John Daly: „Vantar karaktera í golfið“
John Daly tekur þátt í 1. móti Saltire Energy Paul Lawrie Match Play, sem hefst í dag í útjaðri Aberdeen, í Skotlandi, en eins og segir er þetta í fyrsta sinn sem mótið fer fram. Daly gaf fréttamönnum 10 mínútna viðtal, þar sem hann talaði m.a. um skort á persónuleika leikmanna golfsins í dag vegna þess hversu allt virðist orðið vélrænt og hvernig Bandaríkjamenn gætu aftur sigrað í Ryder-bikarskeppninni og hvernig hann ætlaði að sleggjast um völlinn í Aberdeen með nýju kylfunum sínum, sem ekki komu á sama tíma og hann. „Þetta snýst allt um fólkið sem sigrar,“ sagði Daly aðspurður hvort það skorti karektera í golfið. „Rickie Fowler hefir mikinn persónuleika Lesa meira
Hull sigraði á Turnberry 9 ára
Unga, enska Solheim Cup stjarnan Charley Hull spilaði ekki á Ricoh Women’s British Open árið 2002 þegar það fór fram á Turnberry síðast, en hún veit hvernig tilfinning það er að sigra á vellinum. Í dag hefst einmitt á Turnberry 3. risamót kvennagolfsins, Opna breska kvenrisamótið (Ricoh Women’s British Open). Þegar hún var 9 ára fór hún illa með konuna sem var að reyna að vinna hana í lokinn á bresk/írsku áhugamannamóti. „Hún var 35 ára,“ sagði Hull. Hull, sem nú er 10 árum eldri (19 ára) man eftir hluta af þessari viku, en það mun reyndar ekki hjálpa henni mikið taktískt í þessari viku. „Ég ætla að reyna að nálgast Lesa meira
GSG: Daníel sigraði í Styrktarmóti A sveitarinnar
Í gær, 29. júlí 2015, fór fram Styrktarmót til styrktar A sveitar GSG í sveitarkeppni GSÍ, en mótið fer að þessu sinni fram í Bolungarvík. Það voru 21 skráðir í mótið og 16 luku keppni. Sigurvegari var Daníel Einarsson, en hann lék Kirkjubólsvöll á 34 punktum. Heildarúrslit í Styrkarmóti A sveitar GSG voru eftirfarandi: 1 Daníel Einarsson GSG 9 F 15 19 34 34 34 2 Magnús Ríkharðsson GSG 8 F 16 17 33 33 33 3 Sveinn Hans Gíslason GSG 8 F 13 19 32 32 32 4 Atli Þór Karlsson GSG 8 17 32 32 5 Páll Marcher Egonsson GSG 11 F 16 16 32 32 32 6 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Signý Marta Böðvarsdóttir. Signý Marta er fædd 29. júlí 1970 og er því 45 ára í dag. Hún er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Signý Marta er góður kylfingur og hefir m.a. staðið sig vel í púttmótaröðum GR-kvenna. Hún er kvænt Páli Gunnari Pálssyni og er móðir verðandi stórkylfings Böðvars Pálssonar. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Signý Marta Böðvarsdóttir · 45 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Max Faulkner f. 29. júlí 1916 – d. 26. febrúar 2005; Friðrik Sigurðsson, GS, 29. júlí 1969 (46 ára); Harrison Lesa meira
Drullaðu þér vestur!
