US Women´s Open hefst í dag – Fylgist með hér!!!
Sjötugasta US Women´s Open m.ö.o. Opna bandaríska kvenrisamótið hefst í dag. Það er Michelle Wie, sem á titil að verja. Sú fyrsta sem sigraði á Opna bandaríska kvenrisamótinu var Patty Berg, en það var árið 1946. Sjá má kynningu Golf 1 á Patty Berg með því að SMELLA HÉR: Yngsti sigurvegari mótsins er Inbee Park en þegar hún sigraði í mótinu 2008 var hún aðeins 19 ára, 11 mánaða og 18 daga. Babe Zaharias er elsti sigurvegarinn í mótinu en það var árið 1954 og þá var Babe 43 ára, 6 mánaða og þjáðist þar að auki orðið af krabbameini, sem dró hana til dauða. Allir bestu kvenkylfingar heims eru samankomnir í Lancastar, Pennsylvaníu, Lesa meira
GK: Meistaramóti barna lokið – Úrslit
Það voru glaðir unglingar og börn sem mættu í golfskálann á Hvaleyrina 7. júlí s.l. Þá lauk leik í flokkum unglinga og barna í Meistaramóti Keilis 2015. Eftir verðlaunaafhendingu var svo boðið uppá léttar kræsingar. úrslit í flokkunum voru eftirfarandi: Sveinkotsvöllur Strákaflokkur: 1. sæti Tómas Hugi Ásgeirsson 43-53-47 alls 143 högg 2. sæti Þórir Sigurður Friðleifsson 51-56-58 alls 165 högg 3. sæti Oddgeir Jóhannsson 75-79-63 alls 217 högg Stelpuflokkur: 1. sæti Þorgerður Ósk Jónsdóttir 58-54-57 alls 169 högg 2. sæti Sara Jósafatsdóttir 54-60-59 alls 173 högg 3. sæti Vilborg Erlendsdóttir 54-60-77 alls 221 högg Hvaleyrarvöllur Drengjaflokkur 15-16 ára: Flokkur 15-16 ára drengir 1. sæti Daníel Ísak Steinarsson 71-80-68 alls 219 Lesa meira
Evróputúrinn: Fylgist hér m/ Opna skoska
Opna skoska, Aberdeen Asset Management Scottish Open er mót vikunnar á Evróputúrnum og fer að þessu sinni fram á velli nr. 1 Gullane golfklúbbsins í East Lothian, Skotlandi. Margir af bestu kylfingum heims taka þátt og líta á það sem hluta af undirbúningi sínum fyrir Opna breska risamótið, sem hefst í næstu viku á St. Andrews. Meðal þátttakenda er að sjálfsögðu nr. 7 á heimslistanum, Justin Rose, sem á titil að verja í Opna skoska. Aðrir góðir eru m.a.: Ian Poulter, Graeme McDowell, Thorbjörn Olesen, Matt Kuchar og Rickie Fowler. Hægt er að fylgjast með stöðunni á Opna skoska með því að SMELLA HÉR: Sjá má myndskeið frá Gullane linksurunum, þar Lesa meira
Rose óskar Rory góðs bata
Nr. 7 á heimslistanum Justin Rose á titil að verja á Opna skoska, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Hann er einn þeirra fjölmörgu kylfinga, sem komið hafa fram og óskað nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy góðs bata. Í viðtali við Daily Mail sagði Rose að þessi meiðsl Rory hefðu komið af stað umræðunni um hvort íþróttamenn ættu að getað lifað lífi sínu eða verið algerlega einbeittir allan tímann við íþrótt sína. Hann sagðist líkt en jafnframt ólíkt Rory (Rory meiddist jú í fótboltaleik) líklega hafa þegið að spila tennis með vinum sínum og þar væri örugglega líka hægt að verða fyrir meiðslum, þetta væri bara nokkuð sem kæmi Lesa meira
Rory ekki með á Opna breska (staðfest)
Í gær 8. júlí 2015 var staðfest það sem flestum grunaði að nr. 1 á heimslistanum, hinn 26 ára Rory McIlory, yrði ekki með á Opna breska. Hann sleit liðband í ökkla í fótboltaleik með vinum sínum. Þetta hefir eflaust verið erfitt fyrir Rory, sem reynt hefir allt sem hann getur til að vera með; a.m.k. dróst staðfesting hins augljósa þar til í gær. Ýmsar getgátur voru uppi um hvort hann myndi taka þátt þar sem hann getur gengið smávegalengd óstuddur án hækja; en það er bara engin leið á St. Andrews að keppa í þannig ástandi, sem er nógu erfiður völlur fyrir, ómeiddum keppendum í 4 daga. Skynsamleg ákvörðun og Lesa meira
Gísli í 2. sæti í höggleikshlutanum – piltalandsliðið tapaði f. Finnum á 3. degi
