GF: Eiður Ísak og Halldóra klúbbmeistarar 2015
Meistaramót Golfklúbbs Flúða (GF) fór fram dagana 27.-28. júní s.l. Þátttakendur nú í ár voru 35. Klúbbmeistarar GF 2015 urðu Eiður Ísak Broddason og Halldóra Halldórsdóttir. Eiður Ísak varði titil sinn frá því í fyrra 2014. Hann lék hringina 2 á samtals 166 höggum (84 82) og kvenklúbbmeistari GF Halldóra spilaði á samtals 169 höggum (85 84). Úrslit í öllum flokkum urðu eftirfarandi: 1. flokkur karla 1 Eiður Ísak Broddason NK 4 F 45 37 82 12 84 82 166 26 2 Albert Einarsson GK 7 F 45 42 87 17 82 87 169 29 3 Árni Tómasson GR 7 F 41 44 85 15 86 85 171 31 4 Lesa meira
GJÓ: Kristinn og Grétar Már sigruðu á Opnu Ólafsvíkurvökunni
Mótið Opna Ólafsvíkurvakan fór fram á Fróðárvelli í Ólafsvík í gær, 3. júlí 2015. Leikfyrirkomulag var Texas Scramble og tóku 10 lið – 20 manns þátt. Mótið var styrkt af eftirgreindum aðilum: N1 Ólafsvík Hótel Búðir Veitingahúsið Hraun Vélsmiðja Árna Jóns Olís Rekstrarland Ólafsvík Fjögur lið voru efst og jöfn með nettóskor upp á 62 högg. Eftir mikla útreikninga fekkst þó út hverjir sigurvegararnir voru en það voru: 1 sæti Kristinn Jónasson og Grétar Már Garðarsson 62h nettó. 2 sæti Örvar Ólafssvon og Gunnlaugur Bogason 62h nettó 3 sæti Ævar Rafn Þrastarson og Fjóla Rós Magnúsdóttir 62h nettó 4 sæti Rögnvaldur Ólafsson og Heimir Þór Ásgeirsson 62h nettó 5-7 s Ríkharður E Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Rickie Fowler? (5/5)
Rickie Fowler sannaði það helgina 9-10. maí 2015 að hann er ekki bara sætur strákur, kynþokkafullur kylfingur, Boys banda meðlimur með bíladellu heldur frábær kylfingur. Félagar hans á PGA Tour voru stuttu fyrir sigur hans á The Players mótinu, sem oft er nefnt 5. risamótið, búnir að velja hann ásamt Ian Poulter „ofmetnustu kylfingana á PGA Tour.“ Fowler er svo sannarlega búinn að þvo þau hallmæli af sér og nú er m.a. talað um hann sem „verðandi golfgoðsögn“! En hver er kylfingurinn Rickie Fowler? Því hefir verið reynt að svara í 5 greinum og birtist sú síðasta í dag. Rifja má upp fyrri greinar hér: Grein 1 um Rickie Fowler ; Lesa meira
Evróputúrinn: Paratore með 18 fjarka!
Einn yngsti nýliðinn á Evrópumótaröðinni í ár, Renato Paratore, frá Ítalíu var á 1 yfir pari, 72 höggum á 2. hring Alstom Open de France á Le Golf National golfvellinum í París. Af hverju skyldi þetta vera fréttnæmt? Það er það alls ekki og alls ekki gengi Paratore, sem ekki einu sinni komst í gegnum niðurskurð í mótinu eftir að hafa spilað fyrri hring á 7 yfir pari, 78 höggum og er því samtals á 8 yfir pari, 150 höggum (78 72). Allt fer þó líklega í reynslubankann hjá Ítalanum unga. Hitt er merkilegra að á 2. hring fékk Paratore 18 fjarka þ.e. skolla á öllum par-3 holum, par á Lesa meira
GBR: Meistaramótsvikutilboð
Í tilefni af meistaramótum stóru klúbbana býður Golfklúbburinn Brautarholti 18 holu hring á kr. 3.900 og 9 holu hring á kr. 2.500. Jafnframt býður GBR upp á bíl seinni 9 holurnar fyrir þá sem fara 18 á 50% gjaldi. Þetta er frábært tilboð sem þeir sem ekki taka þátt í meistaramótunum, sem aðrir kylfingar, ættu ekki að láta sér úr greipum renna. Golf 1 verður á næstunni með kynningu á glæsilegum Brautarholtsvellinum. Nú er um að gera að koma við í Gullkistuvíkinni þetta sumarið! Sjá má stórglæsilega heimsíðu GBR með því að SMELLA HÉR:
Oddur Óli fór holu í höggi!!!
