PGA: 7 fuglar Tiger á 1. hring Greenbriar – Myndskeið
Eins og fram kom á Golf1 lék Tiger á 4 undir pari, 66 höggum í gær, 2. júlí 2015 og var þetta besti hringur hans frá 2014. Á hringnum fékk Tiger 7 fugla. Sjá má alla fugla Tiger í meðfylgjandi myndskeiði með því að SMELLA HÉR
Hver er kylfingurinn: Scott Langley?
Það er bandaríski kylfingurinn Scott Langley, sem leiðir á Greenbriar Classic, en það er mót vikunnar á LPGA og hófst í gær, 2. júlí 2015. Scott Langley er e.t.v. ekki þekktasti kylfingurinn á PGA Tour, en hann komst fyrst á mótaröð þeirra bestu (PGA Tour) árið 2013 og hefir verið að baxa við að festa sig í sessi þar. Hann leiddi m.a. á Travelers í hálfleik nú fyrr á árinu, en annars hefir hann sjaldnast verið í golffyrirsögnunum og því ekki nema von að nokkrir spyrji: Hver er kylfingurinn: Scott Langley? Því verður reynt að svara í stuttu máli hér á eftir: Scott Langley fæddist í Barrington, Illinois, annaðhvort 18. Lesa meira
Brelluhögg Söndru Gal í hælaháum og míníkjól
Þýski kylfingurinn Sandra Gal, sem spilar á LPGA kom fram í morgungolfþættinum Morning Drive á dögunum. Þar var sýnt myndskeið þar sem hún var á ferð um New York ásamt nokkrum golfbrelluhöggslistamönnum, sem að sögn Gal hafa tennisbakgrunn. Gal var látin slá brelluhögg í hælaháum skóm og í míníkjól – frekar erfiður útbúnaður, enda sagðist Gal í viðtalinu oft hafa þurft að fara úr hælaháu skónum í ferð sinni um New York. Hún sagði jafnframt að hún hefði tekið þátt í gerð myndskeiðsins til þess að höfða til yngri kynslóðarinnar í þeim tilgangi að laða fleiri að golfíþróttinni. Nokkur falleg brelluhögg og skemmtiatriði með Gal í NY má sjá í Lesa meira
GHÓ: Árni og Signý sigruðu á Hamingjumótinu!
Hamingjumót GHÓ, þ.e. Golfklúbbs Hólmavíkur fór fram 26. júní s.l. Það er mikið fagnaðarefni en Hamingjumótið fór ekki fram á s.l. ári þ.e. 2014. Í ár voru þátttakendur 12 og var keppt á fallegum Skeljavíkurvelli þeirra Hólmvíkinga. Mótið var hluti af Hamingjudögum og ættu fleiri að skella sér til Hólmavíkur á Hamingjudaga en mikið er um girnilegar kræsingar á Hamingjudögum sbr. meðfylgjandi mynd hér að neðan og hátíðin skemmtileg í alla staði. Það var Árni Brynjólfsson, GKG, sem var á besta skorinu 78 höggum en í punktakeppninni sigraði heimakonan Signý Ólafsdóttir, GHÓ en hún var á 38 glæsipunktum. Sjá má heildarúrslitin í punktakeppninni hér að neðan: 1 Signý Ólafsdóttir GHÓ Lesa meira
LET Access: Fylgist með Ólafíu Þórunni og Valdísi Þóru í Svíþjóð!!!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL eru við keppni á móti vikunnar á LET Access í Svíþjóð. Mótið er jafnframt hluti af Nordea túrnum. Mótið heitir Borås Ladies Open og fer fram í Borås golfklúbbnum í Svíþjóð. Það stendur dagana 3.-5. júlí 2015. Ólafía er þegar farin út en Valdís Þóra á rástíma kl. 12:30 þ.e. kl. 10:30 að okkar tíma hér heima á Íslandi. Fylgjast má með stöðunni hjá þeim Ólafíu og Valdísi með því að SMELLA HÉR:
PGA: Langley leiðir á Greenbriar Classic – Hápunktar 1. dags
Það er Bandaríkjamaðurinn Scott Langley, sem leiðir eftir 1. dag Greenbriar Classic. Langley lék 1. hring á The Old White TPC í White Sulphur Springs í Vestur-Virginíu, þar sem mótið fer fram á glæsilegum 8 undir pari, 62 höggum. Tveir deila 2. sætinu Danny Lee frá Ástralíu og Bandaríkjamaðurinn Jonathan Byrd; báðir á 7 undir pari, 63 höggum. Fjórða sætinu deila síðan Englendingurinn Brian Davis og Japaninn Ryo Ishikawa, báðir á 6 undir pari, 64 höggum. Sex eru síðan jafnir í 6. sæti þ.á.m. Bandaríkjamaðurinn með mörgu vöggin Kevin Na; en allir í þeim hóp léku á 5 undir pari, 65 höggum. Tiger Woods er síðan einn af 15 sem Lesa meira
Evróputúrinn: 4 leiða e. 1. dag Alstom Open de France
Það eru 4 sem eru efstir og jafnir á Alstom Open de France. Það eru heimamaðurinn Victor Dubuisson, Kanarí-eyingurinn Rafa Cabrera-Bello; Bernd Wiesberger frá Austurríki og Jaco Van Zyl frá Suður-Afríku. Allir léku fjórmenningarnir 1. hring á 3 undir pari, 68 höggum. Sjö manna hópur kylfinga er síðan T-5 eftir 1. dag en þ.á.m. eru m.a. Martin Kaymer, Grégory Bourdy og indverski Íslandsvinurinn Anirban Lahiri. Allir léku sjömenningarnir 1. hring á 2 undir pari 69 höggum Sjá má hápunkta 1. dags á Alstom Open de France með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Alstom Open de France en 2. hringur er þegar byrjaður SMELLIÐ HÉR:
LET: Fylgist með 2. hring ISPS Handa Ladies European Masters – Úrslit 1. dags
Kvenkylfingarnir á ISPS Handa Ladies European Masters sem er mót vikunnar á LET og fer fram í Buckinghamshire golfklúbbnum á Englandi eru allir mjög jafnir. Eftir 1. dag er franski kylfingurinn Sophie Giquel-Bettan efst; lék á 6 undir pari, 66 höggum. Fast á hæla hennar eru Josephine Janson frá Svíþjóð, Nontaya Srisawang frá Thailandi og Ashleigh Simon frá Suður-Afríku á 67 höggum og síðan koma stórir hópar kylfinga sem eru á 68 og 69 og því stefnir í spennandi og jafna keppni. Heimakonan Charley Hull er t.a.m. ein af 7 sem spilaði á 68 og er T-5 eftir 1. dag og Leona Maguire, annar írsku golfsnillings- tvíburanna er ein af 10 Lesa meira
PGA: Tiger á 4 undir pari, 66 höggum e. 1. hring Greenbriar Classic
Mót vikunnar á PGA Tour er Greenbriar Classic. Tiger Woods byrjar vel í mótinu en hann var á 4 undir pari, 66 höggum 1. hringinn á The Greenbriar Classic. Það hjálpaði aðeins til að það rigndi í morgun á mótsstaðnum, the Old White TPC í Vestur-Virginíu, en við það mýktist völlurinn. Þetta er lægsti hringur Tiger í langan tíma og aðeins í 4 sinn af 21 hringjum sem hann hefir skilað skori upp á 60 og eitthvað. Fyrir tveimur vikum skilaði Tiger inn hæsta skori sínu á 36 holum þ.e. á Opna bandaríska en þá lék hann á samtals 156 höggum. Hann byrjaði á seinni 9 í dag og hristi Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur á +3 e. 1. dag í Þýskalandi
Birgir Leifur Hafþórsson, Íslandsmeistari í golfi 2014, hefur keppni í dag á móti á Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir fékk boð um að taka þátt með skömmum fyrirvara þar sem hann hefur styrkt stöðu sína á styrkleikalista næst sterkustu atvinnumótaraðar Evrópu að undanförnu. Mótið fer fram á Hartl golfsvæðinu í Þýskalandi sem er stærsta golfvallasvæði í Evrópu Birgir Leifur er í 97. sæti á peningalista Áskorendamótaraðarinnar en það er að miklu að keppa fyrir GKG kylfinginn að bæta stöðu sína á þeim lista. Birgir hefur aðeins leikið á þremur mótum á þessu tímabili á Áskorendamótaröðinni. Hann varð áttundi á KPMG mótinu í Hollandi en hann endaði í 58., og 42. sæti á Lesa meira










