GK: Yngsta kynslóðin hóf meistaramót Keilis
Það var yngsta kynslóðin sem hóf leik í Meistaramóti Keilis nú í morgunsárið. Fyrsta holl var klukkan 06:30, þá má segja að viku golfveisla sé hafin á Hvaleyrarvelli. Formaður Keilis opnaði mótið einsog vant er og óskaði keppendum góðs gengis. Lokað var fyrir skráningu í morgun á netinu, enn ef einhverjir hafa gleymt sér þá er hægt að skrá sig í þá flokka sem hefja leik á miðvikudag í dag og á morgun. Yfir 300 kylfingar eru skráðir til leiks og lofar veðrið heldur betur góðu. Enginn vindur í kortunum og spáð er hlýindum alla vikuna!
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur lauk leik T-55 á Hartl í Þýskalandi
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tók þátt á AEGEAN Airlines Challenge Tour, móti á Áskorendamótaröð Evópu, sem lauk í dag, 5. júlí 2015 Birgir Leifur lék á samtals á 3 undir pari (74 68 70 75) og lauk leik T-55. Lokahringur Birgis Leifs upp á 4 yfir pari, gerði út um leikinn í dag; sérstaklega einn þrefaldur skolli á par-4 5. holunni og skrambi sem Birgir Leifur fékk á hringnum á 9 holu. Annars fékk Birgir Leifur 3 fugla og 2 skolla. Sigurvegari í mótinu varð Ricardo Gouveia frá Portúgal á samtals 15 undir pari og átti hann nokkuð (4 högga) forskot á þann sem næstur kom, Dean Burmester frá S-Afríku, sem búinn Lesa meira
LET: Beth Allen með sinn fyrsta sigur!
Bandaríska stúlkan Beth Allen sigraði á ISPS Handa Ladies European Masters mótinu, sem fram fór í Buckinghamshire golfklúbbnum í London. Allen lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (71 70 68 67) og lék eins og sést sífellt betur eftir því sem leið á mótið. Á hæla hennar kom annar írsku golfsnillinganna Leona Maguire aðeins 1 höggi á eftir og landaði hún 2. sætinu. Tælenska stúlkan Nontaya Srisawang varð síðan í 3. sæti á samtals 10 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á ISPS Handa Ladies European Masters mótinu SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Bernd Wiesberger sigurvegari í París
Það var Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger sem sigraði á Alstom Open de France á Le Golf National golfvellinum í París í dag. Wiesberger lék á samtals 13 undir pari, 271 höggi (68 72 66 65). Í 2. sæti varð Englendingurinn James Morrison á samtals 10 undir pari og í 3. sæti varð Jaco Van Zyl frá Suður-Afríku á samtals 8 undir pari. Martin Kaymer sem alltaf hefir gengið vel í París varð að láta sér lynda 4. sætið að þessu sinni, en gaman engu að síður að sjá hann ofarlega á skortöflunni aftur. Kannski að hann verði kominn í fantaform fyrir Opna breska? Til þess að sjá lokastöðuna á Alstom Open Lesa meira
LET Access: Valdís Þóra lauk leik T-21 í Svíþjóð
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL komst í gegnum niðurskurð á Borås Ladies Open, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Mótið fór fram Borås golfklúbbnum í Svíþjóð, stóð dagana 3.-5. júlí 2015 og lauk því í dag. Þátttakendur voru 113. Valdís Þóra lék samtals á 6 yfir pari, 222 höggum (81 68 73). Hún varð T-21 þ.e. deildi 21. sæti með heimakonunum Annelie Sjöholm og Emmy Ottosson. Það var síðan þýska stúlkan með enska nafnið Olivia Cowan sem sigraði í mótinu á samtals 7 undir pari, 209 höggum (68 69 72). Sjá má lokastöðuna á Borås Ladies Open með því að SMELLA HÉR:
GS: Davíð Jónsson m/ás í firmakeppni!