Í gær lauk höggleikshluta á EM 18 ára og yngri, sem fer fram á Pickala golfvellinum í Finnlandi. Gísli Sveinbergs, GK, spilaði best af öllum í piltalandsliði Íslands, varð í 2. sæti í höggleikshlutanum á glæsilegum skori upp á samtals 9 undir pari, 135 höggum (68 67). Henning Darri Þórðarson, GK spilaði einnig mjög vel; var á samanlögðu skori upp á 5 yfir pari og T-56. Hlynur Bergsson, GKG var á samtals 10 yfir pari og varð T-83; Björn Óskar Guðjónsson GM lauk leik á samtals 12 yfir pari og varð T-91, Tumi Hrafn Kúld GA var á samtals 13 yfir pari og lauk keppni T-93 og Fannar Ingi Steingrímsson GHG, Lesa meira
GA: Lárus Ingi og Ólavía Klara Akureyrarmeistarar í flokki 14 ára og yngri
Akureyrarmót barna og unglinga, sem er í raun hluti af meistaramóti GA í flokki byrjenda og 14 ára og yngri lauk þann 7. júlí s.l. Í ár voru þátttakendur 22 og því greinilega mikill uppgangur hjá GA-ingum í yngstu flokkunum. Yngstu keppendunum var skipti í 14 ára og yngri stelpu og strákaflokk og síðan 14 ára og yngri stelpu og stráka byrjendaflokk. Akureyrarmeistarar í flokki 14 ára og yngri eru Lárus Ingi Antonsson og Ólavía Klara Einarsdóttir. Akureyrarmeistarar í flokki 14 ára og yngri byrjenda eru Jóhannes Geir Gestsson og Auður Bergrún Snorradóttir. Úrslit í stelpuflokki 14 ára og yngri: 1 Ólavía Klara Einarsdóttir GA 36 F 50 54 104 33 Lesa meira
Íslenska kvennalandsliðið í 19. sæti e. 2. dag á EM
Sunna Víðisdóttir, GR stóð sig enn langbest af íslenska kvennalandsliðinu á 2. degi í Evrópumeistaramóti landsliða áhugamanna, sem fram fer í Helsingør Golf Club, í Danmörku. Hún hefir samtals leikið á sléttu pari, 142 höggum (70 72) og er T-13. Góður árangur Sunnu dugar íslenska líðinu þó skammt því það er nú í 19. sæti af 21 liði og ljóst að það keppir í C-riðli næstu daga. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK er líka að standa sig ágætlega í íslenska kvennalandsliðinu hefir leikið á samtals 6 yfir pari, 148 höggum (72 76) og er T-49. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR; Anna Sólveig Snorradóttir GK og Karen Guðnadóttir, GS hafa allar leikið á 18 Lesa meira
Til hamingju Hugrún Linda!
Til hamingju! Hugrún Linda Guðmundsdóttir er vinningshafi vikunnar í Golfleik Varðar! Hlaut hún í verðlaun golflúffur frá 66° Norður og Golfvernd frá Verði sem er einn af helstu styrktaraðilum Golfsambandsins. Þeir hjá Verði munu hafa beint samband við sigurvegarann síðar í dag. Takið þátt í Golfleik Varðar með því að SMELLA HÉR eða efst hægra megin á Golf1.is og þið gætuð unnið golfferð fyrir tvo til Montecastillo á Spáni. Þú getur unnið golfferð fyrir 2 á Montecastillo Sýndu kunnáttu þína og þekkingu á golfi og þú gætir unnið magnaða haustgolfferð fyrir tvo til Montecastillo með Heimsferðum. GOLFLEIKUR.VORDUR.IS
Strákarnir okkar byrja vel – Haraldur Franklín í 2. sæti og Axel T-3
Karlalandsliðið hóf keppni í dag á Postolowo golfvellinum í Póllandi. Mótið fer fram 8.-11. júlí. Postolowo völlurinn er næst lengsti völlur Evrópu, alls 7101 metri. Í mótinu keppa tíu þjóðir, en þrjár efstu komast í 1. deildar keppnina á næsta ári. Leiknar eru 36 holur í höggleik og munu fjórar efstu þjóðirnar leika holukeppni, þjóð gegn þjóð, tvær umferðir á hverjum degi, fjórir fjórmenningar fyrir hádegi og fimm tvímenningar eftir hádegi. Karlalandslið Íslands er svo skipað: Andri Þór Björnsson (GR), Axel Bóasson (GK), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR), Kristján Þór Einarsson (GM), Rúnar Arnórsson (GK). Þjálfari: Birgir Leifur Hafþórsson. Liðsstjóri/sjúkraþjálfari: Gauti Grétarsson. Best af íslenska karlalandsliðinu stóð Lesa meira










