WGC: Lowry sigraði á Bridgestone Inv.
Írinn Shane Lowry sigraði á Bridgestone Inv. í gær. Hann lék best allra á samtals 11 undir pari, 269 höggum (70 66 67 66). Í 2. sæti varð Bubba Watson 2 höggum á eftir, á samtals 9 undir pari. Þriðja sætinu deildu síðan Jim Furyk og Justin Rose, á samtals 7 undir pari, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á WGC Bridgestone Inv. SMELLIÐ HÉR:
GM: Karlasveitin Íslandsmeistari í 1. sinn!
Karlasveit GM varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn, sem hún tók þátt í Sveitakeppni GSÍ, þ.e. í ár!!! GM lék til úrslita gegn GKG í 1. deild karla sem fór fram í Borgarnesi. GM sigraði 3/2 í úrslitaleiknum en Keilir varð í þriðja sæti eftir 4-1 sigur gegn GR. Það var Theodór Emil Karlsson sem tryggði GM sigurinn þegar hann lagði Ólaf Björn Loftsson á 3/2. Áður höfðu Kristján Þór Einarsson og Björn Óskar Guðjónsson landað vinningi fyrir hinn nýstofnaða golfklúbb Mosfellsbæjar. Keppni í 1. deild karla fór fram á Hamarsvelli í Borgarnesi þar sem átta sveitir mættu til leiks. Keppt var í fyrsta sinn í karlaflokki árið 1961. 1. deild Lesa meira
LET: Burkey sigraði á Tipsport
Það var enski kylfingurinn Hannah Burke sem sigraði á fyrsta atvinnumannsmóti sínu, Tipsport Golf Masters, í Golf Park Plzen, í Tékklandi. Hún lék á samtals 13 undir pari, 200 högg (68 68 64). Í 2. sæti varð danska stúlkan Nicole Broch Larsen á samtals 11 undir pari. Þriðja sætinu deildu síðan sænska stúlkan Lina Boqvist og Becky Morgan frá Wales, á samtals 10 undir pari, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á Tipsport Golf Masters SMELLIÐ HÉR:
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur lauk keppni T-53 á Galgorm
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tók þátt í Northern Ireland Open in Association with Sphere Global and Ulster Bank mótinu á Norður-Írlandi, en mótinu lauk í dag, sunnudaginn 9. ágúst 2015. Leikið var á Galgorm kastalavellinum – sjá má heimasíðu vallarins með því að SMELLA HÉR: Birgir Leifur lék á samtals 1 undir pari, 283 höggum (69 69 70 75). Sigurvegari varð Frakkinn Clément Sordet á samtals 17 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Northern Ireland Open SMELLIÐ HÉR:
GR: Sigur í 17. sinn!!!
Golfklúbbur Reykjavíkur tryggði sér sigur í 1. deild kvenna í sveitakeppni GSÍ, sem lauk í dag. Þetta er í 17. sinn sem GR fagnar þessum titli í kvennaflokki. Keppni í 1. deild kvenna fór fram á Hólmsvelli í Leiru og voru þar átta sveitir. Keppt var í fyrsta sinn í kvennaflokki 1982. GR sigraði GK í úrslitaleiknum í kvennaflokknum í 1. deild kvenna 3/2 þar sem Ragnhildur Kristinsdóttir tryggði sigurinn á 19. holu í bráðabana gegn Tinnu Jóhannsdóttur. Úrslitaleikirnir um Íslandsmeistaratitilinn fóru annars á eftirfarandi hátt: Mæðgurnar Ragnhildur Sigurðardóttir, GR og Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR unnu Sigurlaugu Rún Jónsdóttur, GK og Hafdísi Öldu Jóhannsdóttur, GK 7&6 í fjórmenningnum. Í tvímenningsleikjunum sigraði: Íslandsmeistarinn Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Erna Elíasdóttir —- 9. ágúst 2015
Afmæliskylfingur dagins er Erna Elíasdóttir . Erna er fædd 9. ágúst 1949 og á því 66 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan Erna Elíasdóttir – 66 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Erna Elíasdóttir, 9. ágúst 1949 (66 ára); Jón Svavar Úlfljótsson, 9. ágúst 1954 (61 árs) Sven Strüver, 9. ágúst 1967 (48 ára); Patrick Sheehan, 9. ágúst 1969 (46 ára); Virginie Rocques, (frönsk- spilar á LET Access) 9. ágúst 1971 (44 ára); Guðmundur Hannesson, GR, 9. ágúst 1973 (43 árs); Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, 9. Lesa meira
GKB: Karlasveitin i 1. deild á næsta ári!
GKB leikur í fyrstu deild karla í sveitakeppni GSÍ á næsta ári. Þetta var ljóst í gær eftir að GKB-sveitin hafði betur gegn NK, 3,5-1,5, í undanúrslitum í Vestmannaeyjum seinni partinn í gær. Halldór og Sturla unnu fjórleikinn og Pétur Freyr og Rúnar Óli unnu tvímenninginn og þá var sigurinn í höfn. GKB leikur við sveit Golfklúbbs Jökuls, sem vann GL í hinum undanúrslitaleiknum, um sigurinn í 2. deild á morgun. Golfklúbbur Grindavíkur og Golfklúbbur Hveragerðis falla niður í 3. deild.
Rory æfir á Whistling Straits
Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, hefir gefið út að hann ætli að vera með á PGA Championship risamótinu. Sjá má myndskeið af Rory við æfingu í Whistling Straits, í golfþættinum Morning Drive. Til þess að sjá Rory æfa SMELLIÐ HÉR:
Louise Suggs látin
Louise Suggs, einn af stofnendum LPGA mótaraðarinnar er látin, en hún lést í Sarasota, Flórída, 91 árs. „Golf er eins og ástarævintýri. Ef þú tekur það ekki alvarlega, þá er ekkert gaman að því, en ef þú gerir það þá mun hjarta þitt bresta. Forðist hjartabresti en daðrið við möguleikann,” er haft eftir einum helsta frumkvöðli LPGA-mótaraðarinnar, Louise Suggs. Mae Louise Suggs fæddist 7. september 1923 í Atlanta, Georgia. Hún bjó á Delray Beach í Flórída. Bob Hope uppnefndi þessa 1,68 metra háu konu “Miss Sluggs”, sem er ekki sluggsari í beinni þýðingu á íslensku heldur eitthvað meira í áttina að sleggju, því Louise Suggs var á yngri árum sínum Lesa meira
Áskorendamótaröð Evrópu: Birgir Leifur T-33 e. 3. dag
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í Northern Ireland Open in Association with Sphere Global and Ulster Bank mótinu á Norður-Írlandi. Leikið er á Galgorm kastalavellinum – sjá má heimasíðu vallarins með því að SMELLA HÉR: eða SMELLA HÉR: Birgir Leifur hefir samtals leikið á 5 undir pari, 208 höggum (69 69 70). Niall Turner og Emilo Quartero Blanco eru efstir e. 3. dag á samtals 14 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á Northern Ireland Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR:









