Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2015 | 22:00

WGC: Rose og Furyk efstir fyrir lokahring Bridgestone

Það eru Justin Rose og Jim Furyk,  sem eru efstir og jafnir á Bridgestone heimsmótinu fyrir lokahringinn. Rose lék frábært golf á 3. hring; var á 63 höggum; Furyk dugðu 69 högg til að halda efsta sætinu. Samtals eru Rose og Furyk búnir að spila á 9 undir pari, 201 höggi; Rose (67 71 63) og Furyk (66 66 69). Í 3. sæti fyrir lokahringinn er Írinn Shane Lowry á samtals 7 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á WGC Bridgestone Inv. SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2015 | 19:00

Haraldur Franklín lauk leik T-30 og Guðmundur Ágúst T-47 á EM áhugamanna

Haraldur Franklín Magnús GR og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR komust einir Íslendinga í gegnum niðurskurð á Evrópumeistaramóti áhugamanna. Mótið stóð dagana 5.-8. ágúst 2015 og lauk því í dag. Haraldur Franklín lauk keppni á samtals 11 undir pari, 277 högg (64 70 71 72) og lauk keppni T-30. Guðmundur Ágúst varð T-47 á samtals 8 undir pari, 280 högg  (67 65 74 74). Sigurvegari mótsins varð Stefano Mazzoli frá Ítalíu á samtals 19 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Evrópumeistaramóti áhugamanna SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —- 8. ágúst 2015

Afmæliskylfingur dagsins er sigurvegari Opna bandaríska 2012, Webb Simpson. Webb sem í raun heitir James Frederick Simpson fæddist 8. ágúst 1985 og er því 30 ára stórafmæli í dag. Sem áhugamaður var hann í sigursælum liðum Bandaríkjanna í Walker Cup og Palmer Cup 2007. Á háskólaárum sínum spilaði hann með golfliði Wake Forest og var þar á Arnold Palmer golfskólastyrk. Eftir að Simpson gerðist atvinnumaður spilaði hann fyrst á Nationwide Tour (sem nú heitir Web.com Tour ekki þó eftir Webb Simpson 🙂 ) og varð 2 sinnum í 2. sæti þar. Á Q-school PGA Tour varð hann jafn öðrum í 7. sæti árið 2008 og spilaði því að PGA Tour Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2015 | 02:00

Rory með á PGA Championship

Rory McIlroy, nr. 1 á heimslistanum, tilkynnti í gær að hann myndir snúa aftur til keppni í golfinu á síðasta risamóti ársins; PGA Championship. Hann mun verða í ráshóp með Jordan Spieth, sigurvegara á Masters og Opna bandaríska og Zach Johnson, sigurvegara Opna breska. Rory missti af Opna breska vegna þess að hann var í fótbolta með vinum sínum og sneri sig um ökklann. Spurningin er hvort Rory sé ekki að snúa aftur til keppni of fljótt? Hvað sem öðru líður þá póstaði hann mynd úr flugvélinni sem hann var í á leið til Bandaríkjanna, þar sem PGA Championship fer fram:

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2015 | 01:00

LET Access: Ólafía varð T-19

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR hafnaði í 19. sæti á Norrporten Ladies Open í Sundsvall, Svíþjóð, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Ólafía Þórunn lék á samtals 8 yfir pari, 221 höggi (71 72 78). Í efsta sæti varð Olivia Cowan frá Þýskalandi á samtals 4 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Norrporten Ladies Open SMELLIÐ HÉR:  Næsta mót Ólafíu Þórunnar er Larvik Ladies Open í Noregi 11.-13. ágúst 2015.

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2015 | 20:00

Haraldur Franklín T-23; Guðmundur Ágúst T-29 e. 3. dag

Haraldur Franklín Magnús GR og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR komust einir Íslendinga í gegnum niðurskurð á Evrópumeistaramóti áhugamanna. Mótið stendur dagana 5.-8. ágúst 2015. Eftir 3 keppnisdaga er Haraldur T-23 á samtals 11 undir pari (64 70 71) og Guðmundur T-29 á samtals 10 undir pari (67 65 74). Efstur eftir 3. keppnisdaga er Írinn Gary Hurley á samtals 18 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Evrópumeistaramóti áhugamanna SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2015 | 19:45

The Woods Jupiter opnar nk mánud.!

Nýr veitingastaður Tiger Woods, „The Woods Jupiter“ opnar n.k. mánudag, 10. ágúst 2015. Tiger sagði um nýja staðinn og staðsetningu hans í heimabæ sínum, í Jupiter, Flórída: „Ég vildi byggja hann hérna á staðnum og þar sem ég gæti hjálpað við að styðja samfélagið.“ Fyrir þá sem vilja prófa að borða á Woods Jupiter þá er hann í  Harbourside Place og verður til 12. september aðeins opið  á kvöldin fyrir þá sem vilja kvöldmat. Hins vegar mun verða boðið upp á mat í hádeginu frá og með 12. september 2015.

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Andri Páll Ásgeirsson. Andri Páll er fæddur 7. ágúst 1998 og er því 17 ára í dag. Andri Páll er í Golfklúbbnum Keili (GK). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Andri Páll Ásgeirsson · (17 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kolbrún Sævarsdóttir, 7. ágúst 1964 (51 árs); Jodi Figley, 7. ágúst 1969 (46 ára – spilaði á LPGA); Esther Choe, 7. ágúst 1989 (26 ára – bandarísk spilar á LET) ….. og ….. Rósirnar Heilsurækt Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og ððrum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2015 | 14:00

GSÍ: Sveitakeppni um helgina

Á næstu dögum verður mikið um að vera á golfvöllum víðsvegar um landið þar sem úrslitin í Sveitakeppni GSÍ ráðast. Keppt er í fjórum deildum í karlaflokki og tveimur deildum í kvennaflokki. Golfklúbburinn Keilir hefur titil að verja í karla – og kvennaflokki í 1. deild. Flestir af bestu kylfingum landsins hafa verið valdir í keppnissveitirnar sem etja kappi um helgina en keppni hefst föstudaginn 7. ágúst og úrslitin ráðast síðdegis sunnudaginn 9. ágúst. Fylgst verður með gangi mála á Twittersíðu GSÍ og á forsíðu golf.is eru hlekkir á viðkomandi deildir þar sem úrslit leikja eru skráð. Keppni í 1. deild karla fer fram á Hamarsvelli í Borgarnesi þar sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2015 | 12:00

Adidas íhugar sölu á golfvöruhluta sínum

Adidas hefir ráðið fjárfestingarbanka til þess að kanna möguleika á sölu golfvörudeilda sinna þ.e. dótturfyrirtækja sem eiga í erfiðleikum s.s.  Ashworth og TaylorMade, sem m.a. eru styrktaraðilar Justin Rose. Auk þess er dótturfyrirtæki Adidas,  Salomon í vanda. Adidas sagði að það hefði orðið vart við sölufall í golfvörum eins og járnum og tréjárnum. Þrátt fyrir minni sölu er fyrirtækið í gróða vegna vörulína sinna í Reebok og Adidas, en þar fór salan upp um 5% fyrstu 6 mánuði ársins. Salan er metin á €3,9 billjónir og söluhagnaður € 225 milljónir fyrir fyrsta hálfa árið. Fyrirtækið er því langt frá því í vanda statt.