Evróputúrinn: Willett sigraði í Sviss
Englendingurinn Danny Willett sigraði á Omega European Masters. Willett lék á samtals 17 undir pari, 263 höggum (65 62 71 65). Í 2. sæti varð Matthew Fitzpatrick frá Englandi á samtals 16 undir pari. Í 3. sæti varð síðan enn einn Englendingurinn Tyrell Hatton á samtals 15 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Omega European Masters SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á Omega European Masters SMELLIÐ HÉR:
GBO: Anton Helgi sigraði í Jakob Valgeir mótinu
Jakob Valgeir mótið fór fram hjá Golfklúbbi Bolungarvíkur í gær, 25. júlí 2015. Sigurvegari í mótinu varð klúbbmeistari GÍ, Anton Helgi Guðjónsson, en hann lék á 70 höggum. Í 2. sæti varð Ragnar Þór Ragnarsson, GKG á 74 höggum og í 3. sæti varð heimamaðurinn Janusz Pawel Duszak, GBO en hann lék seinni 9 á færri höggum en Elías Ari Guðjónsson, GÍ og Jón Hjörtur Jóhannesson, GÍ, sem einnig léku á 79 höggum. Þess mætti geta að dóttir Ragnars Þór, Alma Rún tók einnig þátt í mótinu og sigraði í unglingaflokki og tók einnig nándarverðlaun!!! Sjá má úrslitin úr Jakob Valgeir mótinu á Bolungarvík hér að neðan: 1 Anton Helgi Guðjónsson Lesa meira
PGA: Hearn efstur e. 3. dag Opna kanadíska
Heimamaðurinn David Hearn er efstur eftir 3. dag RBC Canadian Open (Opna kanadíska) Hearn er búinn að leika á 15 undir pari, 201 höggi (69 64 68). Í 2. sæti eru Bubba Watson og Jason Day, 2 höggum á eftir á 13 undir pari, hvor. Bandaríkjamennirnir Brooks Koepka og Michael Putnam deila síðan 4. sætinu á 12 undir pari, hvor. Fylgjast má með stöðunni á RBC Canadian Open með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Fitzpatrick og Willett efstir f. lokahringinn í Sviss
Það eru Englendingarnir Matthew Fitzpatrick og Danny Willett, sem eru efstir og jafnir fyrir lokahring Omega European Masters mótsins í Crans-sur-Sierre í Sviss. Það eru ekki margir sem kannast við Fitzpatrick og því má sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: Báðir hafa leikið á samtals 12 undir pari, 198 höggum; Fitzpatrick (69 65 64) og Willett (65 62 71). Í 3. sæti er Frakkinn Raphaël Jacquelin aðeins 1 höggi á eftir þ.e. á 11 undir pari. Sjá má hápunkta 3. dags á Omega European Masters með því að SMELLA HÉR: Fylgjast má með lokahringnum á Omega European Masters með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingar dagsins: Sirrý og Viðar Örn – 26. júlí 2015
Það eru Sirrý Arnardóttir, móðir Haraldar Franklín Magnús, og Viðar Örn Ástvaldsson, sem eru afmæliskylfingar dagsins. Þau eru bæði fædd 26. júlí 1965 og eiga því 50 ára stórafmæli í dag! Viðar Örn er í Golfklúbbi Bíldudals. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með stórafmælin hér að neðan: Sirrý Arnardóttir (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Viðar Örn Ástvaldsson (Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mick Jagger 26. júlí 1943 (72 ára); Guðmundur Arason, 26. júlí 1956 (59 ára); Þorsteinn Gíslason, 26. júlí 1947 (68 ára)Allen Doyle, 26. júlí 1948 (67 ára); Hulda Soffía Hermanns, GK, Lesa meira
GKB: Sesselja sigraði í Gullmóti Hansínu Jens
Gullmót Hansínu Jens, sem er opið kvennamót, var haldið í Kiðjabergi laugardaginn 25. júlí í blíðskaparveðri. Keppendur voru almennt mjög ánægðir með mótið, völlinn og fyrirkomulag mótsins. Sesselía Erla Árnadóttir sigraði í punktakeppni og Soffía Ákadóttir hafnaði í öðru sæti. Þetta var síðasta mótið sem haldið er í nafni Gullsmiðju Hansínu Jens og þakkar GKB henni samstarfið á liðnum árum. GKB hefir samið við nýjan styrktaraðila fyrir komandi ár og verður því jafn veglegt kvennamót að ári og verður það kynnt nánar síðar. Að móti loknu var keppendum boðið upp á hvítvín /rauðvín, Kið- Bergs bjór og gos eða kaffi að eigin vali og var þetta í boði Ölgerðar Egils. Verðlaun Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2015 (5): Signý m/ 2 högga forskot f. lokahringinn
Signý Arnórsdóttir GK, er með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn á Íslandsmótinu í golfi í kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni. Signý er á +4 samtals en miklar sviptingar voru á þriðja hringnum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Sunna Víðisdóttir úr GR eru á +6 en Sunna var með fjögurra högga forskot þegar mótið var hálfnað í gær. „Ég var að slá vel og hefði átt að getað nýtt fleiri fugla færi. Mér líður vel og ég er ósköp róleg yfir þessu öllu saman. Markmiðið er að hafa gaman að þessu. Ég hef aldrei verið í þessari stöðu áður en það breytir engu. Ég mæti með sama skipulag og ætla að halda áfram Lesa meira
Vitni hneykslað á Allenby
Kaddý, sem var vitni að rifrildi Robert Allenby og kaddýsins hnas á Opna kanadíska er hneykslaður á hvernig Allenby kom fram við kaddýinn sinn, Mike Middlemo Kaddýinn Simon Clarke fylgdist með rifrildi Allenby og Middlemo á fimmtudaginn vegna þess að hann var að vinna fyrir annan kylfing í ráshópnum SJ Park. Allenby rak Middlemo síðan á 4. holu, sem var par-5 13. holan á Glen Abbey, en hinn 44 ára Allenby hélt því fram að hann og kaddý hans hefðu rifist um kylfuval í aðhöggi, sem var of stutt og lenti í á og leiddi til þrefalds skolla. Clarke hefir að sögn þekkt Allenby í 2 áratugi og sagðist aðeins Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2015 (5): Þórður Rafn jafnaði vallarmetið og er m/ 3 högga forstot f. lokahringinn
Þórður Rafn jafnaði vallarmetið og er með þriggja högga forskot Þórður Rafn Gissurarson úr GR jafnaði vallarmetið í dag á Garðavelli þegar hann lék á 66 höggum eða 6 höggum undir pari á þriðja keppnisdegi á Íslandsmótinu í golfi. Þórður er með þriggja högga forskot á Axel Bóasson úr GK fyrir lokahringinn. Þórður er á -10 samtals en hann lék á 67 höggum á fyrsta hringnum og 73 höggum í gær. Axel er á -7 samtals en hann lék á einu höggi undir pari í dag eða 71 höggi eftir að hafa leikið tvo fyrstu hringina á 69 höggum. Ólafur Björn Loftsson úr GKG er þriðji á -3 samtals en Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Cheyenne Woods – 25. júlí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Cheyenne Nicole Woods, frænka Tiger og fyrrum liðsfélagi Ólafíu Þórunnar í Wake Forest. Cheyenne fæddist í Phoenix, Arizona, 25. júlí 1990 og á því 25 ára stórafmæli í dag. Hún er dóttir Earl Dennison Woods Jr., eldri bróður Tiger Woods. Afi hennar Earl Woods eldri var fyrsti þjálfarinn hennar. Cheynne spilaði golf með golfliði Xavier College Preparatory og sigraði ár eftir ár Arizona 5A State Championships árin 2006 og 2007. Cheyenne útskrifaðist frá Wake Forest University 2012 þar sem hún spilaði golf með Demon Deacons. Cheyenne hefir sigrað á meira en 30 áhugamannamótum. Árið 2009 þáði hún boð styrktaraðila til þess að spila á LPGA móti, the Lesa meira










