Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2015 | 07:00

Hver var Wanamaker?

Lewis Rodman Wanamaker fæddist þann 13. febrúar 1863 og var ríkur verslunareigandi á sínum tíma; átti búðir í Philadelphiu, New York og í París. Wanamaker var mikil styrktaraðili lista, menntunnar, golfs og annarra íþrótta – hann kom á fót skólastyrk fyrir indíána og frumbyggja N-Ameríku og var einn af fyrstu fjárfestum í flugvélaiðnaðinum.  ´´ Þann 17. janúar 1916 bauð Wanamaker hópi 35 kylfinga og annarra mikilvægra aðila í golfbransanum þ.á.m. golfgoð-sögninni Walter Hagen í mat á the Taplow Club í New York, Fundurinn endaði með að Professional Golfers’ Association of America (betur þekkt sem bandaríska PGA) var stofnað. Á fundinum fannst  Wanamaker þörf á að samtökin nýstofnuðu yrðu að halda árlegt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2015 | 20:00

Valdís á 68 og Ólafía á 69 e. 2. dag

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, taka þátt Larvik Ladies Open, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Mótið fer fram í Larvik golfklúbbnum í Larvík, Noregi 11.-13. ágúst 2015. Valdís Þóra hefir leikið á samtals 2 undir pari (74 68) og er T-13. Ólafía Þórunn hefir leikið á samtals sléttu pari, 144 höggum (75 69) og er T-19. Fylgjast má með stöðunni á Larvik Ladies Open með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2015 | 19:30

Gísli valinn í úrvalslið drengja frá meginlandi Evrópu

Gísli Sveinbergsson úr Keili hefur verið valinn í úrvalslið drengja frá meginlandi Evrópu sem keppir við úrvalslið drengja frá Bretlandi og Írlandi á Royal Dornoch vellinum í Skotlandi. Mótið, sem á sér langa sögu, fer fram 28.-29. ágúst, og er Gísli einn af alls níu leikmönnum sem valdir verða í úrvalsiðið. Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur er valinn í þetta úrvalslið. Gísli er í 156. sæti heimslista áhugamanna og er hann stigahæsti íslenski kylfingurinn á þeim lista. Mótið fór fyrst fram árið 1958 og er keppnin nefnd eftir Jacques Leglise sem var forsvarsmaður í frönsku golfhreyfingunni. Þeir sem hafa nú þegar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2015 | 19:00

GA: Skúli Gunnar fékk ás!!!

Skúli Gunnar Ágústsson, sem er flestum GA félögum kunnugur var rétt í þessu að negla holu í höggi á 18. holu. Hann notaði til þess 5 járn og lenti boltinn inn á flöt og skoppaði tvisvar og rúllaði svo ofan í. Boltinn var allan tímann á leiðinni ofan í segir Skúli sjálfur. Þetta var í fjórða skiptið á ferlinum sem hann fer holu í höggi! Sportið er ekki flókið fyrir þennan meistara!

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2015 | 18:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn lauk leik T-22 í Þýskalandi – Kind magnaður!

Þórður Rafn Gissurarson úr GR, endaði í 22. sæti á þýsku ProGolf mótaröðinni, sem lauk í dag. Íslandsmeistarinn lék hringina þrjá á 8 höggum undir pari (71-66-71) en þetta er 17. mótið hjá Þórði á þessari leiktíð. Hann var í 26. sæti á stigalistanum á ProGolf mótaröðinni fyrir þetta mót og ætti því að þokast upp styrkleikalistann. Hollendingurinn Robin Kind lék ótrúlegt golf í þessu móti og stóð uppi sem sigurvegari á -27 samtals. Hann lék á 68-59-62 en par vallarins er 72 högg. Þriðji hringurinn er því -13 sem er magnaður árangur. Heildarskor Kind er án efa eitt það allra lægst á atvinnumótaröð á 54 holum en PGA metið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Sandholt – 12. ágúst 2015

Það er Gunnar Magnús Sandholt, sem er afmæliskylfingur dagsins. Gunnar er fæddur 12. ágúst 1949 og er því 66 ára í dag. Gunnar er í Golfklúbbi Sauðárkróks (GSS). Sjá má viðtal, sem tekið var fyrir nokkru við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Larry Ziegler, 12. ágúst 1939 (76 ára); Ingunn Steinþórsdóttir (57 ára); Þórhalli Einarsson, 12. ágúst 1961 (54 ára); Oddný Sturludóttir (39 ára); Jóhannes Georg Birkisson, 12. ágúst 1999 (16 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2015 | 12:00

Ófrísk? Er enn hægt að spila golf?

Þeir sem eru ástríðukylfingar vita að hægt er að spila golf frá því að vera smákrakki og rétt að þeim punkti að maður gerist karlægt gamalmenni. En hvað um ófrískar konur? Geta þær enn tíað upp? Auðvitað!!! Að vera ófrískur er ekki átómatískur sjúkdómur. Hér má t.a.m. sjá ófríska konu taka þrumuteighögg SMELLIÐ HÉR:  Og eins eftir að barnið er komið í heiminn spila mæðurnar golf. Jafnvel á hæsta stigi. Dæmi um það eru Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG og nýbakaður Íslandsmeistari í höggleik kvenna Signý Arnórsdóttir, GK. Af erlendum stórkylfingum mætti nefna Gwladys Nocera, Catriona Matthew og  Myru Blackwelder, sem kepti í Kaft Nabisco risamótinu 1987 þegar hún var komin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2015 | 11:00

Tiger sagði djók – Enginn hló

Tiger hefir ekki sigrað á risamóti í 7 ár; hann er nr. 278 á heimslistanum og nú það nýjasta …. hann sagði djók á blaðamannafundi og enginn hló. Þetta hefir verið keppnistímabil sem Tiger hefir helst viljað gleyma en hann hefir t.a.m. ekki komist í gegnum neitt af þeim risamótum sem hann hefir tekið þátt þ.á.m. er þetta í fyrsta skipti á ferli hans sem hann hefir ekki komist í gegnum niðurskurð á Opna bandaríska og Opna breska. En nú virðist fokið í öll skjól því á Whistling Straits, þar sem Tiger býr sig undir að taka þátt í PGA Championship, en þar virtist hann loks hafa náð botninum. Hann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 12. 2015 | 09:00

Rástímarnir klárir f. 35+ í Eyjum

Íslandsmót +35 ára hefst fimmtudaginn 13. ágúst í Vestmannaeyjum. Rástímar hafa verið birtir á golf.is og má sjá þá með því að SMELLA HÉR:  Rúmlega 80 keppendur eru skráðir til leiks. Keppnisform er að venju höggleikur og keppt í 3 forgjafarflokkum bæði hjá körlum og konum. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR og Tryggvi Traustason GSE hafa titla að verja og eru þau bæði skráð til leiks í titilvörnina.

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 11. 2015 | 23:59

LET Access: Ólafía á 75, á 1. degi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lauk 1. hring á Larvik Ladies Open á LET Access mótaröðinni. Mótið fer fram í Larvík í Noregi, dagana 11.-13. ágúst 2015. Ólafía lék á samtals 3 yfir pari, 75 höggum og er T-41 fyrsta dag. Hún fékk 5 skolla og 2 fugla.  Efst e. 1. dag er spænski kylfingurinn Luna Sobron á 5 undir pari. Sjá má stöðuna á Larvik Ladies Open með því að SMELLA HÉR: