Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Auður Elísabet Jóhannsdóttir – 6. ágúst 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Auður Elísabet Jóhannsdóttir, en hún fæddist 6. ágúst 1968 og á því 47 ára afmæli í dag!!!  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Auður Elísabet Jóhannsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Doug Ford, 6. ágúst 1922 (93 ára); Bert Yancey, f. 6. ágúst 1938 – d. 26. ágúst 1994; Pétur Steinar Jóhannesson, 6. ágúst 1942 (73 ára) Tom Inskeep, 6. ágúst 1955 (60 ára stórafmæli) – lék á kandadíska PGA; Indíana Fanndal, 6. ágúst 1960 (55 ára)Michel Besancenay, 6. ágúst 1962 (53 ára); Lauren Cowan, 6. ágúst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2015 | 12:00

WGC: Fylgist með Bridgestone mótinu hér!

Bridgestone heimsmótið hefst í dag á Firestone CC, Akron, Ohio í Bandaríkjunum. Fyrsti ráshópur fer út  kl. 13:25 Fylgjast má með gangi mála á mótinu á skortöflu með því að SMELLA HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2015 | 10:00

GÁS: Auðunn Elvar og Heiður Björk sigruðu á Toppmótinu

Toppmótið var haldið laugardaginn 1.ágúst 2015, en það er seinna mótið af tveimur, sem eru á mótaskrá Golfklúbbsins Ásatúns. Mótið var haldið á glæsilegum Ásatúnsvellinum (5 km frá Flúðum). Mótið hófst með morgunverði kl. 8.00 og síðan var ræst út á öllum teigum kl.9.00 Leiknar voru 18 holur og var mótið opið punktamót með forgjöf. hámarksforgjöf karla 24 og kvenna 28. Verðlaun fyrir besta skor var gjafakort í ísb. kr.30.000 1.sæti karla.gripur og gjafakort isb. kr. 30.000 2.sæti verðlaunagripur 3.sæti verðlaunagripur 1.sæti kvenna .gripur og gjafakort isb.kr.30.000 2.sæti verðlaunagripur 3.sæti verðlaunagripur Einnig vou nándarverðlaun á par 3 brautum og fyrir lengsta dræv á braut 6. Dregið var úr skorkortum að móti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2015 | 08:00

GK: Fjölmennið á styrktarmót kvennanefndar!

Kvennanefnd Keilis sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu:  Styrktarmót kvennanefndar Keilis fer fram mánudaginn 10.08.2015 og gildir skorið í mótaröðinni. Verð er 2,000 eða frjáls framlög og rennur ágóði móts til barnabarns Ingu Magnúsdóttur sem nýlega greindist með hinn illræmda MS sjúkdóm. Verðlaunaafhending verður klukkan 22:00 þannig að gert er ráð fyrir að síðasti mögulegi rástími verði klukkan 18:00 Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin með forgjöf og nándarverðlaun verða á öllum par 3 holum vallarins. Einnig verða veitt verðlaun fyrir efsta sætið á Sveinskotsvelli. Glæsilegir vinningar eru í boði og dregið verður úr skorkortum. Hvetjum allar Keiliskonur til að tryggja sér rástíma og slá tvær flugur í einu höggi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2015 | 03:00

LET Access: Ólafía T-4 í Svíþjóð

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, hóf í gær leik á Norrporten Ladies Open. Mótið fer fram í Sundsvalla GK í Svíþjóð dagana 5.-7. ágúst 2015. Ólafía Þórunn er T-4 eftir 1. hring en hún lék á samtals pari, 71 höggi. Tvær finnskar stúlkur Nykånen og Bakker deila 1. sætinu. Sjá má stöðuna eftir 1. dag Norrporten Ladies Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2015 | 15:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jón Karl Björnsson – 5. ágúst 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Jón Karl Björnsson.  Jón Karl er fæddur 5. ágúst 1975 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síður afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Jón Karl Björnsson (40 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Silla Ólafsdóttir, 5. ágúst 1949 (66 ára); Katsunari Takahashi, 5. ágúst 1950 (65 ára); Ásdís Lilja Emilsdóttir 5. ágúst 1956 (59 ára)Gylfi Rútsson, 5. ágúst 1962 (53 ára); Ólafur Gylfason, golfkennari GA, 5. ágúst 1968 (47 ára); Ragnheiður Stephensen, 5. ágúst 1970 (45 ára); Gauja Hálfdanardóttir, 5. ágúst 1973 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2015 | 13:00

