PGA: Tiger aðeins 4 höggum á eftir forystunni í hálfleik – Vegas og Langley leiða – Hápunktar 2. dags
Tiger Woods flaug í gegnum niðurskurð á Greenbriar Classic og er í hópi 14 kylfinga sem eru T-26 og hafa spilað á samtals 5 undir pari (66 69). Hann og hinir 13 þ.á.m. Bubba Watson, Kevin Na og Ryo Ishikawa eru aðeins 4 höggum á eftir forystumönnunum. Þeir sem deila forystunni í hálfleik eru nafn sem ekki hefir sést lengi ofarlega á skortöflum PGA Tour en það er Jhonattan Vegas frá Kólombíu og forystumaður 1. dags Bandaríkjamaðurinn Scott Langley. Báðir hafa spilað á 9 undir pari, 131 höggi; Vegas (66 65) og Langley (62 69). Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Greenbriar Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að Lesa meira
Evróputúrinn: Dubuisson, Cabrera-Bello og Kaymer efstir í hálfleik í París
Þrír eru efstir og jafnir í hálfleik á Alstom Open de France sem fram fer á Le Golf National golfvellinum í París. Það eru þeir Martin Kaymer, Victor Dubuisson og Rafa Cabrera Bello. Allir hafa þremenningarnir leikið á samtals 4 undir pari, 138 höggum; Kaymer (69 69) en Dubuisson og Cabrera Bello (68 70). Fylgjast má með stöðunni e. 2. dag á Alstom Open de France með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 2. dags á Alstom Open de France með því að SMELLA HÉR:
LET: Alex Peters efst í hálfleik
Það er enski kylfingurinn og nýliðinn á LET, Alex Peters sem er í efsta sæti í hálfleik ISPS Handa Ladies European Masters. Alex átti frábæran hring upp á 63 högg í Buckinghamshire golfklúbbnum í dag og jafnaði vallarmetið af kvennateigum. Samtals er hún því búin að spila á 133 höggum (70 63) og hefir 2 högga forystu á löndu sína Charley Hull, sem er í 2. sæti. Í 3. sæti er síðan forystukona 1. dags, hin franska Sophie Giquel-Bettan, sem hefir leikið á samtals 134 höggum (66 70). Sjá má kynningu Golf 1 á Alex Peters með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á ISPS Handa Ladies European Masters með Lesa meira
LET Access: Erfið byrjun hjá Ólafíu og Valdísi
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL eru við keppni á móti vikunnar á LET Access í Svíþjóð. Mótið heitir Borås Ladies Open og fer fram í Borås golfklúbbnum í Svíþjóð. Það stendur dagana 3.-5. júlí 2015. Þátttakendur eru 113. Ólafía Þórunn lék á 5 yfir pari, 77 höggum í dag og er T-46 eftir 1. dag og möguleiki á að hún komist í gegnum niðurskurð. Valdís Þóra lék á 9 yfir pari, 81 höggi og er T-82. Fylgjast má með stöðunni hjá þeim Ólafíu og Valdísi með því að SMELLA HÉR:
GKS: Jón Karl sigraði á fyrsta golfmótinu
Eftir erfitt vor og lítinn gróanda var fyrsta mót sumarsins ekki haldið fyrr en 17. júní s.l. hjá Golfklúbbi Siglufjarðar. Um var að ræða hið árlega Þjóðhátíðarmót, sem nú heitir Everbuild, en eins og nafnið gefur til kynna er það styrkt af umboðs- aðila Everbuild á Íslandi í samvinnu við SR byggingavörur. Þátttakendur í ár voru 11. Mótið hófst kl. 10 og hæsta forgjöf í karlaflokki var 24 og í kvennaflokki 28. Úrslit í mótinu voru eftirfarandi: 1 Jón Karl Ágústsson GKS 13 F 22 16 38 38 38 2 Hulda Guðveig Magnúsardóttir GKS 19 F 18 18 36 36 36 3 Þorsteinn Jóhannsson GKS 10 F 18 17 35 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Antonio Murdaca – 3. júlí 2015
Það er Antonio Murdaca, sem er afmæliskylfingur dagsins. Murdaca er frá Ástralíu og fæddur 3. júlí 1995 og á því 20 ára stórafmæli í dag! Hann var einn af áhugamönnunum, sem fengu að taka þátt á Masters risamótinu í ár. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Johnny C. Palmer, f. 3. júlí 1918 – d. 14. september 2006; Ragnhildur Sesselja Gottskálksdóttir, 3. júlí 1956 (59 ára); Postulín Svövu (56 ára); Baldvin Örn Berndsen, 3. júlí 1962 (53 ára); Halldór Örn Sudsawat Oddsson, 3. júlí 1964 (51 ára); Marsibil Sæmundardóttir, 3. júlí 1974 (41 ára); Anna Jóna Jósepsdóttir, 3. júlí 1987 (28 ára); Guillaume Cambis, 3. júlí 1988 (27 ára); Antonio Murdaca, ástralskur (tók Lesa meira
GVS: Adam Örn og Guðrún klúbbmeistarar 2015
Meistaramót Golfklúbbs Vatnsleysustrandar fór fram dagana 25.-28. júní 2015. Klúbbmeistarar 2015 eru Adam Örn Stefánsson og Guðrún Egilsdóttir. Þátttakendur í Meistaramótinu 2015 voru 35. Adam Örn lék hringina 4 á samtals 292 höggum (73 76 72 71). Guðrún lék á samtals 295 höggum (96 103 96) en leiknir voru 3 hringir í einum opnum kvennaflokki. Hér má sjá úrslit í öllum flokkum: Meistaraflokkur karla: 1 Adam Örn Stefánsson GVS 1 F 36 35 71 -1 73 76 72 71 292 4 2 Guðbjörn Ólafsson GVS 0 F 40 41 81 9 73 78 79 81 311 23 3 Aron Bjarni Stefánsson GVS 1 F 41 41 82 10 80 70 Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur á 68 höggum í dag!!!
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék á stórglæsilegum 3 undir pari, 68 höggum á Hartl golfvellinum í Þýskalandi á 2. hring AEGEAN Airlines Challenge Tour, sem er mót á Áskorendamótaröð Evópu. Birgir Leifur er því samtals á sléttu pari (74 68) og allt lítur út fyrir að hann komist í gegnum niðurskurð í mótinu í augnablikinu. Til þess að sjá stöðuna á eftir 2. dag á AEGAEN Airlines Challenge Tour SMELLIÐ HÉR:
Guðrún Brá fór holu í höggi!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, landsliðskona í golfi fór holu í höggi í fyrsta sinn á miðvikudaginn s.l. 1. júlí 2015. Og það var ekki par-3 hola heldur par-4 6. holan á Garðavelli á Akranesi. Sjötta holan par-4 og er 212 metra. Ásinn er því jafnframt albatross. Golf 1 óskar Guðrúnu Brá til hamingju með albatrossinn/ásinn! Guðrún Brá setti meðfylgjandi mynd af golfboltanum góða á facebook síðu sína:
GVG: Skellið ykkur á Kristmundarmót í Grundarfirði!
Nú er blessuð blíðan á Bárarvelli í Grundarfirði. Þar er eins og alltaf blíða og í morgun var verið er að slá röff og brautir á Bárarvelli. Þess má geta að það var formaður klúbbsins sem tók að sér að slá brautirnar fyrir morgundaginn en þá er hið árlega Kristmundarmót, þar sem keppt er um Kristmundarbikarinn. Upplýsingar um mótið: 18 holu Texasmót haldið til minningar um góðan félaga. Samanlögð forgjöf deilt með 3. Forgjöf getur ekki orðið hærri en hjá lægri kylfing. Hámarksforgjöf 28 hjá körlum og 32 hjá konum. Mæting kl: 10.00, ræst út á öllum teigum kl: 11.00 Öll innkoma mótsins rennur til Sveitarliða Vestarr vegna þátttöku í sveitakeppni Lesa meira










