Kynþokkafyllstu kvenkylfingarnir
Á síðasta ári birti girlsofgolf lista yfir kynþokkafyllstu kvenkylfingana. Hver skyldi nú hafa lent efst á þeim lista? Svarið má sjá með því að SMELLA HÉR:
Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Ryann O´Toole (41/45)
Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 6.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Þær sem eru í 1.-20. sæti eru með fullan spilarétt en hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Nú er komið að því að kynna þann kylfing, sem varð í 5. sæti í mótinu; bandaríska kylfinginn Ryann O´Toole. Ryann lék á samtals 8 undir pari, 352 höggum (67 71 73 71 70) á lokaúrtökumótinu. Ryan O´Toole fæddist í Agoura Hills, í Kaliforníu 11. febrúar 1987 og er því 28 ára. O´Toole býr í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hrefna Lúðvíksdóttir – 4. ágúst 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Hrefna Lúðvíksdóttir. Hrefna er í hinum fræga ´52 árgangi fæddist 4. ágúst 1952 og á því 63 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Hrefnu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Hrefna Lúðvíksdóttir (4. ágúst – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Janet Coles, 4. ágúst 1954 (61 árs); Deedee Lasker, (spilaði hér áður fyrr á LPGA) 4. ágúst 1959 (56 ára); Þorgeir Sæberg, 4. ágúst 1961 (54 ára); Hjörtur Þór Unnarsson, GR, 4. ágúst 1966 (49 ára) …. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með Lesa meira
Launahæstu kaddýarnir
Hverjir skyldu nú vera 5 launahæstu kaddýarnir? Það eru ekki bara atvinnumennirnir í golfinu sem græða himinháar fjárhæðir, heldur einnig kylfusveinar þeirra, sem að öllu jöfnu taka 10% af verðlaunafénu. Þekkir einhver Micah Fugitt? Hann er kaddý Billy Horschel og var best launaði kaddýinn á PGA túrnum á s.l. ári; þökk sé sigrum Horschel á BMW Championship og Tour Championship. Sjá má lista yougolftravel yfir 5 launahæstu kaddýana með því að SMELLA HÉR:
GKB: Ísland vann Noreg
Óopinber landskeppni milli Íslands og Noregs var haldin á Kiðjabergsvelli í ágætu veðri fimmtudaginn 30. júli. Þess má geta að íslenska liðið hafði sigur, 252 punktar gegn 192 punktum Norðmanna. Allir skemmtu sér vel og var mikil ánægja með völlinn hjá erlendu gestunum. Það var norska ferðaskirfstofan Landsyn AS, sem eru í eigu íslenskrar fjölskyldu, sem stóð fyrir og skipulagði ferð norsku kylfinganna hingað til lands. „Við völdum í ár að spila tvo hringi á Kiðjabergi og einn hring á höfuðborgarsvæðinu. Í þessari ferð blöndum við saman golfi og upplifun að náttúru Íslands,“ sagði Birna Ingólfsdóttir, einn eigenda norsku ferðaskrifstofunnar. „Takk fyrir frábærar móttökur. Allir í hópnum vilja þakka fyrir Lesa meira
Tiger hækkar sig á heimslistanum
Í fyrsta skipti í 4 mánuði hækkar Tiger sig á heimslistanum….. drumbusláttur ….. Tiger fer úr 266. sætinu upp um 4 sæti í það 262. sæti. Það er í raun ótrúlegt að hugsa út í það, að litið sé á það að fara upp í 262. sætið sem mikla framför af náunga sem var eins og límdur við 1. sætið svo mánuðum skipti. En litið hefir verið á T-18 árangur Tiger á Quicken Loans sem jákvæða þróun fram á við – sérstaklega það að eiga 3 hringi undir 70; jafnvel þó hann hafi verið 10 höggum á eftir sigurvegara Quicken Loans mótsins Troy Merritt, sem er ekki einu sinni eitt Lesa meira
GK: Sveit eldri karla valin
Sveit eldri karla sem keppir í Sveitakeppni GSÍ f.h. Golfklúbbsins Keilis, í Hafnarfirði, hefir verið valin. Við val í sveitina studdist liðsstjóri að miklu leiti við árangur í meistaramóti Keilis og Íslandsmeistaramóti Öldunga sem var haldið í Vestmannaeyjum. Þar að auki fylgdist liðsstjóri með árangri í nokkrum mótum í sumar. Leitast var við að setja saman samhentan hóp sem stefna á, á sem bestan árangur í komandi sveitakeppni GSÍ. Liðsskipan sveitar Keilis: Sigurður Aðalsteinsson Kristján V Kristjánsson Jón Gústaf Pétursson Jóhann Sigurbergsson Guðjón Sveinsson Jón Alfreðsson Þórhallur Sigurðsson Hafþór Kristjánsson Sveinn Jónsson liðstjóri
Lindsey styður Tiger
Lindsey Vonn hefir enn trú á fyrrum kærasta sínum Tiger Woods. Meðan Tiger reynir að komast aftur í fyrra golfform sitt, þá hafa margir velt fyrir sér hvort fyrrum nr. 1 á heimslistanum (Tiger) muni nokkru sinni takast að vinna annað mót til viðbótar þeim fjölda sem hann hefir þegar sigrað í. Það hefir verið eyðimerkurganga sigurlega séð fyrir Tiger frá því hann vann mót síðast 2013 – og á þeim tíma hefir hann verið þjakaður og meiddur m.a. í baki. Hann hefir varla verið meðal topp-10 í þeim síðustu mótum sem hann hefir tekið þátt í. Það sem er enn verra er að hann sem lengi hefir reynt að Lesa meira
GR: Rut, Ásgerður, Elías og Sigurjón sigruðu í Opna Örninn
Opna Örninn golf mótið var haldið á Korpúlfsstaðavelli í gær, 3. ágúst í blíðskapa veðri. Fjöldi þátttakenda í mótinu voru 175 kylfingar að þessu sinni. Sá hluti Korpúlfsstaðavallar sem leikinn var í mótinu var Sjórinn og Áin. Leikfyrirkomulag mótsins var punktakeppni. Veitt voru glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna og fyrir besta skor í karla og kvennaflokki. Nándarverðlaun voru veitt þeim sem var næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3 holum vallarins. Verðlaunahafar geta nálgast verðlaunin sín í Örninn Golfverslun að Bíldshöfða 20 frá og með þriðjudeginum 4. ágúst. Opnunartími er eftifarandi: Virka daga frá 10:00 til 18:00 og á laugardögum er opið frá kl.11:00 Lesa meira
Evróputúrinn: Aphibarnrat sigraði í Skotlandi!
Kiradech Aphibarnrat frá Thaílandi sigraði á Saltire Energy Paul Lawrie holukeppninni í Skotlandi í gær. Hann sigraði Robert Karlson frá Svíþjóð 1&0. Hinn 26 ára Aphibarnrat átti 3 holur þegar aðeins átti eftir að spila 4 holur, en tapaði síðan á 15., 16. og 17. holu áður en hann hélt haus á 18. holu og tryggði sér 3. titil sinn á Evróputúrnum. Um sigur sinn sagði Aphibarnrat m.a.: „Ég var að slá vel og hitti svo vel á fyrri 9 en tapaði síðan svolítið af orku og stjórn.“ „Ég byrjaði að „púlla“ nokkur dræv en ég verð að segja að ég púttaði vel í dag og sökkti mikið af mikilvægum Lesa meira