Strákarnir byrja vel á EM

Sex íslenskir áhugakylfingar hófu leik á morgun á Evrópumeistaramóti einstaklinga sem fram fer í Slóvakíu. Haraldur Franklín Magnús úr GR náði frábærum hring þar sem hann tapaði ekki höggi og fékk alls átta fugla. Hann deilir efsta sætinu á 64 höggum. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR lék síðari 9 holurnar á mögnuðu skori í dag, 29 höggum eða 7 höggum undir pari. Hann er samtals á -5 eða 67 höggum en Guðmundur lék fyrri 9 holurnar í dag á 38 höggum eða +2 og er hann jafn í 13. sæti. Guðmundur Ágúst fékk m.a. tvo erni á síðari 9 holunum. Axel Bóasson úr Keili lék einnig vel í dag eða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2015 | 11:00

Djokovic elskar golf!

Nr. 1 í tennisheiminum Novak Djokovic elskar golf. Hann hefir m.a. tvítað: „Ready for Ryder Cup 2016! Captain of @RyderCupEurope, don’t hesitate to call us 😄 “ (Lausleg þýðing: Er tilbúinn fyrir Ryder Cup 2016! Fyrirliði @RyderCupEurope, ekki hika við að hringja í okkur.“ Og Darren Clarke, fyrirliði Evrópuliðsins svaraði Djokovic frá Bahamas: „Your in the team @DjokerNole if your golf is as good as your tennis!! 😜🎾🎾⛳️⛳️ „Lausleg þýðing: Þú ert í liðinu grínarinn þinn ef golfið er eins gott og tennisinn þinn!!!“ Sjá má eldra myndskeið þar sem tennisleikararnir Djokovic og Nadal spila golf SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2015 | 09:00

GKS: Úrslit í Opna Annata

Opna Annata Texas scramble fór fram á Hólsvelli laugardaginn 25. júlí. 9 lið voru skráð til leiks og voru úrslit eftirfarandi: 1. sæti Jóhann Már Sigurbjörnsson og Salmann Héðinn Árnason með 66 högg nettó. 2. sæti Arnar Freyr Þrastarson og Hulda Magnúsardóttir með 68 högg nettó. 3. sæti Þröstur Ingólfsson og Kári Arnar Kárason með 69 högg nettó. Einnig voru veitt nándarverðlaun á par 3 holum og fyrir lengsta drive karla og kvenna á 5. braut.

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 5. 2015 | 07:00

Metfjöldi ísl. kylfinga á EM áhugamanna

Sex íslenskir áhugakylfingar hefja leik í dag, miðvikudaginn 5. ágúst, á Evrópumeistaramóti áhugamanna (European International Amateur Championship) sem fram fer í Slóvakíu. Leikið verður á Penati golfvallasvæðinu þar sem tveir 18 holu vellir eru en Jack Nicklaus hannaði báða vellina. Aðeins stigahæstu kylfingarnir á heimslista áhugamanna fá keppnisrétt á þessu móti og er þetta metfjöldi hjá Íslendingum sem er ánægjuefni. Þeir sem taka þátt fyrir Íslands hönd er: Axel Bóasson (GK), Andri Þór Björnsson (GR), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR), Bjarki Pétursson (GB) og Gísli Sveinbergsson (GK). Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari Íslands er með í för og verður keppendum til halds og trausts. Haraldur Franklín og Ragnar Már Lesa meira