Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2015 | 21:00

Pro Golf: Besti árangur Þórðar Rafns!

Þórður Rafn Gissurarson úr GR náði sínum besta árangri á þýsku Pro Golf mótaröðinni í dag. GR-ingurinn endaði í þriðja sæti á -8 samtals eftir 54 holur. Hann lék lokahringinn á -1 en hann lék hringina þrjá á (60-66-70). Þetta var 16. mótið hjá Þórði á þessu tímabili á mótaröðinni sem er í hópi þriðju sterkustu mótaraða Evrópu. Hann var í 31. sæti á stigalista mótaraðarinnar fyrir mótið en er í 24. sæti þessa stundina. Þetta er besti árangur Þórðar á þessu tímabili en hann hafði einu sinni náð 8. sæti. Til þess að sjá lokastöðuna hjá Þórði Rafni SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2015 | 20:00

GKV: Ragnar Þórir og Anna Huld klúbbmeistarar 2015

Golfklúbburinn Vík (GKV) hélt meistaramót sitt dagana 17.-18. júlí og lauk mótinu í dag. Alls voru þátttakendur 12 en 9 luku keppni. Ragnar Þórir Guðgeirsson og Anna Huld Óskarsdóttir eru klúbbmeistarar GKV 2015. Glæsilegt af GKV að halda meistaramót en klúbburinn hélt ekkert meistaramót í fyrra og er von að framhald verði á! Sjá má heildarúrslitin úr meistaramóti GKV hér að neðan:  1. sæti Ragnar Þórir Guðgeirsson  (93 86) samtals 179 högg 35 yfir pari 2. sæti Björgvin Jóhannesson (87 97) samtals 184 högg 40 yfir pari 3. sæti Guðmundur Óli Magnússon (102 89) samtals 191 högg 47 yfir pari 4. sæti  Pálmi Kristjánsson (102 99) samtals 201 högg 57 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2015 | 22:55

DJ enn efstur þegar 2. hring Opna breska er frestað vegna myrkurs

Leik var frestað á 2. hring Opna breska til morgundagsins, laugardagsins 18. júlí 2015 vegna myrkurs.  Mun þá fyrst 2. hringurinn vera kláraður áður en sá 3. hefst, aðeins á eftir áætlun en rok og rigning hefir sett allt úr skorðum á þessu meistaramóti allra meistaramóta, Opna breska. Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson, DJ, er enn efstur eftir 13 spilaðar holur af 2. hring – er á 10 undir pari – en hann á 1 högg á enska kylfinginn Danny Willett (66 69) sem er einn í 2. sæti. Paul Lawrie (sem búinn er að spila 12 holur) og Jason Day (búinn að spila 11 holur) eru T-3 á 8 undir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2015 | 19:55

GSE: Ólafur Hreinn og Heiðrún Harpa klúbbmeistarar 2015

Meistararamót Golfklúbbs Setbergs fór fram dagana 8.-11. júlí 2015. Þátttakendur voru 106;  83 karl – og 23 kvenkylfingar. Klúbbmeistarar GSE 2015 eru þau Ólafur Hreinn Jóhannesson og Heiðrún Harpa Gestsdóttir. Sjá má heildarúrslit úr meistaramóti GSE 2015 hér að neðan: Meistaraflokkur karla 1 Ólafur Hreinn Jóhannesson GSE 2 F 37 38 75 3 75 74 68 75 292 4 2 Siggeir Vilhjálmsson GSE 2 F 34 40 74 2 79 76 73 74 302 14 3 Helgi Birkir Þórisson GSE -1 F 40 43 83 11 76 76 83 235 19 4 Óskar Bjarni Ingason GR 3 F 41 40 81 9 78 78 88 81 325 37 Konur 4 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2015 | 19:30

LET Access: Ólafía Þórunn og Valdís Þóra báðar í gegnum niðurskurð!

Þær Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, taka báðar þátt í CitizenGuard Letas Trophy,en mótið fer fram í Rinkven golfklúbbnum í, í Gravenwezel, Belgíu. Báðar komust þær í gegnum niðurskurð í dag. Ólafía Þórunn hefir leikið á samtals 5 yfir pari, 149 höggum (75 74) og er T-35. Valdís Þóra hins vegar er á 3 yfir pari, 147 höggum (74 73) og er T-24.  Báðar bættu sig því um 1 högg í dag. Sú sem leiðir mótið eftir 2. dag er spænski kylfingurinn Natalia Esquriola, en hún hefir spilað á 7 undir pari.   Til þess að sjá stöðuna á CitizenGuard Letas Trophy eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2015 | 18:00

