Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2015 | 09:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2015 (4): Inga Lilja sigurvegari í stelpuflokki

Fjórða mót Íslandsbankamótaraðarinnar fór fram 18.-19. júlí s.l. Þátttakendur voru 39, þar af var næstfjölmennast í stelpuflokki en 9 þátttakendur voru skráðir til keppni og 8 luku leik. Sigurvegari varð Inga Lilja Hilmarsdóttir, Golfklúbbnum Keili á samtals 209 höggum. Heildarúrslit í stelpuflokki urðu eftirfarandi:  1. sæti Inga Lilja Hilmarsdóttir GK (103 106) samtals 209 högg 69 yfir pari 2 Kristín Sól Guðmundsdóttir GM 25 F 55 54 109 39 104 109 213 73 3 Katrín Lind Kristjánsdóttir GR 22 F 49 55 104 34 109 104 213 73 4 María Eir Guðjónsdóttir GM 28 F 51 58 109 39 109 109 218 78 5 Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR 24 F Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2015 | 02:00

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2015 (4): Sveinn Andri sigraði í strákaflokki

Laugardaginn 18. júlí s.l. fór fram 4. mótið á Áskorendamótaröðinni, en það fór fram á Bakkakotsvelli.  Leiknir voru tveir hringir, sá síðari 19. júlí, en venjulega er einungis leikinn 1 hringur á Áskorendamótaröðinni. Þátttakendur voru 39. Þar af var langfjölmennast í strákaflokki 14 ára og yngri, en þar voru þátttakendur 29. Það var Sveinn Andri Sigurpálsson,  GM, sem stóð uppi sem sigurvegari í strákaflokki lék á glæsilegum 167 höggum (83 84). Heildarúrslit í stákaflokki urðu eftirfarandi:  1. sæti Sveinn Andri Sigurpálsson GM (83 84) samtals 167 högg 27 yfir pari 2 Björn Viktor Viktorsson GL 8 F 40 45 85 15 84 85 169 29 3 Orri Snær Jónsson NK 4 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2015 | 21:42

Íslandsbankamótaröðin 2015 (4): Úrslit

Íslandsmótið í höggleik hjá unglingunum fór fram á Korpúlfsstaðarvelli dagana 17.-19. júlí og lauk í dag. Íslandameistarar í höggleik í öllum aldursflokkum eru eftirfarandi: Telpuflokkur 15-16 ára Ólöf María Einarsdóttir, GHD. Drengjaflokkur 15-16 ára Ingvar Andri Magnússon, GR. Stelpuflokkur 14 ára og yngri Andrea Ýr Guðmundsdóttir GA (en hún er bæði Íslandsmeistari í holu- og höggleikskeppni í stelpuflokki 2015). Strákaflokkur 14 ára og yngri Sigurður Arnar Garðarsson GKG (en hann er bæði Íslandsmeistari í holu- og höggleikskeppni í strákaflokki 2015). Stúlkuflokkur 17-18 ára Ragnhildur Kristinsdóttir, GR. Piltaflokkur 17-18 ára Hlynur Bergsson, GKG.  

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2015 | 21:30

3 í forystu e. 3. hring Opna breska

Það eru 3 sem leiða eftir 3. dag Opna breska: áhugamaðurinn Paul Dunne, Louis Oosthuizen og Jason Day. Allir hafa þessir 3 spilað á 12 undir pari, 204 höggum, hver. Fast á hæla þeirra kemur Jordan Spieth á 11 undir pari – aðeins 1 höggi frá toppnum …. fyrir lokahringinn. Skyldi Spieth takast þrennan? Eða gerir Pádraig Harrington sem er í 5. sæti öllum grikk og stendur einn eftir á toppnum á morgun? Til þess að sjá stöðuna á Opna breska fyrir lokahringinn SMELLIÐ HÉR

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arnfinna Björnsdóttir – 19. júlí 2015

Afmæliskylfingur dagsins er  Arnfinna Björnsdóttir. Arnfinna er fædd 19. júlí 1942 og á því 73 ára afmæli í dag. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Sighvatur Blöndahl Frank Cassata 19. júlí 1954 (51 árs); Signhild Birna Borgþórsdóttir, 19. júlí 1963 (52 ára); Bethan Popel, 19. júlí 1995 (20 ára STÓRAFMÆLI!!!);  Einhleypir Síða Fyrir Ykkur Golf 1 óskar kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2015 | 14:00

Fylgist með 3. hring á Opna breska hér!!!

Nú eru síðustu keppendur farnir út á 3. hring Opna breska; DJ og Danny Willett. Hvor þeirra eða ef ekki þeir hver þá hampar Claret Jug? Hægt er að fylgjast með á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2015 | 12:00

Áskorendamótaröðin: Birgir Leifur lauk leik í 5. sæti!!!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG er búinn að spila hreint frábært golf á Fred Olsen mótinu á La Gomera á Kanarí-eyjum, en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur lék á samtals 15 undir pari, 259 höggum (68 66 67 68) og eins og sjá má voru allir hringir hans undir 70!!! Stórglæsilegt!!! Birgir Leifur lauk leik í 5. sæti, sem hann deildi með 4 öðrum. Wales-verjinn Rhys Davies sigraði í mótinu á samtals 22 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Fred Olsen mótinu með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2015 | 10:00

LET Access: Ólafía Þórunn lauk leik í 21. sæti – Valdís Þóra varð T-34 í Belgíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR endaði í 21. sæti á LET Access móti, sem fram fór í Belgíu. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni komst einnig í gegnum niðurskurðinn á mótinu og endaði hún í 34.–35. sæti. Ólafía, sem er ríkjandi Íslandsmeistari, náði góðum lokahring, þar sem hún lék á 70 höggum, en Valdís Þóra lék á 75 höggum. Ólafía lék á +3 samtals (75-74-70) en Valdís var á +6 (74-73-75). Ólafía er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi mætir í titilvörnina í næstu viku á Garðavelli og Valdís Þóra verður einnig á meðal keppenda á heimavelli sínum á Akranesi. Sjá má lokastöðuna á belgíska LET Access mótinu – CitizenGuard LETAS Trophy með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2015 | 07:00

DJ efstur e. 2 hringi – Tiger náði ekki niðurskurði

Spennan er núna hvort Dustin Johnson tekst að sigra á fyrst risamóti sínu. Hann er efstur eftir 2 spilaða hringi á samtals 10 undir pari, 134 höggum (65 69). Danny Willett er fast á hæla DJ á samtals 9 undir pari og Paul Lawrie er í 3. sæti á samtals 8 undir pari. Tiger Woods náði ekki niðurskurði. Fylgjast má með stöðunni á Opna breska með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2015 | 21:30

LPGA: Ha Na Jang leiðir enn á 2. degi Marathon Classic

Suður-kóreanska stúlkan Ha Na Jang leiðir enn eftir 2. dag Marathon Classic mótsins, sem er mót vikunnar á LPGA mótaröðinni bandarísku. Hún er samtals búin að spila á 11 undir pari, 133 höggum (66 67) Á hæla hennar er kínverska golfdrottningin Shanshan Feng á 9 undir pari, 135 höggum (69 67). Síðan deila 5 kylfingar 3. sætinu á samtals 8 undir pari, hver: Inbee Park, Lydia Ko, Q Baek, Alena Sharp og Dewi Claire Schreefel. Til þess að sjá stöðuna á Marathon Classic SMELLIÐ HÉR: