Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2015 | 10:00

GHG: Steinunn Inga og Elvar Aron klúbbmeistarar 2015

Meistaramót Golfklúbbs Hveragerðis (GHG) fór fram dagana 1.-4. júlí 2015 og lauk því í blíðskaparveðri í gær 4. júlí 2015. Gufudalsvöllur er í stórgóðu ásigkomulagi.  Þátttakendur í ár í meistaramóti GHG voru 37. Klúbbmeistarar GHG 2015 eru Steinunn Inga Björnsdóttir og Elvar Aron Hauksson. Elvar Aron lék á samtals 300 höggum (77 70 75 78) en Steinunn Inga á samtals 358 höggum (90 95 85 88). Heildarúrslit í meistaramóti Golfklúbbs Hveragerðis 2015 urðu eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: 1 Elvar Aron Hauksson GHG 0 F 40 38 78 6 77 70 75 78 300 12 2 Guðjón Helgi Auðunsson GHG 4 F 42 37 79 7 82 79 79 79 319 31 3 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2015 | 07:00

4 valin á European Young Masters

Það eru þau  Arnór Snær Guðmundsson GHD, Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR, Ólöf María Einarsdóttir, GHD,  og Kristján Benedikt Sveinsson GA, sem hafa verið valin til þátttöku fyrir Íslands hönd á Europeuan Young Masters. Mótið fer fram í Golf Club du Domaine Impérial, í Gland, Sviss  23.-25. júlí n.k.  Golfklúbburinn opnaði árið 1988 með drævi Severiano Ballesteros. Fararstjóri er Ragnar Ólafsson. Margir frægir hafa hafið golfferilinn með þátttöku í mótinu, sem er eitt það sterkasta í sínum aldursflokki þ.e. 16 ára og yngri. Meðal þeirra sem sigrað hafa í mótinu eru Sergio Garcia 1995 og Matteo Manassero 2007.

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2015 | 00:30

Evróputúrinn: Van Zyl efstur í París f. lokahringinn

Það er Jaco Van Zyl frá Suður-Afríku sem er efstur fyrir lokahringinn á Alstom Open de France á Le Golf National golfvellinum í París. Van Zyl er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 203 höggum (68 71 64). Tveimur höggum á eftir Van Zyl er þýski kylfingurinn Maximilian Kiefer á samtals 8 undir pari. Í þriðja sæti er síðan Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger á samtals 7 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Alstom Open de France SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Alstom Open de France SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2015 | 00:05

LET: Caroline Masson efst fyrir lokahringinn í London

Það er enski kylfingurinn Caroline Masson sem er efst fyrir lokahring ISPS Handa Ladies European Masters. Hún er búin að spila á samtals 12 undir pari, 204 höggum (70 67 67). T-2 eru tælensku kylfingarnir Titiya Plucksataporn og Nontaya Srisawang, 2 höggum á eftir á samtals 10 undir pari,  hvor. Þrír kylfingar eru T-4 á samtals 8 undir pari hver: Rebecca Artis frá Ástralíu, Ssu-Chia Cheng frá Kína og Leona Maguire frá Írlandi. Miklar sviptingar eru búnar að vera í þessu móti og enginn kvenkylfingur, sem hefir haft afgerandi forystu.  Það getur því allt gerst á morgun! Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag ISPS Handa Ladies European Masters SMELLIÐ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2015 | 23:00

PGA: Jason Bohn á 61 og er T-1 m/3 öðrum f. lokahring Greenbriar Classic

Jason Bohn var á glæsilegu 61 höggi á 3. hring Greenbriar Classic og deilir því forystu með þeim: SJ Park frá S-Kóreu, Sean O´Hair frá Bandaríkjunum og Brice Molder. Allir hafa forystufjórmenningarnir leikið á samtals 11 undir pari, hver. Á 61-hringnum glæsilega í dag fékk Bohn 10 fugla og 1 skolla, en TPC White Sulphur er par-70. Bohn er e.t.v. ekki þekktasti kylfingur PGA Tour en sjá má eldri kynningu Golf 1 á honum frá 2012 með því að SMELLA HÉR:  Tiger Woods er T-47 á 4 undir pari og ekki líklegur til stórræðnanna lokahringinn, búinn að spila á 206 höggum (66 69 71). Til þess að sjá stöðuna að öðru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2015 | 21:00

Adda hitti Adam, Rickie, Rory og Sergio í Miami

Hún Adda Guðjónsdóttir, barnabarnið hans Sverris Kolbeinssonar, í GR og GVS, býr í Miami. Hún er að sögn oft á Trump Doral golfvellinum og hittir þar einhverjar frægustu stjörnur PGA Tour. Það eru eflaust fáir hér á landi sem eiga jafnmargar myndir af sér og frægustu kylfingum heims og hún Adda. Meðfylgjandi eru m.a. myndir af Öddu með nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy. Þá má hér að neðan sjá mynd af Öddu og öðru barnabarni Sverris, Kristínu Ósk með Sergio Garcia. Eins hefur Adda hitt þá  Adam Scott og Rickie Fowler og eflaust öfunda hana margir kylfingar hér á landi af því.

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2015 | 19:30

LET Access: Valdís á glæsilegum 68!!!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL eru við keppni á móti vikunnar á LET Access í Svíþjóð. Mótið heitir Borås Ladies Open og fer fram í Borås golfklúbbnum í Svíþjóð. Það stendur dagana 3.-5. júlí 2015. Þátttakendur eru 113. Valdís Þóra átti stórglæsilegan hring upp á 4 undir pari, 68 högg!!! Samtals er hún búin að leika á 5 yfir pari, 149 höggum (81 68) og er T-25 og komst þar með í gegnum niðurskurð Ólafía Þórunn átti annan hring upp á 5 yfir par þ.e. 77 högg – lék á samtals 10 yfir pari 154 höggum (77 77) og munaði aðeins 1 höggi að hún næði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2015 | 18:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur var á 70 á 3. degi!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék á ergilegu 1 undir pari, 70 höggum á Hartl golfvellinum í Þýskalandi á 3. hring AEGEAN Airlines Challenge Tour, sem er mót á Áskorendamótaröð Evópu. Birgir Leifur er því samtals á 1 undir pari (74 68 70) og komst í gegnum niðurskurð – er sem stendur T-43. Reyndar var mesta óheppni að Birgir Leifur fékk árans skramba, en hann var 3 undir pari, þegar hann átti eftir að spila 3 holur. Skrambinn varð til þess að Birgir Leifur lauk leik á 1 í stað 3 undir pari! Golf 1 óskar Birgir Leif alls hins besta á lokahringnum á morgun!!! Til þess að sjá stöðuna á eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir – 4. júlí 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Stefanía Kristín Valgeirsdóttir. Stefanía er fædd 4. júlí 1992 og á því 23 ára afmæli í dag! Stefanía er í Golfklúbbi Akureyrar og varð púttmeistari klúbbsins 2012 og er þar að auki margfaldur klúbbmeistari, m.a. klúbbmeistari GA 2014.  Stefanía útskrifaðist frá MA, 17. júní 2012 og hefir spilað í bandaríska háskólagolfinu með kvennaliði Pfeiffer háskóla The Falcons með góðum árangri. Stefanía Kristín  tók nú í ár þátt í því þekkta móti þeirra GA-inga Arctic Open sem fram fór 25.-27. júní á þessu ári.  Mótsgögn voru afhent á fyrsta degi 25. júní sl. og síðan voru keppnisdagar, skv. venju tveir; 26. og 27. júní að þessu sinni. Á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2015 | 15:00

GK: Birna og Þórdís sigruðu í Opna Heimsferðamótinu!

Þann 27.júní s.l. var haldin svakaleg golfveisla á vegum Golfdeildar Heimsferða á Hvaleyravelli. Á golfdaginn mættu um 400 manns í blíðskapa veðri og tóku þátt ýmiskonar keppni einsog vippkeppni, SNAG golf og púttkeppni. Einnig var boðið uppá frían golfhring á Sveinskotsvelli sem er hentar sérstaklega vel fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í íþróttinni Samhliða fjölskyldudeginum var haldið opið golfmót á Hvaleyravelli þar sem keppnisfyrirkomulag var punktakeppni. Um kvöldið var heljarinnar tapas veisla að spænskum sið í golfskála Keilis, fjöldi fólks dreif að og var golfskálinn troðufullur af fólki. Enda til mikils að vinna og snæða. Hér eru úrslit úr mótinu: Án forgjafar: 1.sæti Þórdís Geirsdóttir á Lesa meira