Áskorendamótaröðin: Birgir Leifur á æðislegu skori á 2. degi – 66 höggum!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur hann þátt í Fred Olsen mótinu, sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu á La Gomera á Kanarí-eyjum. Hann lék á frábæru skori í dag 5 undir pari, 66 glæsihöggum og er sem stendur T-8 í mótinu, en nokkrir eiga eftir að ljúka leik og gæti sætistala Birgis Leifs því enn breyst. Á hringnum fékk Birgir Leifur 5 fugla, líkt og í gær nema hann sleppti því að fá skramba, sem hann fékk í gær!!! Samtals er Birgir Leifur því búinn að spila á 8 undir pari, 134 höggum (68 66). Til þess að sjá stöðuna á Fred Olsen mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Páll Eyvindsson – 17. júlí 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Páll Eyvindsson. Páll er fæddur 17. júlí 1954 og á því 61 árs afmæli í dag!!! Páll er í Golfklúbbi Ásatúns. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Guillermo Salmerón Murciano, 17. júlí 1964 (51 árs) Steven O´Hara, 17. júlí 1980 (35 ára Skoti); Zane Scotland, 17. júlí 1982 (33 ára) …. og ….. Bílkó Smiðjuvegi (27 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@go

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2015 | 12:00

GVG: Pétur Vilbergur og Jófríður klúbbmeistarar 2015

Meistaramót Golfklúbbsins Vestarr á Grundarfirði  (GVG) fór fram dagana 8.-11. júlí 2015. Þátttakendur voru 19, þar af 9 kvenkylfingar sem er næstum helmingur þátttakanda, sem er einn mesti þátttakandafjöldi kvenna í meistaramóti hér á landi!  Glæsilegt!!! Klúbbmeistarar GVG 2015 eru Pétur Vilbergur Georgsson og Jófríður Friðgeirsdóttir. Sjá má heildarúrslitin úr meistaramóti GVG 2015 hér að neðan. 1. flokkur karla: 1 Pétur Vilbergur Georgsson GVG 3 F 39 37 76 4 75 80 79 76 310 22 2 Heimir Þór Ásgeirsson GVG 10 F 43 41 84 12 82 86 85 84 337 49 3 Ragnar Smári Guðmundsson GVG 9 F 47 40 87 15 82 83 89 87 341 53 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2015 | 10:00

Íslandsbankamótaröðin 2015: Spennandi Íslandsmót framundan og bein útsending

Það verður mikið um að vera um helgina þegar golftímabilið hjá yngstu afrekskylfingum landsins nær hámarki á Íslandsbankamótaröðinni. Sjálft Íslandsmótið fer fram á Korpúlfsstaðarvelli og samhliða því fer fram tveggja daga mót á Áskorendamótaröðinni á Bakkakotsvelli. Alls eru 180 kylfingar skráðir til leiks á mótin tvö, en Íslandsmótið verður leikið á Sjónum og Ánni á Korpúlfsstaðarvelli. Keppni hefst á föstudaginn en mótið telur til stiga á heimslista áhugakylfinga. Í fyrsta sinn í sögu Íslandsmótsins verður sýnt beint frá viðburðinum í sjónvarpsútsendingu. Á vef Sporttv.is verður hvert einasta högg á 6. braut Korpúlfsstaðarvallar sýnt á síðustu tveimur keppnisdögunum, laugardag og sunnudag. Tvær myndavélar verða notaðar til þess að sýna frá þessari Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 17. 2015 | 09:00

GGL: Ólafur Ragnarsson klúbbmeistari 2015

Þann 11. júlí s.l. fór fram meistaramót Golfklúbbsins Glámu á Þingeyri. Er það mikið fagnaðarefni, því í fyrra féll meistaramót klúbbsins niður. Frábært að Gláma skuli aftur halda meistaramót – enda ekki annað hægt á glæsilegum Meðaldalsvelli, sem er með eina fallegustu par-3 braut landsins!!! Í ár voru þátttakendurnir 5 allt karlkylfingar og mættu kvenkylfingar á Þingeyri fjölmenna næst! – En engu að síður frábært að meistaramót skuli hafa verið haldið. Klúbbmeistari Golfklúbbsins Glámu er Ólafur Ragnarsson. Hér eru heildarúrslitin úr meistaramóti Glámu 2015: 1. sæti  Ólafur Ragnarsson  89 högg 17 yfir pari 2. sæti Birgir Thomsen Karlsson  93 högg  21 yfir pari 3. sæti  Jóhannes Kristinn Ingimarsson 105 högg 33 Lesa meira