Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2015 | 14:00

GH: Arnar Vilberg, Jóhanna og Karl Hannes sigruðu á Opna Goða Mærudagsmótinu

Sl. laugardag, 25. júlí, fór fram Opna Goða Mærudagsmótið á Katlavelli á Húsavík. Þátttakendur voru 74 og 71 lauk keppni, þar af 14 kvenkylfingar. Keppnisform var höggleikur karla og kvenna sem og punktakeppni í einum opnum flokki. Veitt voru þrenn verðlaun í fyrrgreindu tveimur flokkunum og sex verðlaun í punktakeppninni og voru öll verðlaunin frá Norðlenska. Auk þess var dregið úr skorkortum. Úrslitin í Opna Goða Mærudagsmótinu voru eftirfarandi: Höggleikur karla 1 Arnar Vilberg Ingólfsson GH 4 F 40 37 77 7 77 77 7 2 Karl Hannes Sigurðsson GH 6 F 39 38 77 7 77 77 7 3 Ólafur Auðunn Gylfason GÓ 2 F 38 41 79 9 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2015 | 13:00

Golfsveifla Adam Scott – Myndskeið

Golf Digest hefir krufið golfsveiflu Adam Scott og segir sá sem dæmir hana, Claude Harmon, að sér þyki sveifla Scott vera ein sú besta í heiminum. Hann noti t.a.m. fótleggi sína betur en flestir aðrir. Harmon segir að það sem honum líki einna best sé að Scott noti jörðina til þess að ná fram krafti og hraða í sveiflu sína. Sveiflan er falleg og í fullkomnu jafnvægi. Sjá má sveiflu Adam Scott og greiningu Harmon, með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2015 | 12:00

GH: Sigurður og Birna Dögg klúbbmeistarar 2015

Meistaramót Golfklúbbs Húsavíkur (GH) fór fram dagana 8.-11. júlí 2015. Þátttakendur í ár voru 17. Klúbbmeistarar GH 2015 eru Sigurður Hreinsson og Birna Dögg Magnúsdóttir. Sjá má heildarúrslit meistaramóts GH 2015 hér að neðan: 1. flokkur karla 1 Sigurður Hreinsson GH 5 F 40 41 81 11 77 81 75 81 314 34 2 Unnar Þór Axelsson GH 3 F 39 41 80 10 76 78 85 80 319 39 3 Karl Hannes Sigurðsson GH 6 F 41 43 84 14 77 80 80 84 321 41 4 Benedikt Þór Jóhannsson GH 7 F 41 40 81 11 78 82 85 81 326 46 5 Arnar Vilberg Ingólfsson GH 4 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2015 | 11:00

Kaddý Allenby segir hann ljúga um Hawaii-atvikið

Mike Middlemo, fyrrum kaddý Robert Allenby hefir sagt að hann trúi því ekki að Allenby hafi verið sleginn og honum rænt á Hawaii fyrr á árinu. Allenby, 44 ára, komst í fréttirnar fyrr á árinu þegar myndir af honum skrámuðum og bólgnum fóru eins og eldur í sinu um golffréttaheima. Allenby hélt því fram að sér hefði verið byrlað ólyfjan, hann hefði verið barinn, honum rænt og síðan öllu stolið af honum eftir að hafa varið kvöldinu í Honolulu í janúar s.l.  Hann hélt því hins vegar einnig alltaf fram að hann myndi ekki svo mikið eftir hvað gerðist nákvæmlega. Vitni komu fram og var framburður þeirra ósamhljóða Allenby, en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2015 | 10:00

GEY: Magnús og Þórhildur klúbbmeistarar 2015

Meistaramót Golfklúbbsins Geysis fór fram dagana 21.-22. júlí s.l. Þátttakendur í ár voru 11 – 10 karl- og 1 kvenkylfingur. Klúbbmeistarar GEY 2015 eru Magnús Bjarnason og Þórhildur Þorleifsdóttir. Heildarúrslit í meistaramóti Golfklúbbsins Geysis (GEY) 2015 voru eftirfarandi: 1. flokkur karla 1 Magnús Bjarnason GEY 6 F 46 41 87 15 84 87 171 27 2 Björn Halldórsson GEY 4 F 42 46 88 16 84 88 172 28 3 Pálmi Hlöðversson GEY 7 F 44 45 89 17 93 89 182 38 2. flokkur karla 1 Gylfi Geir Guðjónsson GEY 12 F 42 45 87 15 92 87 179 35 2 Arnar Jónsson GR 12 F 45 45 90 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2015 | 08:00