Oddur Óli Jónasson, NK, fór holu í höggi í fyrsta skipti á 5. braut á Nesvelli í gær, 3. júlí 2015. Þetta var 143m högg slegið með 8 járni í örlitlum hægri til vinstri sveig! Golf 1 óskar Oddi Óla til hamingju með ásinn!!!
Kvennalandsliðið hlóð batteríin í Laugar Spa fyrir EM
Íslenska kvennalandsliðið í golfi hefur á undanförnum vikum undirbúið sig af krafti fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer í Danmörku 7.– 11. júlí í Danmörku. Liðið hefur m.a. leikið keppnisgolf í KPMG-bikarnum og hugað að öðrum þáttum leiksins með margvíslegum hætti. Landsliðið fór í vikunni í Laugar Spa, sem er glæsileg fyrsta flokks heilsulind með baðstofu að evrópskri fyrirmynd þar sem slökunar- og lækningamáttur vatnsins er í hávegum hafður. Kvennalandslið endaði í 16. sæti á síðasta Evrópumóti og var hársbreidd frá því að leika í A-riðli. Nokkrar breytingar eru á liðinu í ár þar sem Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Íslandsmeistari í golfi er ekki lengur gjaldgeng þar sem hún er atvinnukylfingur. Lesa meira
Landsliðskylfingarnir í fótboltagolfi
Karla – og piltalandslið Íslands hafa æft af krafti á undanförnum dögum og lagt lokahöndina á undirbúninginn fyrir Evrópumótin sem hefjast 7. og 8. júlí. Liðin æfðu í Básum og Grafarkotsvelli í vikunni og fóru einnig í fótboltagolf til þess að brjóta upp æfingamynstrið. Á nýjum fótboltagolfvelli í Skemmtigarðinum í Grafarvogi sýndu landsliðskylfingarnir gamla fótboltatakta en þeir voru margir hverjir í fremstu röð í knattspyrnu áður en þeir völdu golfíþróttina. Karlalandsliðið keppir í 2. deild á Postolowo golfvellinum í Póllandi. Völlurinn er næst lengsti völlur Evrópu, alls 7101 metri. Mótið fer fram 8.-11. júlí. Í mótinu keppa tíu þjóðir, en þrjár efstu komast í 1. deildar keppnina á næsta ári. Lesa meira
Mikið mótaframboð í dag 4. júlí 2015
Í dag er Þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna og það er mikið af opnum golfmótum í boði í dag fyrir kylfinga um allt land. Engin mót eru í boði á Höfuðborgarsvæðinu, en þar eru meistaramót hafin eða í þann mund að hefjast. Meistaramót Nesklúbbsins (2) á Seltjarnarnesi hefjast einmitt í dag. Kylfingar á Höfuðborgarsvæðinu verða því að leita út fyrir borgarmúrana t.d. til Selfoss á Opna Dominos, í Öndverðarnesið á NTC Open, á Laugarvatn hjá GD á Fontanamótið; vestur á Grundarfjörð á Kristmundarmótið eða á Írska daga á Skagann til að taka þátt í Opna Guiness mótinu eða til Borgarness á Opna Netto – Önnur mót eru í meiri fjarlægð 3 á Norðurlandi, Lesa meira
GÞ: Ingvar og Brynja klúbbmeistarar 2015
Meistaramót Golfklúbbs Þorlákshafnar (GÞ) fór fram dagana 24.-27. júní s.l. Þátttakendur í meistaramóti GÞ í ár voru 14. Klúbbmeistarar GÞ 2015 eru Ingvar Jónsson og Brynja Ingimarsdóttir. Ingvar lék hringina 4 á samtals 53 yfir pari (90 80 79 88), en Brynja lék hringina 3 í kvennaflokki á samtals 77 yfir pari, 290 höggum (108 89 93). Sjá má heildarúrslitin í meistaramóti Golfklúbbs Þorlákshafnar hér að neðan: Meistaraflokkur karla: 1 Ingvar Jónsson GÞ 4 F 40 48 88 17 90 80 79 88 337 53 2 Óskar Gíslason GÞ 8 F 38 42 80 9 86 86 90 80 342 58 3 Hólmar Víðir Gunnarsson GÞ 7 F 40 42 82 Lesa meira










