Spieth stríðir Mickelson
Engar fréttir hafa borist af því hvernig æfingaleikur Jordan Spieth og Justin Thomas annars vegar gegn Phil Mickelson og Rickie Fowler á Whistling Straits fór í morgun. Mickelson er þekktur fyrir að stríða andstæðingum sínum í þriðjudagsæfingaleikjum fyrir stórmót. Nú hefir Spieth hins vegar snúið við blaðinu og var búin að tilkynna um fyrirætlan sína fyrir nokkrum dögum. Hann sagði eftirfarandi: „Ég ætla að láta fljúga inn vinningsbikar Opna bandaríska (risamótsins), þannig að ég geti setið á honum á hverri flöt beint fyrir framan Phil, þannig að ég eigi eitthvað á hann …. þetta er bara að svara fyrir sig,“ sagði Spieth, 22 ára, brosandi við það að fara að Lesa meira
LET Access: Valdís á 74 á 1. degi
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL hefir lokið 1. hring á Larvik Ladies Open. Valdís Þóra lék á 2 yfir pari, 74 höggum og er T-38 sem stendur (kl. 13:00 að íslenskum tíma), en sætisröð hennar á eflaust eftir að breytast þar sem svo margar eiga eftir að ljúka leik. Á hringnum fékk Valdís Þóra glæsiörn á par-5 7. braut Larvik-vallarins, en líka 2 fugla og 4 skolla og 1 skramba. Nokkuð skrautlegt skorkort! Ólafía Þórunn á eftir að ljúka leik. Fylgjast má með stöðunni á Larvik Ladies Open með því að SMELLA HÉR:
Tiger aldrei á toppnum aftur
Það birtast af og til dauðadagsspár í golffréttamiðlunum og ein sem er eitthvað í þá áttina birtist í dag á Express. Dauðadagsspá á golfferli sem þykir sá flottasti síns tíma – golfferli Tiger Woods. Oftast eru einhverjir sjálfskipaðir sérfræðingar sem ryðjast fram í fjölmiðlum með spár sem þessar, en þessi er svolítið óvenjuleg að því leyti að kaddý annars stórkylfings er að tjá sig um samkeppnina; núverandi kylfusveinn Lee Westwood, Billy Foster. Foster var m.a. um tíma á pokanum hjá Tiger. Meiðsli og formmissir hefir valdið því að Tiger er nú í 278. sæti heimslistans – síðasti sigur Tiger á risamóti var 2008, fyrir 7 árum síðan – en hann Lesa meira
PGA: Romero sló í merki – drævaði með pútternum
Argentínski atvinnukylfingurinn Andres Romero sló í teigmerki í teighöggi sínu á 15. teig á Barracuda Championship s.l. laugardag og handarbraut sig. Hann spilaði síðan síðustu 4 holurnar með því að slá af teig með pútternum sínum. Þetta skrítna háttarlag átti sér stað eftir að Romero fékk skolla á 13. og 14. holur á 3. hring Barracuda mótsins. Eftir atvikið sem ekki náðist á filmu leyfðu dómarar ráshópnum á eftir ráshóp Romero að fara fram úr. Romero gat notfært sér Stableford kerfið til þess að klára 3. hring. Þar sem tvöfaldur skolli er versta skorið á hverri holu, sem hefir í för með sér 3 punkta þá tíaði Romero upp á Lesa meira
LET Access: Fylgist með Ólafíu og Valdísi hér!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefja leik í dag á Larvik Ladies Open, en mótið er af LET Access mótaröðinni. Mótið fer fram Larvik golfklúbbnum í Larvík, Noregi 11.-13. ágúst 2015. Valdís Þóra á rástíma kl. 9:00 að staðartíma (þ.e. kl. 7:00 að okkar tíma hér heima á Íslandi); Ólafía Þórunn á rástíma kl. 12:50 að staðartíma (þ.e. kl. 10:50 að íslenskum tíma). Fylgjast má með stöðunni á Larvik Ladies Open með því að SMELLA HÉR:
Pro Golf Tour: Þórður Rafn T-44 e. 1. dag í Þýskalandi
Íslandsmeistarinn í höggleik 2015 Þórður Rafn Gissurarson, GR,tekur þátt í Sparkassen Open, sem er hluti þýsku ProGolf mótaraðarinnar. Mótið fer fram í Bochum, Þýskalandi. Þórður Rafn lék á 1 undir pari, 71 höggi á er T-44 eftir 1. dag. Á hringnum fékk Þórður Rafn 4 fugla og 3 skolla. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Sparkassen Open SMELLIÐ HÉR:
Kaymer nær tökum á leik og lífi
Martin Kaymer sigraði Bubba Watson í bráðabana á Whistling Straits á PGA Championship risamótinu, 2010. Með þessu varð hann 2. Þjóðverjinn á eftir Bernhard Langer til að sigra í risamóti. Þetta var 1. sigur Kaymer á PGA Tour og 6. sigur hans á Evrópumótaröðinni. Kaymer sigraði á KLM Open þetta ár; spilaði með vinningsliði Evrópu í Ryder bikarnum og sigraði síðan aftur á Dunhill Links Championship þetta árið. Næsta vor var Kaymer nr. 1 á heimslistanum og …. var við það að falla í djúpan dal. Kaymer sagði að hann hefði verið óviðbúinn fyrir lífið eftir sigurinn á risamótinu en 5 árum seinna er hann á miklu betri stað og hlakkar til Lesa meira
Óttast að Rory verði aldrei samur eftir ökklameiðsli
Óttast er að Rory verði aldrei samur eftir ökklameiðsli sín. Sjá má góða grein Daily Mail með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ellý Steinsdóttir – 10. ágúst 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Ellý Steinsdóttir. Ellý er fædd 10. ágúst 1963 og á því 52 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Ellý Steinsdóttir (Innilega til hamingju með árin 52!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gabrielle Keiller, f. 10. ágúst 1908 – d. 23. desember 1995; Galtarviti Keflavik (95 ára); Maria Elana Astrologes Combs, 10. ágúst 1951 (64 ára); [James] Kenneth Perry, 10. ágúst 1960 (55 ára); Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 10. ágúst 1966 (49 ára) Lori Tatum, 10. ágúst 1967 (48 ára); Rifsnes Línubátur (47 ára); Martin Quinney, 10. ágúst 1971 (44 ára); Ingimar Lesa meira
Hvað var í sigurpoka Lowry?
Svo sem allir vita sigraði Írinn Shane Lowry á Bridgestone Inv. heimsmótinu. Hvað skyldi hafa verið í sigurpokanum? Það eru eftirfarandi verkfæri: DRÆVER: TaylorMade Burner SuperFast (9.5 °), með Aldila RIP Alpha 70 X skafti BRAUTARTRÉ: Srixon Z-TX (18 °), með Oban Devotion 7 05 X skafti BLENDINGUR: Nike VR Pro (21°), með Mitsubishi Rayon Fubuki AX Hybrid 450 X skafti JÁRN: Srixon Z 545 (4-5), Srixon Z 745 (6-9), Með KBS Tour 130 X sköft FLEYGJÁRN: Cleveland 588 RTX 2.0 (48, 52, 56, 58), með KBS Tour Custom Black sköft PÚTTER: Odyssey White Ice 2-Ball BOLTI: Srixon Z-Star XV