GR: Bjarki og Stefán Þór sigruðu í Opna GR/Heineken 2015

Opna GR/Heineken mótið fór fram um helgina á Korpúlfsstaðavelli. Leikin var betri bolti punktakeppni, tveir leikmenn saman í liði. Heildarverðmætti vinninga var yfir 1.000.000 kr. Enda var mótið alveg fullt. Samtals 14 efstu liðin fengu verðlaun. Í mótslok fékk liðið sem endaði í fyrsta sæti að velja verðlaun af verðlaunaborði, síðan annað sæti svo koll af kolli. Bjarki Ásgeirsson GSF og Stefán Þór Steinsen GR unnu með yfirburðum, þeir voru með 98 punkta í heildina. Glæsileg spilamennska! 14 efstu sætin voru eftirfarandi: 1. Bjarki Ásgeirsson GSF og Stefán Þór Steinsen GR 98 punktar 2. Jón Ingþórsson GR og Kristinn Ólafsson GR 95 punktar 3. Sigurþór Þórólfsson GR og Elías Beck Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2015 | 07:00

Íslensku krakkarnir luku leik á European Young Masters

European Young Masters lauk s.l. laugardag en mótið, sem fór fram í Domaine Impérial golfklúbbnum stóð dagana 23.-25. júlí. Keppt var í pilta- og stúlknaflokki og voru þátttakendur Íslands tveir piltar og tvær stúlkur. Kristján Benedikt Sveinsson, GA, lék langbest íslensku þátttakandanna í mótinu; var á samtals 8 yfir pari, 226 höggum (75 71 78) og lauk keppni T-17.  Arnór Snær Guðmundsson GHD varð í 45. sæti en hann lék á 25 yfir pari, 241 höggi (79 82 80). Af stúlkunum stóð sig best Ólöf María Einarsdóttir, GHD en hún varð T-38 á samtals 25 yfir pari 241 höggi (77 84 80), en Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR var í 51. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2015 | 03:00

LPGA: Lexi sigraði á Meijer mótinu!

Bandaríski kylfingurinn Lexi Thompson náði upp 4 högga forskoti sem Lizette Salas hafði fyrir lokadaginn og stóðst áhlaup Gerinu Piller, sem var að reyna að vinna 1. titil sinn á LPGA, þ.e. á Meijer LPGA Classic í Grand Rapids, Michigan. Lexi lauk lokahringnum á 6 undir pari, 65 höggum þar sem hún fékk m.a. fugl á 5 af fyrstu 8 holum sínum. Samtals lék Lexi á 18 undir pari, 266 höggum. Salas og Piller urðu jafnar í 2. sæti og átti Piller m.a. stórkostlegan lokahring upp á 7 undir pari þar sem hún fékk m.a. 8 fugla. Fyrsti sigurinn hlýtur bara að vera handan við hornið hjá Piller, en þetta var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2015 | 19:00

Eimskipsmótaröðin 2015 (5): Signý og Þórður Íslandsmeistarar í höggleik!!!

Signý Arnórsdóttir úr Keili og Þórður Rafn Gissurarson úr GR fögnuðu sigri á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Garðavelli á Akranesi. Þetta eru fyrstu Íslandsmeistaratitlar þeirra og settu þau bæði mótsmet. Gríðarleg spenna var á lokahringnum í kvennaflokki þar sem Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL var aðeins einu höggi á eftir. Signý var með tveggja högga forskot fyrir lokahringinn en hún lék á 69 höggum í dag eða -3 en Valdís Þóra hjó nærri vallarmetinu með því að leika á 67 höggum í dag eða -5. Signý lék hringina fjóra á +1 samtals en Valdís var höggi á eftir. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 26. 2015 | 18:00

PGA: Dagur Day kominn!!! Sigraði!!!

Það var Jason Day sem sigraði í RBC Canadian Open. Day lék á samtals 17 undir pari, 271 höggi (68 66 69 68). Til þess að sjá viðtal við Day eftir sigurinn SMELLIÐ HÉR:  Í 2. sæti varð Bubba Watson, einu höggi á eftir og í 3. sæti varð heimamaðurinn David Hearn á samtals 15 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR: