Marc Leishman gekk vel á Opna breska e. að hafa næstum misst konu sína
Ástralska kylfingnum Marc Leishman gekk vel á Opna breska, en hann spilaði í bráðabananum við þá Zach Johnson og Louis Oosthuizen um 1. sætið. Hann gat ekki tekið þátt í Masters mótinu fyrr á árinu vegna þess að kona hans Audrey fékk torkennilegan sjúkdóm, sem næstum dró hana til dauða. Marc hætti þegar við öll áform um þátttöku í Masters risamótinu og flaug til Ástralíu til þess að vera hjá konu sinni Audrey og 2 ungum börnum þeirra. Í fyrstu var talið að Audrey væri bara með flensu, en síðan lagði hún sig sjálfa á bráðadeild þegar hún hætti að geta náð andanum. Henni var haldið í dái á Lesa meira
Gleðidans kaddý ZJ – Myndskeið
Kaddý sigurvegara Opna breska, ZJ eða Zach Johnson tók smá gleðidans eftir að hans maður hafði sett glæsipútt ofan í 18. holu. Kaddýinn hans ZJ heitir Damon Green. Sjá má gleðidans Damon með því að SMELLA HÉR:
Ramsay óánægður m/ leik sinn
Skotinn Richie Ramsay er óánægður með leik sinn á Opna breska, en mótið fór fram á St. Andrews í heimaríki Ramsay, Skotlandi. Richie Ramsay kom á St. Andrews fullur sjálfstrausts en fer þaðan þjáð sál, eins og oft vill verða eftir slæman leik á linksara. „Stutta spilið var bara að drepa mig,“ sagði Ramsay eftir mótið, en hann lauk keppni T-68 (72 71 70 74) ásamt 5 öðrum stórkylfingum þ.á.m. Charl Schwartzel. „Í hvert skipti sem ég hitti ekki flöt, náði ég mér ekki á strik og í kjölfarið átti ég þrjú þrípútt af stuttu færi.“ „Það var erfitt að sjá hvernig ég spilaði síðustu 4 holurnar. Þær voru kjörið Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin 2015 (4): Ragnhildur Íslandsmeistari stúlkna
Íslandsmótið í höggleik á Íslandsbankamótaröðinni fór fram 17.-19. júlí s.l. Í stúlknaflokki voru 14 þátttakendur. Að loknum 3 hefðbundum hringjum voru GR-ingarnir Ragnhildur Kristinsdóttir og Saga Traustadóttir efstar og jafnar; báðar á 12 yfir pari, 228 höggum. Það varð því að koma til 3 holu umspils og þar hafði Ragnhildur betur. Íslandsmeistari í höggleik stúlkna er því Ragnhildur Kristinsdóttir, úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Sjá má heildarúrslit í stúlknaflokki hér að neðan: 1 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 4 F 37 41 78 6 79 71 78 228 12 2 Saga Traustadóttir GR 6 F 37 39 76 4 76 76 76 228 12 3 Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK 8 F 42 40 82 10 75 79 82 Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin 2015 (4): Hlynur Íslandsmeistari pilta í höggleik
Íslandsmótið í höggleik á Íslandsbankamótaröðinni fór fram 17.-19. júlí s.l. Í piltaflokki voru 41 þátttakandi, sem lauk keppni. Íslandsmeistari í höggleik pilta er Hlynur Bergsson, úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hlynur lék á samtals 8 yfir pari, 224 höggum (75 71 78). Sjá má heildarúrslit í piltaflokki hér að neðan: 1 Hlynur Bergsson GKG 4 F 38 40 78 6 75 71 78 224 8 2 Hákon Örn Magnússon GR 5 F 35 38 73 1 77 75 73 225 9 3 Henning Darri Þórðarson GK 2 F 33 40 73 1 78 74 73 225 9 4 Eggert Kristján Kristmundsson GR 3 F 36 41 77 5 74 74 Lesa meira
Mickelson gekk vel þar til…
Bandaríska kylfingnum Phil Mickelson gekk vel á Opna breska þar til kom að hinni frægu „Road Hole“ á St. Andrews, þ.e. 17. holunni. Þar sló hann boltanum í teighöggi sínu upp á svalir nærliggjandi hótels. Sjá má atvikið og frétt Washington Post þar um með því að SMELLA HÉR:
LEK: Þórdís og Gauti Íslandsmeistarar
Þórdís Geirsdóttir, GK og Gauti Grétarsson,NK og, urðu Íslandsmeistarar eldri kylfinga en Íslandsmóti lauk í Vestmannaeyjum, sunnudaginn 19. júlí 2015. Efstu menn í flokkunum 4 urðu eftirfarandi: Konur 50+ 1. Þórdís Geirsdóttir 217 högg 2. Steinunn Sæmundsdóttir 242 högg 3. María M. Guðnadóttir 249 högg Karlar 55+ 1. Gauti Grétarsson 221 högg 2. Sigurður Hafsteinsson 223 högg 3. Skarphéðin Skarphéðinsson 225 högg Konur 65+ 1. Sigrún M. Ragnarsdóttir 279 högg 2. Inga Magnúsdóttir 297 högg 3. Katrín L. Magnúsdóttir 306 högg Karlar 70+ 1. Viktor I. Sturlaugsson 243 högg 2. Jóhann Peter Andersen 246 högg 3. Dónald Jóhannesson 252 högg
Zach Johnson sigurvegari Opna breska e. bráðabana v/Leishman og Oosthuizen
Bandaríski kylfingurinn Zach Johnson sigraði nú í kvöld á Opna breska risamótinu. Hann, Louis Oosthuizen og Marc Leischman voru efstir og jafnir eftir 4 reglulega hringi. Allir léku þremenningarnir á 15 undir pari 273 höggum Því varð að fara fram bráðabani og þar hafði Zach betur en hinir. Jordan Spieth var aðeins 1 höggi frá mögulegum sögulegum sigri. Til þess að sjá lokastöðuna á Opna breska SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Henning Darri Þórðarson – 20. júlí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Henning Darri Þórðarson. Henning Darri er fæddur 20. júlí 1998 og er því 17 ára í dag!!! Henning Darri er í Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði (GK). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Fred „Butch“ Baird 20. júlí 1936 (79 ára); Betty Burfeindt, 20. júlí 1945 sigurvegari LPGA Championship (70 ára); Þórleifur Gestsson, 20. júlí 1966 (49 ára); Aslaug Fridriksdottir, 20. júlí 1968 (47 ára)Thomas Cregg Scherrer, 20. júlí 1970 (45 ára); Sophie Sandolo 20. júlí 1976 (39 ára); James Bongani Kamte, 20. júlí 1982 (33 ára); Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir (31 árs); Baldur Friðberg Björnsson, 20. júlí 1990 (25 ára ); Birgitta R Birgis; Ultra-Mega Technobandið Stefán (24 Lesa meira
Áskorendamót Íslandsbanka 2015 (4): Páll Birkir sigraði í drengja og Yngvi Marinó í piltaflokki
Aðeins 1 þátttakandi var í bæði drengja- og piltaflokki á 4. móti Áskorendamótaraðarinnar 18. og 19. júlí 2015 og tóku þeir því gullið. Í drengjaflokki varð því Páll Birkir Reynisson úr Golfklúbbi Reykjavíkur í 1. sæti. Páll Birkir spilaði á 189 höggum (97 92) Og í piltaflokki sigraði Yngvi Marínó Gunnarsson úr Golfklúbbi Selfoss. Sigurskor Yngva Marínó var 193 högg (101 92).