Firmakeppni GS fór fram föstudaginn 3. júlí s.l. við frábærar aðstæður. Fjölmargir sýndu fína takta á vellinum en þó var einn sem stal senunni. Davíð Jónsson (Hótel Keflavík) lék fyrsta hringinn sinn í Leirunni þetta árið og sló hann í stöngina á þriðju holu og hafði upp úr krafstinu nándarverðlaun þar. Davíð bætti um betur á næstu par-3 holu, þeirri áttundu, en þá fór hann holu í höggi. Önnur nándarverðlaun þar. Sigurvegarar firmakeppninnar í ár voru þau Guðmundur Sigurðsson og Inga Birna Ragnarsdóttir sem léku fyrir hönd Kosms & Kaos. Úrslit: 1. Kosmos & Kaos (Guðmundur B Sigurðsson, Inga Birna Ragnarsdóttir) 46 2. Hótel Keflavík (Davíð Jónsson, Þorsteinn Geirharðsson) 45 3. Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Sei Young Kim (38/45)
Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 9.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Þær sem eru í 1.-20. sæti eru með fullan spilarétt en hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Nú á aðeins eftir að kynna þar sem urðu í 8 efstu sætunum. Byrjað verður á að kynna þær sem urðu T-6 þ.e. Sei Young Kim frá S-Kóreu, Simin Feng, frá Kína og Ha Na Jang frá S-Kóreu. Í dag verður Sei Young Kim kynnt. Sei Young Kim lék á samtals 7 undir pari, 353 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurður Hafsteinsson – 5. júlí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Sigurður Hafsteinsson. Sigurður er fæddur 5. júlí 1956 og því 59 ára. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur, vinsæll golfkennari og mörgum Spánarfaranum að góðu kunnur, en þeir eru ófáir kylfingarnir, sem hann hefir leiðbeint í gegnum tíðina. Sigurður er kvæntur Helgu Möller. Komast má á facebook síðu Sigurðar til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Sigurður Hafsteinsson (59 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Guðjón D Gunnarsson, 5. júlí 1943 (72 ára); Jeff Hall, 5. júlí 1957 (58 ára); Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir/Mensý, 5. júlí 1964 (51 árs); Valdís Guðbjörnsdóttir 5. júlí 1967 (48 ára); Markus Lesa meira
Töluðu þær um golf?
Lindsey Vonn fyrrum kærasta Tiger fór til London til þess að horfa á tennisleik, þar sem fyrrum kærasta nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy, Caroline Wozniacki fór á kostum. Hún vann leik sinn í Wimbledon, en Wozniacki er nú 5. besta tenniskona heims. Eftir leikinn hittust þessar fyrrum kærustur stórkylfinganna og spjölluðu saman nokkurn tímann. Golffjölmiðlar veltu m.a. fyrir sér hvort þær hefðu verið að tala um golf? Er það nú líklegt? Lindsey setti síðan eftirfarandi skilaboð á Twitter: So fun watching @carowozniacki crush it today!! #strongchick #girlpower’. (Lausleg þýðing: svo gaman að horfa á @carowozniacki sigra í dag! Sterk stúlka – kvennkraftur!“)
GL: Ingi Rúnar og Aron Skúli sigruðu á Opna Guinness
Í gær 4. júlí 2015 fór fram hið árlega Opna Guinness mót í tenglsum við Írska daga á Akranesi. Veðrið var frábært og vallaraðstæður gerast ekki betri. Þátttakendur voru 70 lið eða alls 140 kylfingar. Það voru feðgarnir Ingi Rúnar og Aron Skúli sem sigruðu á 58 höggum nettó! Úrslit voru eftirfarandi: 1.sæti: United (Ingi Rúnar Gíslason GR/Aron Skúli Ingason GM), 58 högg nettó 2.sæti: Stjarnan (Tinna Jóhannsdóttir GK/Jóhann Sigurbergsson GK), 63 högg nettó (betri á seinni níu) 3.sæti: Svört Sól (Hróðmar Halldórsson GL/Stefán Orri Ólafsson GL), 63 högg nettó Nándarverðlaun á par 3 holum: 3.hola: Árni Geir Ómarsson GKB, 1.26 m 8.hola: Axel Bóasson GK, 37 cm 14.hola: Axel Lesa meira










