Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2015 | 10:00

GKB: Pálmi fékk brons á ÓL

Pálmi Þór Pálmason, félagi í GKB, vann til bronsverðlauna á Ólympíumóti fatlaðra, Special Olympics, sem fram fóru í Los Angeles í Bandaríkjunum 26. júlí til 2. ágúst. Pálmi lék fjóra hringi í mótinu, 82-75-71-76, og lækkaði forgjöf sína úr 12,0 í 8,8. Hann var á sjötta besta skori allra 200 keppenda á leikunum, sem er frábær árangur!!! Pálmi, sem hefur verið starfsmaður á Kiðjabergsvelli í sumar, hóf keppni í 3. styrkleikaflokki, en eftir gott spil á þriðja hring ,sem hann spilaði á 71 höggi, var hann færður upp um einn styrkleikaflokk. Golf1 óskar Pálma innilega til hamingju með árangurinn í þessu fyrsta stórmóti sem hann tekur þátt í erlendis. Þess má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2015 | 08:00

Michelle Wie ljóshærð

Michelle Wie er orðin ljóshærð og auðvitað þurfti hún að láta alla aðdáendur sína vita af því á Twitter. Þar skrifaði hún: „Loksins búið! Það tók meir en 8 tíma að lita og tóna.  Takk mamma fyrir að hjálpa mér @olaplex fyrir að passa upp á hárið @guy_tang fyrir frábæra kennslu á youtube #SalonWiezy #Hairtransformation #BlondeWiezy“ Auk þess birti Wie meðfylgjandi mynd af sér sem sönnun um ljósu lokkana…. sem troðfyllir alla golffréttamiðla í dag. Sem kunnugt eiga ljóskur að skemmta sér meira. Kannski Wie sé í þörf fyrir það? …. en hún hefir líkt og margir aðrir atvinnukylfingar verið hrjáð af meiðslum þetta árið; þurfti m.a. að draga sig úr Opna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2015 | 07:00

LET: Fylgist m/ Tipsport hér!

Í dag hefst mót vikunnar á LET þ.e. Evrópumótaröð kvenna og fer það fram í Plzen í Tékklandi. Mótið nefnist Tipsport Golf Masters. Fylgjast má með stöðunni með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2015 | 02:10

WGC: Lee efstur e. 1. dag Bridgestone Inv.

Danny Lee, frá Nýja-Sjálandi er efstur eftir 1. dag Bridgestone heimsmótsins, sem hófst í gær 6. ágúst 2015. Lee lék á 5 undir pari, 65 höggum. Í 2. sæti eru Graeme McDowell og Jim Furyk, 1 höggi á eftir þ.e. á 4 undir pari. Rickie Fowler og Justin Rose deila síðan 4. sætinu á 3 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á Bridgestone Inv. SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2015 | 02:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-38 e. 1. dag á Írlandi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf í gær leik á Northern Ireland Open in Association with Sphere Global and Ulster Bank mótinu á Norður-Írlandi. Leikið er á Galgorm kastalavellinum – sjá má heimasíðu vallarins með því að SMELLA HÉR: Birgir Leifur lék á 2 undir pari, 69 höggum og er T-38 e. 1. dag. Fimm kylfingar deila efsta sæti þ.á.m. Bandaríkjamaðurinn John Hahn en allir hafa toppmennirnir leikið á 6 undir pari, 65 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Northern Ireland Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2015 | 01:45

Viðtal GW v/ Guðmund Ágúst

Golfing World tók stutt viðtal við Guðmund Ágúst Kristjánsson, GR,  eftir góðan árangur hans á Evrópumóti áhugamanna á 2. keppnisdegi mótsins. Guðmundur Ágúst var lengi vel í 1. sæti eftir 2. hring mótsins, en er nú T-2, þ.e. deilir 2. sætinu, í lok 2. dags. Sjá má myndskeið af viðtali GW við Guðmund Ágúst með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2015 | 01:00

Guðmundur Ágúst T-2 e. 2. dag EM áhugamanna

Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR er í öðru sæti þegar keppni er hálfnuð á Evrópumeistaramóti einstaklinga sem fram fer í Slóvakíu. Guðmundur er á -12 samtals eftir að hafa leikið á 67 og 65 höggum en Jamie Bower frá Englandi er efstur á -13 samtals. Félagi hans úr GR, Haraldur Franklín Magnús, er einnig í toppbaráttunni en hann lék á 71 höggi í dag og er á -9 samtals (64-71). Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:  Alls eru sex íslenskir kylfingar á meðal keppenda á þessu sterka áhugamannamóti. Sigurvegarinn fær keppnisrétt á Opna breska meistaramótinu á næsta ári en mótið er eitt af fjórum sterkustu áhugamannamótum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2015 | 00:01

LET Access: Ólafía T-5 e. 2. dag í Svíþjóð

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, tekur þátt í Norrporten Ladies Open í Sundsvall, Svíþjóð. Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni Ólafía Þórunn er flogin í gegnum niðurskurð eftir að hafa leikið fyrstu tvo hringina á samtals 1 yfir pari, 143 höggum (71 72) og er T-5 þ.e. deilir 5. sætinu með þeim Oonu Varitainen frá Finnlandi og Nataliu Escoriola Martinez frá Spáni. Efst e. 2. dag er finnska stúlkan Krista Bakker á samtals 5 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Norrporten Ladies Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2015 | 20:00

Bjór-pong golfbrelluhögg

Tveir kappar sýna golfbrelluhögg í meðfylgjandi myndskeiði. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2015 | 18:00

Ökklinn á Rory

Rory McIlroy er að taka hraðari framförum af ökklameiðslum en áður var talið. Hann póstaði myndir af ökkla sér á Instagram; aðra tekna fyrir 4 1/2 viku og þá sést að ökklinn er verulega bólginn og síðan allur marinn og í sárum fyrir 3  1/2 viku. Fótboltaleikurinn sem Rory tók þátt í með vinum sínum er búinn að kosta hann milljónir og e.t.v. nokkra titla a.m.k gat hann ekki verið með á Opna breska og enn óvíst hvort hann verður með á síðasta risamóti ársins, PGA Championship. Af myndunum að dæma er erfitt að trúa að hann sé að snúa aftur, en myndskeið sem Rory birti í gær sýnir hversu langt Lesa meira