Hver er kylfingurinn: Danny Lee? (3/4)
Hér verður fram haldið að kynna nýsjálenska kylfinginn Danny Lee. 2010 Lee hóf 2010 keppnistímabilið illa; hann komst aðeins í gegnum niðurskurð í 2 af fyrstu 9 mótum sínum á Evróputúrnum Kvöldið fyrir BMW PGA Championship í maí tilkynnti Lee að hann hyggðist hefja samstarf með enska kylfuberananum Peter Coleman og eins ætlaði hann að skipta um þjálfara og myndi nýi þjálfarinn sinn verða Bill Choung. „Mér finnst loks að ég sér í ágætum málum með sveiflu mína og ég er virkilega spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Lee m.a. þá. Lee fékk boð styrktaraðila til að spila í RBC Canadian Open það ár en þá sagði Lee að hann hefði engann Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Einar Ásgeir Hoffmann Guðmundsson – 8. júlí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Einar Ásgeir Hoffman Guðmundsson. Einar Ásgeir er fæddur 8. júlí 1997 og því 18 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Kiðjabergs. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Einar Ásgeir Hoffmann Guðmundsson (18 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:Mimmo Lobello, 8. júlí 1970 (45 ára); Juan Carlos Rodriguez, 8. júlí 1975 (40 ára) og Svava Grímsdóttir . Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, Lesa meira
Spieth – vel heppnuð blanda af Tiger og Phil
Jordan Spieth hefir sinn eiginn stíl og það hefir gert hann að einum af vinsælasta og áhugaverðustu íþróttamönnunum á og utan PGA Tour. Hann er blanda af Texas suðurríkjasjarmatrölli og hugrekki. Spieth þykir líka góð blanda af því besta hjá Tiger Woods og Phil Mickelson. Spieth hefir tekið golfheiminn í stormsveipi og hefir sigrað á þeim tveimur risamótum ársins, sem búin eru; Masters og Opna bandaríska. Og hann mun reyna að ná 3. grand slam móti sínu þegar hann tekur þátt á Opna breska 16.-19. júlí á St. Andrews. Hann er aðeins 21 árs og aðeins á 3. ári sínu á PGA Tour en er þegar búinn að vinna 6 PGA Tour Lesa meira
Fréttakona Fox Lisa Kennedy stendur föst á skoðun sinni um Rory
Það var fréttakona FOX Lisa ‘Kennedy’ Montgomery, sem sagði að hún þyldi Rory McIlroy ekki í gær í fréttaþætti Fox og kallaði hann írskan álf (leprechaun). Leprechaunar eru ljótir írskir álfar, en eru samt líka heppnir og geta fært mönnum heppni. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: Sjónvarpsmyndatökumenn FOX voru með 2 fréttakonur Fox í mynd Jenna Lee og Harris Faulkner en hvorug þeirra viðhafði orðin um Rory, heldur hrópaði Lisa þau fram í upptökuna. Þessar tvær fréttakonur Fox sáust í myndskeiðinu, en hvorug þeirra viðhafði álfakommentið um Rory, né sögðu þær í beinni að þær þyldu hann ekki: Í dag, daginn eftir kommentið sem vakið hefir Lesa meira
Kuchar ver Rory
Bandaríski kylfingurinn Matt Kuchar er alltaf jákvæður og virðist alltaf vera brosandi og það gerir hann að einum ástsælasta bandaríska kylfingnum. Hann hefir nú komið Rory McIlroy, nr. 1 á heimslistanum, til varnar en Rory hefir sætt mikilli gagnrýni fyrir að vera svo gálaus að taka þátt í fótboltaleik og slíta liðband í ökkla, þannig að hann verður nú líklegast af Opna breska risamótinu. Kuchar hefir komið fram og sagt að kylfingar geti bara einfaldlega ekki lifað í varnarblöðru (ens.: bubble) til þess að forðast allskyns ófyrirsjáanleg meiðsl og jafnframt sagði Kuchar að hann vonaðist að Rory næði sér af ökklameiðslum sínum fljótt. Rory hefir þegar dregið sig úr Aberdeen Asset Management Lesa meira
GR: Meistaramóti barna og unglinga lokið – mörg glæsileg skor!
