Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2015 | 21:00

Spieth stríðir Mickelson

Engar fréttir hafa borist af því hvernig æfingaleikur Jordan Spieth og Justin Thomas annars vegar gegn Phil Mickelson og Rickie Fowler á Whistling Straits fór í morgun. Mickelson er þekktur fyrir að stríða andstæðingum sínum í þriðjudagsæfingaleikjum fyrir stórmót. Nú hefir Spieth hins vegar snúið við blaðinu og var búin að tilkynna um fyrirætlan sína fyrir nokkrum dögum. Hann sagði eftirfarandi: „Ég ætla að láta fljúga inn vinningsbikar Opna bandaríska (risamótsins), þannig að ég geti setið á honum á hverri flöt beint fyrir framan Phil, þannig að ég eigi eitthvað á hann …. þetta er bara að svara fyrir sig,“ sagði Spieth, 22 ára, brosandi við það að fara að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2015 | 13:00

LET Access: Valdís á 74 á 1. degi

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL hefir lokið 1. hring á Larvik Ladies Open. Valdís Þóra lék á 2 yfir pari, 74 höggum og er T-38 sem stendur (kl. 13:00 að íslenskum tíma), en sætisröð hennar á eflaust eftir að breytast þar sem svo margar eiga eftir að ljúka leik. Á hringnum fékk Valdís Þóra glæsiörn á par-5 7. braut Larvik-vallarins, en líka 2 fugla og 4 skolla og 1 skramba. Nokkuð skrautlegt skorkort! Ólafía Þórunn á eftir að ljúka leik. Fylgjast má með stöðunni á Larvik Ladies Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2015 | 12:00

Tiger aldrei á toppnum aftur

Það birtast af og til dauðadagsspár í golffréttamiðlunum og ein sem er eitthvað í þá áttina birtist í dag á Express. Dauðadagsspá á golfferli sem þykir sá flottasti síns tíma – golfferli Tiger Woods. Oftast eru einhverjir sjálfskipaðir sérfræðingar sem ryðjast fram í fjölmiðlum með spár sem þessar, en þessi er svolítið óvenjuleg að því leyti að kaddý annars stórkylfings er að tjá sig um samkeppnina; núverandi kylfusveinn Lee Westwood, Billy Foster. Foster var m.a. um tíma á pokanum hjá Tiger. Meiðsli og formmissir hefir valdið því að Tiger er nú í 278. sæti heimslistans – síðasti sigur Tiger á risamóti var 2008, fyrir 7 árum síðan – en hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2015 | 09:00

PGA: Romero sló í merki – drævaði með pútternum

Argentínski atvinnukylfingurinn Andres Romero sló í teigmerki í teighöggi sínu á 15. teig á Barracuda Championship s.l. laugardag og handarbraut sig. Hann spilaði síðan síðustu 4 holurnar með því að slá af teig með pútternum sínum. Þetta skrítna háttarlag átti sér stað eftir að Romero fékk skolla á 13. og 14. holur á 3. hring Barracuda mótsins. Eftir atvikið sem ekki náðist á filmu leyfðu dómarar ráshópnum á eftir ráshóp Romero að fara fram úr. Romero gat notfært sér Stableford kerfið til þess að klára 3. hring. Þar sem tvöfaldur skolli er versta skorið á hverri holu, sem hefir í för með sér 3 punkta þá tíaði Romero upp á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2015 | 07:00

LET Access: Fylgist með Ólafíu og Valdísi hér!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefja leik í dag á Larvik Ladies Open, en mótið er af LET Access mótaröðinni. Mótið fer fram Larvik golfklúbbnum í Larvík, Noregi 11.-13. ágúst 2015. Valdís Þóra á rástíma kl. 9:00 að staðartíma (þ.e. kl. 7:00 að okkar tíma hér heima á Íslandi); Ólafía Þórunn á rástíma kl. 12:50 að staðartíma (þ.e. kl. 10:50 að íslenskum tíma). Fylgjast má með stöðunni á Larvik Ladies Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2015 | 04:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn T-44 e. 1. dag í Þýskalandi

Íslandsmeistarinn í höggleik 2015 Þórður Rafn Gissurarson, GR,tekur þátt í  Sparkassen Open, sem er hluti þýsku ProGolf mótaraðarinnar. Mótið fer fram í Bochum, Þýskalandi. Þórður Rafn lék á 1 undir pari, 71 höggi á er T-44 eftir 1. dag. Á hringnum fékk Þórður Rafn 4 fugla og 3 skolla. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Sparkassen Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2015 | 20:00

Kaymer nær tökum á leik og lífi

Martin Kaymer sigraði Bubba Watson í bráðabana á Whistling Straits á PGA Championship risamótinu, 2010. Með þessu varð hann 2. Þjóðverjinn á eftir Bernhard Langer til að sigra í risamóti. Þetta var 1. sigur Kaymer á PGA Tour og 6. sigur hans á Evrópumótaröðinni. Kaymer sigraði á KLM Open þetta ár; spilaði með vinningsliði Evrópu í Ryder bikarnum og sigraði síðan aftur á  Dunhill Links Championship þetta árið. Næsta vor var Kaymer nr. 1 á heimslistanum og …. var við það að falla í djúpan dal. Kaymer sagði að hann hefði verið óviðbúinn fyrir lífið eftir sigurinn á risamótinu en 5 árum seinna er hann á miklu betri stað og hlakkar til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2015 | 18:00

Óttast að Rory verði aldrei samur eftir ökklameiðsli

Óttast er að Rory verði aldrei samur eftir ökklameiðsli sín. Sjá má góða grein Daily Mail með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Ellý Steinsdóttir. Ellý er fædd 10. ágúst 1963 og á því 52 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Ellý Steinsdóttir (Innilega til hamingju með árin 52!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gabrielle Keiller, f. 10. ágúst 1908 – d. 23. desember 1995; Galtarviti Keflavik (95 ára);  Maria Elana Astrologes Combs, 10. ágúst 1951 (64 ára); [James] Kenneth Perry, 10. ágúst 1960 (55 ára); Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 10. ágúst 1966 (49 ára) Lori Tatum, 10. ágúst 1967 (48 ára); Rifsnes Línubátur (47 ára); Martin Quinney, 10. ágúst 1971 (44 ára); Ingimar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2015 | 12:00

Hvað var í sigurpoka Lowry?

Svo sem allir vita sigraði Írinn Shane Lowry á Bridgestone Inv. heimsmótinu. Hvað skyldi hafa verið í sigurpokanum? Það eru eftirfarandi verkfæri: DRÆVER: TaylorMade Burner SuperFast (9.5 °), með Aldila RIP Alpha 70 X skafti BRAUTARTRÉ: Srixon Z-TX (18 °), með Oban Devotion 7 05 X skafti BLENDINGUR: Nike VR Pro (21°), með Mitsubishi Rayon Fubuki AX Hybrid 450 X skafti JÁRN: Srixon Z 545 (4-5), Srixon Z 745 (6-9), Með KBS Tour 130 X sköft FLEYGJÁRN: Cleveland 588 RTX 2.0 (48, 52, 56, 58), með KBS Tour Custom Black sköft PÚTTER: Odyssey White Ice 2-Ball BOLTI: Srixon Z-Star XV