Tiger og Dufner spiluðu saman æfingahring f. Opna breska
Tiger Woods og Jason Dufner spiluðu saman æfingahring í gær á St. Andrews, sem hluti af undirbúningi þeirra fyrir Opna breska, sem hefst nú í vikunni. Mikið er spáð í hvað þeim fór á milli en flestir golffréttamenn hefðu gjarnan vilja vera flugur á golfsettum þeirra. Þær sögusagnir hafa gengið fjöllunum hærra að Tiger hafi átt í sambandi við fyrrum eiginkonu Dufner, Amöndu Boyd. Sjá m.a. frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: Bent hefir verið á að líklega sé enginn fótur fyrir þeim sögum þar sem varla hefðu þeir Tiger og Jason leikið æfingahring saman hefðu sögusagnirnar verið réttar. Umboðsmaður Tiger, Mark Steinberg, hafði áður borið Lesa meira
GOS: Hlynur og Alexandra klúbbmeistarar 2015
Meistaramót Golfklúbbs Selfoss (GOS) byrjaði á mánudaginn og lauk á laugardaginn, þ.e. stóð frá 6.-11. júlí 2015. 85 keppendur voru skráðir og 80 keppendur luku leik, en þetta er mettþáttaka í Meistarimóti GOS. Hlynur Geir Hjartarson sigraði í Meistaraflokki og varð klúbbmeistari í 10. skipti. Hlynur spilaði mjög gott golf í mótinu og lauk leik -12 höggum undir pari. Alexandra sigraði Kvennaflokkinn og varð því klúbbmeistari kvenna, 3. árið í röð. Sjá má heildarúrslitin í mótinu hér að neðan: Meistaraflokkur karla 1 Hlynur Geir Hjartarson GOS -2 F 31 32 63 -7 64 72 69 63 268 -12 2 Jón Ingi Grímsson GOS 1 F 35 35 70 0 77 73 Lesa meira
Westy skildi v/ konuna sína til 16 ára – kominn með módel upp á arminn
Lee Westwood (Westy) 42 ára hefir skilið við konuna sína til 16 ára – Laurae Westwood. Í skilnaðinum gæti hann tapað helmingnum af £30milljóna auðævum sínum. Með Laurae á Westy tvö börn Sam 14 ára og Poppy 10 ára. Westy er þegar kominn með nýja dömu upp á arminn, sem sögð er ástæða skilnaðarins en það er 38 ára módel Helen Storey Sjá mynd af Storey hér að neðan:
Evróputúrinn: Fowler sigraði á Opna skoska
Það var bandaríski kylfingurinn Rickie Fowler, sem sigraði á Opna skoska (ens. Aberdeen Asset Management Scottish Open) í gær, sunnudaginn 12. júlí 2015. Fowler lék á samtals 12 undir pari, 268 höggum (66 68 66 68) og þykir í fantaformi fyrir Opna breska risamótið, sem hefst nú í vikunni! Sigurinn gæti komið Rickie í allt að 5. sætinu á heimslistanum. Með þessum sigri bætir Rickie líka besta árangur sinn til þessa í Opna skoska en áður var það T-8 í 2014 Opna skoska. Jafnir í 2. sæti í mótinu urðu Frakkinn Raphaël Jacquelin og Bandaríkjamaðurinn síbrosandi Matt Kuchar aðeins 1 höggi á eftir Fowler þ.e. samtals á 11 undir pari. Sjá Lesa meira
In Gee Chun sigraði á US Women´s Open
Það var tiltölulega óþekkt stúlka frá S-Kóreu, In Gee Chun, sem sigraði á Opna bandaríska kvenrisamótinu, því 70. frá upphafi í gær, 12. júlí 2015. Chun lék á samtals 8 undir pari, 272 höggum (68 – 70 – 68 – 66) og er $810,000.00 ríkari – en verðlaunafé er með mesta móti í kvenrisamótunum, líkt og hjá körlunum. „Í byrjun þessa árs spilaði ég í 4 mótum á LPGA,“ sagði þessi geðþekka stúlka og sigurvegari eftir sigurinn á Opna bandaríska. „Ég hlaut góða reynslu í þessum mótum sem nýttust mér til 3 sigra í S-Kóreu og til eins sigurs í Japan. Með öllum þessum sigrum, fékk ég mikið sjálfsöryggi í þetta Lesa meira
Kvennalandsliðið lauk leik í 19. sæti á EM
Íslenska golfkvennalandsliðið lauk keppni á Evrópumeistaramóti áhugamanna (ens. European Ladies’ Team Championship) á golfvelli Helsingør golfklúbbsins í Danmörku á laugardaginn 11. júlí s.l. en mótið stóð 9.-11. júlí 2015. Í mótinu tóku þátt lið frá 21 þjóð og var þeim í upphafi móts raðað í 3 flokka (8 í A riðil 8 í B riðil og 5 í C riðil) Stelpurnar okkar léku í C-riðli. Í síðustu viðureigninni mættu stelpurnar okkar Slóvakíu en áður voru þær búnar að tapa fyrir Wales 4-1 og sigra Luxembourg glæsilega 4-1. Stelpurnar okkar sigruðu lið Slóvakíu 3&2 og höfnuðu í 19. sæti í mótinu. Sjá má úrslitin í heild með því að SMELLA HÉR
Piltalandsliðið þarf í undankeppni EM á næsta ári
Piltalandsliðið lauk leik á EM piltalandsliða laugardaginn nú um helgina á Pickala Park golfvellinum í Finnlandi. Mótið stóð 9.-11. júlí 2015. Skemmst er frá því að segja piltarnir okkar töpuðu öllum leikjum sínum á mótinu; þeir töpuðu 1. leiknum með 4.5-0.5 vinningi gegn Finnum; öðrum leiknum 3-2 gegn Belgíu og eins síðasta leiknum með 4.5 vinningi gegn 0.5 gegn Spánverjum. Í síðasta leiknum var það Gísli Sveinbergsson sá eini í íslenska piltalandsliðinu sem náði 1/2 vinningi gegn Pablo Heredia í spænska liðinu. Sjá má öll úrslit EM piltalandsliða með því að SMELLA HÉR: Piltalandsliðið okkar hafnaði líkt og við Íslendingar svo oft áður í Söngvakeppni Evrópu í 16. og síðasta Lesa meira
GHH: Halldór Birgisson klúbbmeistari 2015
Þá er meistaramóti GHH 2015 lokið. Mótið í ár stóð dagana 9.-11. júlí 2015. Sigurvegari mótsins var Halldór Sævar Birgisson sem lék hringina þrjá á 238 höggum. Óli Kristján Benediktsson hafnaði í öðru sæti og í þriðja sæti var Magnús Sigurður Jónasson. Í öðrum flokk sigrað Bragi Bjarnar Karlsson, í öðru sæti var Baldvin Haraldsson og í þriðja sæti var Stefán Viðar Sigtryggsson. GHH vill koma á framfæri þökkum til allra keppenda og annarra þeirra, sem að mótinu komu. Klúbburinn þakkar kærlega fyrir skemmtilega daga og vonast eftir enn fleiri keppendum að ári. Úrslit í meistaramóti Hafnar í Hornafirði voru eftirfarandi: 1. flokkur karla 1 Halldór Sævar Birgisson GHH 4 Lesa meira
PGA: Spieth sigraði á John Deere Classic
Jordan Spieth er algjörlega ÓTRÚLEGUR. Hann sigraði nú í kvöld á John Deere Classic!!! Spieth spilaði á samtals 20 undir pari, 264 höggum (71 64 61 68). Það var þó einn sem spilaði lokahringinn betur en Spieth, John Gillis var á frábærum 64 höggum og komst upp að hlið Spieth – var líka á 20 undir pari og því þurfti að koma til bráðabana milli þeirra. Aðeins þurfti að spila par-4 18. holuna á TPC Deere Run í Silvis Illinois 2 sinnum – Spieth fékk pör í bæði skiptin en Gillis átti ekki sjéns á pari á 2. holunni því sigraði Spieth. Sjá má úrslitin á John Deere Classic með Lesa meira
GA: Kristján Benedikt og Stefanía Kristín klúbbmeistarar 2015
Í gær lauk Akureyrarmótinu (meistaramóti Golfklúbbs Akureyrar). Klúbbmeistarar GA 2015 eru Kristján Benedikt Sveinsson og Stefanía Kristín Valgeirsdóttir. Sjá má heildarúrslitin í öllum flokkum hér að neðan: Öldungaflokkur, konur 65 ára og eldri Aðalheiður Helga Guðmundsdóttir, 296 högg Jónína Kristveig Ketilsdóttir, 315 högg Svandís Gunnarsdóttir, 335 högg Öldungaflokkur, konur 50-64 ára Halla Sif Svavarsdóttir, 281 högg Þórunn Anna Haraldsdóttir, 283 högg Anna Einarsdóttir, 298 högg GA öldungar, 55 og eldri Viðar Þorsteinsson, 241 högg Vigfús Ingi Hauksson, 243 högg Allan Hwee Peng Yeo, 245 högg 4. flokkur karlar Mikael Guðjón Jóhannsson, 396 högg Þórarinn Kristján Ragnarsson, 418 högg Stefán Bjarni Gunnlaugsson, 430 högg 3. flokkur karlar Ólafur Elís Gunnarsson, 382 Lesa meira










