Bolti í holu
Skemmtigarðurinn opnaði glæsilegan fótboltagolfvöll, þann 26. júní s.l. Fyrsti hringurinn var keppni á milli landsliðsmanna í fótbolta og landsliðsmanna í golfi. Meðal þeirra sem kepptu voru Birgir Leifur Hafþórsson, Ólafur Björn Loftsson, Eiður Guðjónsson og Alfreð Finnbogason. Eiður tók fyrsta sparkið á vellinum. Í tilkynningu frá Skemmtigarðinum segir að fótboltagolf sé skemmtileg afþreying sem henti fyrir bæði kyn, allan aldur, hópa sem og einstaklinga. Allt upp í sex manns geta spilað saman í hverri braut. Hver þátttakandi fær einn fótbolta, stillir honum upp og sparkar, en sá sigrar sem fer brautina í fæstum spörkum.
Guðbjörg Erna, Ragnheiður og Birna sigruðu í vinkvennamóti GK og GO – Bikarinn áfram hjá GK – Matthildur fór holu í höggi!!!
Seinna vinkvennamót GK og GO fór fram á Urriðavelli í 29. júlí 2015 og tóku 103 konur þátt í mótinu. Þær sem skipa sér í fyrstu þrjú sætin voru allar á 72 höggum samanlagt úr báðum mótunum en úrslitin eru: 1. Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir GK 2. Ragnheiður Ríkharðsdóttir GK 3. Birna Bjarnþórsdóttir GO Anna Jódís Sigurbjörnsdóttir GK var með lægsta samanlagt skor bæði mótin, samtals 161 högg. Hulda Soffía Hermannsdóttir var n æst holu á 8. braut og Matthildur Helgadóttir gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 13. braut. Golf 1 óskar Matthildi til hamingju með draumahöggið!!! Keiliskonur héldu bikarnum en það munaði þremur punktum á liðunum Lesa meira
GR: Sveit eldri karla í GR valin f. sveitakeppni GSÍ 2015
Sveitakeppni eldri kylfinga í karlaflokki fer fram á Öndverðanesvelli 21. til 23. ágúst nk. Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til að spila fyrir hönd Golfklúbbs Reykjavíkur árið 2015. Karlasveit GR Einar Long Hannes Eyvindsson Hörður Sigurðsson Jón Haukur Guðlaugsson Óskar Sæmundsson Rúnar Gíslason Sigurður H.Hafsteinsson Liðsstjóri: Garðar Eyland
Evróputúrinn: Staðan e. 1. dag í Saltire Energy Paul Lawrie holukeppninni
Mót vikunnar á Evróputúrnum er nýtt af nálinni en það er Saltire Energy Paul Lawrie holukeppnin. Nokkuð óvenjulegt er að keppnisform á Evrópumótaröðinni sé holukeppni. Þó er það keppnisform einna upprunalegast í golfinu. Meðal keppenda er John Daly eins og Golf 1 var áður búið að minnast á í dag og gekk honum vel en hann vann leik sinn gegn Spánverjanum Jorge Campillo. Sjá má stöðuna eftir 1. dag í Saltire Energy Paul Lawrie holukeppninni með því að SMELLA HÉR:
Hyo Joo Kim leiðir e. 1. dag Opna breska
Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu leiðir eftir 1. dag Opna breska kvenrisamótsins, sem fram fer á Turnberry í Skotlandi. Hyo Joo lék á 7 undir pari, 65 höggum. Hyo Joo er fremur óþekktur kylfingur en hún er fædd 14. júlí 1995 og því nýorðin 20 ára. Hún komst fyrst upp á golf-stjörnuhimininn þegar hún sigraði á 1. Evian Masters 5. kvenrisamótinu í fyrra, 2014. Í 2. sæti eru sú sem leiddi framan af degi, fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Lydia Ko og bandaríski kylfingurinn Cristie Kerr. Báðar eru aðeins 1 höggi á eftir Hyo Joo. Til þess að sjá stöðuna á Opna breska kvenrisamótinu SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Rúnar Hallgrímsson – 30. júlí 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Guðmundur Rúnar Hallgrímsson. Guðmundur Rúnar er fæddur 30. júlí 1975 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Hann er núverandi klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja, en honum tókst að verja titil sinn á Meistaramótinu sem fram fór fyrr í þessum mánuði. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (40 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bergsteinn Hjörleifsson GK, 30. júlí 1962 (53 ára); Graeme McDowell, 30. júlí 1979 (36 ára); Justin Rose, 30. júlí 1980 (35 ára); Nino Bertasion, 30. júlí 1988 (27 ára); Louise Lesa meira
GKG: 3 keppa í Austurríki
Þrír kylfingar úr GKG keppa á 2015 Inter. Amateur Meisterschaft Herren mótinu í Schönborn golfklúbbnum í Austurríki. Þetta eru þeir: Ragnar Már Garðarsson, Aron Snær Júlíusson og Emil Þór Ragnarsson. Emil Þór fór fyrstur Íslendinganna út í morgun kl. 6:40 að íslenskum tíma; en síðan Ragnar Már kl. 6:50 og síðan Aron Snær kl. 7:20. Schönborn er eins og nafnið gefur til kynna afar fagur en jafnframt krefjandi golfvöllur – Um er að ræða skógarvöll í hallarumhverfi. Komast má inn á heimasíðu Schloß Schönborn klúbbsins með því að SMELLA HÉR: Fylgjast má með íslensku keppendunum úr GKG í Austurríki með því að SMELLA HÉR:
Trump: „Ég er nr. 1 meðal s-ameríkanskra innflytjenda“
Svo sem allir golfáhangendur vita hófst Opna breska kvenrisamótið á Turnberry vellinum í Skotlandi í dag. Völlurinn er í eigu Donald Trump, milljarðamærings, sem býður sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hann notaði auðvitað tækifærið og hélt ræðu við setningu mótsins. Eftir það streymdi að honum hópur fréttamanna og spurðu hann spurninga hvernig Trump gengi í kosningabaráttunni. Meðal þess sem Trump sagði er: „Ég er nr. 1 meðal Hispana (þ.e. suður-ameríkanskra innflytjenda í Bandaríkjunum).“ Þetta er nokkuð skondið komment í ljósi þess að Trump lenti í mikil vandræði eftir að hafa viðhaft niðrandi komment um Hispana, sem var til þess að mexíkönsk sjónvarpsstöð m.a. neitaði að sýna frá fegurðarsamkeppni, þar sem Lesa meira
Ko leiðir snemma dags á Opna breska
Í dag hófst á Turnberry í Skotlandi Opna breska kvenrisamótið (Ricoh Women´s British Open). Það er ný-sjálenski kylfingurinn Lydia Ko, sem er í forystu snemma dags. Margar eiga eftir að ljúka keppni og því getur staðan enn breyst. Margar eru jafnvel ekki enn farnar út. Til þess að fylgjast með skortöflu Opna breska SMELLIÐ HÉR:
GSG: Þór Ríkharðsson bætti vallarmetið á Kirkjubólsvelli í 67 högg af gulum!!!
Þór Ríkarðsson, GSG, gerði sér lítið fyrir í gær, 29. júlí 2015 og bætti vallarmetið af gulum teigum á Kirkjubólsvelli. Þór er klúbbmeistari GSG 2015. Hann spilaði völlinn á 67 höggum. Golf 1 óskar Þór til hamingju með þennan glæsilega árangur!!!