Drullaðu þér Vestur er eitt af einkunarorðum þeirra Mýraboltamanna, það eru orð að sönnu, hver kannast ekki við tilfinninguna um að koma Vestur og fá að upplifa stemminguna í Tungudalnum, þar sem ærslafullt ungt fólk fær útrás fyrir hreyfiþörfina. Þeir sem nenna ekki að vera drullugir uppfyrir haus, en langar samt að vera hluti af þessari gleði, geta tekið þátt í golfmóti á vegum GÍ, þú spilar þitt golf í næsta nágrenni við leikvelli Mýraboltans, þú upplifir stemminguna og getur horft yfir svæðið. Þú verður þátttakandi í fjölmennasta Mýraboltamóti í Evrópu og þó víðar væri leitað. Sjá má myndskeið frá Mýrarboltamótinu 2014 með því að SMELLA HÉR: Keppt verður í Lesa meira
Atvinnukylfingar fá fullt af fríu stuffi á mótum sem þeir taka þátt í
Ef þið hafið nokkru sinni fylgst með golfmóti á atvinnumannamótaröð og hafið fylgst með alveg frá byrjun þ.e. á mánudegi eða þriðjudegi (flest mót þ.e. keppnin hefst á fimmtudögum) þá taka flestir eftir fullt af golfpokum, sem enginn virðist eiga allsstaðar. Eins og þessir þrír pokar á meðfylgjandi mynd sem voru á Quicken Loans National mótinu. Þeir eru fullir af Scotty Cameron pútterum, sem kosta í smásölu $350. En þetta eru allt frumgerðir (þ.e. prototypur) og þeir eru miklu dýrari og er hægt að nálgast t.a.m. á eBay og kosta þar meir en $1,000 (þ.e. u.þ.b. 130.000). Það er enginn einn leikmaður sem á alla pokanna – þeir eru eign golfvörufyrirtækjanna og Lesa meira
Fjölskylda 1. þeldökka atvinnukylfingsins ákærð fyrir þjófnað
Sonur og fyrrum tengdadóttir, 1. þeldökka atvinnukylfingsins sem keppti á PGA Tour, Charlie Sifford voru í gær, þriðjudaginn 28. júlí ákærð fyrir að hafa stolið meira en $1 milljón af honum. Sifford keppti fyrstur þeldökkra 1961 á PGA Tour og var sá fyrsti til að hljóta kortið sitt á þeirri mótaröð og varðaði þannig veginn fyrir aðra þeldökka kylfinga m.a. Tiger Woods. Craig og Sandra Sifford voru búinn að stela peningum gamla mannsins í meira en 4 ár, eða yfir tímabil allt frá árinu 2010. Þau eyddu peningunum síðan í ferðalög, í það að fara út að borða, dýr föt, skartgripi og það að gera endurbætur á húsi sínu skv. Lesa meira
Svindlaði ZJ á Opna breska?
Eftir lokahring Opna breska risamótsins fékk R&A fullt af spurningum um hvort Zach Johnson (skammst. ZJ) hefði ekki svindlað þegar hann þrýsti niður einhverju sem var í púttlínu hans á 18. flöt, en milljónir manna fylgdust með þessu athæfi hans í beinni. Þetta varð til þess að R&A sá sig knúið til að birta eftirfarandi á heimasíðu sinni: „Í fyrstu var Johnson ekki viss hvort skemmdir í púttlínu hans væru gömul holuför þannig að hann kallaði á dómara til þess að ráðfæra sig hvað rétt væri að gera. Með aðstoð dómara (sem leitaði álits enn annars dómara) var komist að því að þetta væru virkilega gömul holuför og Johnson var Lesa meira
Verst klæddu á risamótum í ár
Það er af og til sem birtast greinar, þar sem eru samantektir um verst klæddu kylfinga á einhverjum tímabilum. YouGolfTravel hefir tekið saman í máli og myndum, það sem að þeirra mati eru verst klæddu kylfingarnir á risamótunum í ár. Aumingja John Daly er fastagestur á slíkum listum. Það er eiginlega svindl því það er löngu búið að vinna sér hefð að John Daly hefir bara sinn eiginn litskrúðuga, skræpótta stíl, sem mörgum líkar bara vel við. Aðrir sjást líka aftur og aftur eins og t.a.m. jafnvinsæll kylfingur og Rickie Fowler. Þetta er bandarísku kylfingarnir á listanum. Aðrir annarsstaðar úr heiminum lenda líka á honum t.a.m. Ian Poulter og Sir Lesa meira
GSÍ: Yfirlýsing
Í aðdraganda Íslandsmótsins í golfi, sem nýverið fór fram á Akranesi, óskaði Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur Íslandsmeistari, eftir heimild mótsstjórnar til að fá að notast við golfbíl í mótinu vegna veikinda. Mótsstjórn synjaði honum um heimildina þar sem notkun golfbíla hefur ekki verið heimiluð í keppni á efsta keppnisstigi hjá golfsambandinu. Sama afstaða var tekin á golfmóti á stigamótaröð golfsambandsins í júní sl. þegar öðrum keppanda, Kára Hinrikssyni, var synjað um heimild til notkunar golfbíls á sömu forsendum. Í keppnisskilmálum Íslandsmótsins er gert ráð fyrir því að veita megi keppendum heimild til notkunar golfbíla. Undantekningarskilyrðin eru þó ekki tiltekin sérstaklega og því undir mótsstjórn hvers móts komið hvort hún samþykkir beiðnir Lesa meira