Í gær, 7. júlí 2015 lauk Meistaramóti GR í þeim flokkum sem léku 54 holur en það eru barna-og unglingaflokkar, öldungaflokkar, 3.flokkur karla, 4.flokkur karla, 5.flokkur karla og 3.flokkur kvenna. Leikið var bæði í Grafarholti og á Korpúlfsstöðum í blíðviðri. Lokahóf barna og unglinga fór fram í golfskálanum í Grafarholti þar sem veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Glæsileg skor sáust í unglingaflokkum í ár og er ljós að framtíðin er björt fyrir krakkana og Golfklúbb Reykjavíkur. Verðlaunaafhending fyrir aðra flokka verður haldin á Korpúlfsstöðum á laugardagskvöldið næstkomandi og verður nánar auglýst í vikunni. Golfklúbbur Reykjavíkur þakkar öllum keppendum þátttökuna og óskar öllum vinningshöfum innilega til Lesa meira
Gísli í 1. sæti í Finnlandi e. 1. dag
Íslenska piltalandsliðið leikur á Evrópumeistaramóti 18 ára og yngri, Dupont Trophy, en mótið fer fram á Pickala Park golfvellinum í Finnlandi. Gísli Sveinbergsson, GK er í 1. sæti eftir 1. dag en hann lék á glæsilegum 4 undir pari, 68 höggum. Næstbestur af íslensku piltunum er Björn Óskar Guðjónsson, GM en hann er T-63 á 76 höggum. Henning Darri Þórðarson, GK lék á 5 yfir pari, 77 höggum; Tumi Hrafn Kúld, GA og Hlynur Bergsson, GKG spiluðu á 8 yfir pari, 80 höggum og Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, lék á 9 yfir pari, 81 höggi. Annar hringur er þegar hafinn og má fylgjast með stöðunni með því að SMELLA HÉR:
Jiménez á Wimbledon
Og þið sem hélduð að golfið hefði það orðspor að vera leiðinlegt! Mikla athygli golffjölmiðla í gær vakti að spænski kylfingurinn Miguel Ángel Jiménez fór á Wimbledon til að horfa á tennisleik. Áhuginn var ekki meira en svo hjá kappanum að hann steinsofnaði. Of mikið Rioja eða upphitunaræfingar um morguninn veltu golffjölmiðlar fyrir sér? A.m.k. var brosað að fegurðarblundi Jiménez á Wimbledon um allan heim í gær.
Sunna stóð sig best á 1. degi EM
Sunna Víðisdóttir, GR stóð sig best af íslenska kvennalandsliðinu á 1. degi í Evrópumeistaramóti landsliða áhugamanna, sem fram fer í Helsingør Golf Club, í Danmörku. Hún lék á 1 undir pari og er T-8. Næstbest var Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK en hún lék á sléttu pari, 72 höggum og er T-22. Anna Sólveig Snorradóttir GK er T-93 en hún lék á 8 yfir pari, 79 höggum; Karen Guðnadóttir, GS er T-103 en hún lék á 9 yfir pari 80 höggum; Ragnhildur Kristinsdóttir lék á 11 yfir pari, 82 höggum og Heiða Guðnadóttir GM rekur lestina en hún lék á 22 yfir pari, 93 höggum og er í 125. sæti. Evrópumeistaramót landsliða áhugamanna stendur Lesa meira
Fréttakona Fox kallaði Rory álf
Nokkuð neyðarlegt atvik kom upp hjá Fox fréttastofunni þegar sjónvarpsfréttakona þar missti það út úr sér að hún þyldi ekki Rory McIlroy, hann minnti sig á írskan álf (leprechaun) – aðspurð hvað henni finndist um slys Rory og að hann gæti ekki tekið þátt í Opna breska. Þetta er ekki beint fyrsta flokks fréttamennska af hálfu fréttakonunnar; þar sem persónulegar skoðanir hlutlausra frétta-manna eiga að liggja milli hluta. Regla nr. 1 er líka að vera ekki meiðandi. Síðan er spurning hvort hún hafi ekki, fyrir utan að vera móðgandi verið með einskonar rasisma, þar sem leprechaunar eru álfar, sem bara finnast á Írlandi. Margir eru á því að fréttakonan hafi Lesa meira










