrafnsdóttir – 1. júlí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Oddný Hrafnsdóttir. Oddný er fædd 1. júlí 1962 og á því 53 ára afmæli í dag! Oddný var í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, en er nú búsett í Noregi. Oddný er gift Sigurgeir Ólafssyni og á börnin Ólaf og Kristjönu Helgu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Oddnýju til hamingju með afmælið hér að neðan: Oddný Hrafnsdóttir (53 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Julien Guerrier, 1. júlí 1985 (30 ára stórafmæli); Jade Schaeffer, 1. júlí 1986 (29 ára); Júlíana Kristný Sigurðardóttir, 1. júlí 1998 (17 ára) ….. og …..Classic Sportbar; Lipurtá Snyrtistofa (28 ára); Bluessamband Reykjavíkur (30 ára stórafmæli); Lesa meira
Samband Wozniacki og Watt dýpkar
Caroline Wozniacki hefir nú algerlega skilið við manninn sem hún var trúlofuð og ætlaði að giftast sl. jól. Samband hennar og bandarísku ruðningsboltahetjunnar JJ Watt dýpkar. Parið sást í NCAA meistaramótinu þar sem fram fór leikur milli Wisconsin fyrrum skóla Watt´s og Duke. Eins fóru þau í rómantíska ferð til París þar sem Wozniacki keppni á French Open í s.l. mánuði. Wozniacki, 24 ára sem nr. 1 á heimslistanum í golfi, Rory McIlroy sleit trúlofun við með einu símtali er nú í föstu sambandi við Watts, 26 ára, sem skrifaði nýlega undir samning til 6 ára upp á $ 100 milljónir við the Texans.
Maður dæmdur í Allenby-málinu
Maður að nafni Owen Harbison hlaut dóm í gær fyrir að nota kreditkort kylfingsins Robert Allenby og taka út vörur m.a. fatnað og skartgripi í leyfisleysi. Ekki var gefið upp andvirði varanna sem Harbison hafði af Allenby með kortanotkuninni. Dómurinn hljóðaði upp á allt að 5 ára fangelsi en nánari viðurlagaákvörðun fer fram 12. ágúst n.k. Margt er enn á huldu um atvikið en mynd af krambúleruðum Allenby gengu um alla golfheimspressuna s.l. janúar, þar sem hann sagðist m.a. þjást af hálfgerðu minnisleysi um atburðinn, en gat þó sagt að hann hefði verið sleginn niður og kreditkortum hans rænt. Eitt vitni kom síðar fram og sagði að Allenby hefði sjálfur veitt Lesa meira










