Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Paul Broadhurst – 14. ágúst 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Paul Broadhurst. Broadhurst fæddist 14. ágúst 1965 og og á því 50 ára stórafmæli í dag. Broadhurst gerðist atvinnumaður 1988 og hefir sigrað á 6 mótum Evrópumótaraðarinnar.  Hann vann m.a. Sir Henry Cotton verðlaunin 1989 Aðrir frægir kylfingar og golftengdir aðilar sem eiga afmæli í dag eru: GSÍ, 14. ágúst 1942 (73 ára); José Eusebio Cóceres. 14. ágúst 1963 (52 árs); Paul Broadhurst, 14. ágúst 1965 (50 ára), Darren Clarke, 14. ágúst 1968 (47 ára); Bergur Rúnar Björnsson, 14. ágúst 1974 (41 árs); Haukur Sörli Sigurvinsson 14. ágúst 1980 (35 ára) Lucas Bjerregaard, 14. ágúst 1991 (24 ára). Golf 1 óskar þeim, sem afmæli eiga í dag, innilega til hamingju með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2015 | 14:00

Pabbi Bill Hurley III fannst látinn

Willard Hurley Jr., pabbi PGA Tour atvinnukylfingsins Billy Hurley III, fannst látinn með skotsár, sem úrskurðað hefir verið að hann hafi valdið sjálfur. Hurley eldri framdi því sjálfsmorð. Hann var 61 árs og dó í Virginíu. „Ég vil þakka PGA Tour, golffréttamiðlum og öllum þeim sem veitt hafa stuðning, fyrirbænir og hvatningu,“ sagði Billy Hurley í yfirlýsingu. „PGA hefir alltaf séð vel um okkur og fjölskylda mín og ég erum þakklát fyrir það. Eins fljótt og ég sé mér fært, mun ég snúa aftur til golfsins og veita frekari komment.“ Málið er allt hið furðulegasta. Fyrir 2 vikum, komst pabbi Billy, sem er lögreglumaður frá  Leesburg, Virginíu í fréttirnar þar sem hann hafði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2015 | 10:00

Kylfingur meðal mest hötuðu íþróttamanna heims?

The Telegraph hefir tekið saman lista yfir mest hötuðu íþróttamenn heims. Nokkra forvitni vakti hvort kylfingur væri meðal íþróttamannanna á listanum? Og þá ef svo væri, hver það væri? Svo er að sjá að kylfingur einn sé á listanum. Sjá má hvaða kylfingur er á listanum með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2015 | 07:00

Birgir Leifur T-4 e. 1. dag í Finnlandi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf leik í gær á Gant Open, móti á  Áskorendamótaröð Evrópu, sem fram fer í Finnlandi, sem hann fékk boð um að taka þátt í. Birgir byrjaði vel og lék fyrsta hringinn á -4 eða 67 höggum. Hann er í 4. sæti ásamt fleiri kylfingum sem eru tveimur höggum á eftir efsta manni. Þetta er 7. mótið á Áskorendamótaröðinni hjá Birgi á þessu keppnistímabili, en hann hefur náð fimmta og áttunda sæti á þessari leiktíð. Sjá má stöðuna á Gant Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2015 | 04:00

DJ efstur e. 1. dag PGA Championship

Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson (DJ) er efstur eftir 1. keppnisdag PGA Championship risamótsins. DJ lék á 6 undir pari, 66 höggum. Í 2. sæti er sænski kylfingurinn David Lingmerth, 1 höggi á eftir. Átta kylfingar deila síðan 3. sætinu þ.á.m. Matt Kuchar, Jason Day og Russell Henley; allir á 4 undir pari, 68 höggum á hinum erfiða Whistling Straits keppnisvelli. Til þess að sjá stöðuna á PGA Championship eftir 1. keppnisdag SMELLIÐ HÉR:     

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2015 | 02:00

LET Access: Valdís lauk keppni T-12 – Ólafía T-19 í Noregi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tóku þátt Larvik Ladies Open, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Mótið fór fram í Larvik golfklúbbnum í Larvík, Noregi 11.-13. ágúst 2015 og lauk því í gær. Valdís Þóra lék á samtals 3 undir pari, 213 höggum (74 68 71) og lauk keppni T-12. Ólafía Þórunn lék á samtals sléttu pari, 216 höggum (75 69 72) og lauk keppni T-19. Sænska stúlkan Johanna Gustavsson og hin spænska Natalia Escuriola Martinez voru jafnar á 8 undir pari og varð því að koma til bráðabana milli þeirra, þar sem Gustavsson hafði betur eftir 14 holur! Fylgjast má með lokastöðunni á Larvik Ladies Open Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Betsy King – 13. ágúst 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Betsy King.   Betsy fæddist í Reading, Pennsylvaníu 13. ágúst 1955 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Hún komst á LPGA árið 1977 og vann á ferli sínum 6 risatitla og 34 mót á LPGA.  Hún er til dagsins í dag sá bandaríski kvenkylfingur sem hefir verið efst á peningalistanum (1993).  Árið 1995 var King tekin í frægðarhöll kylfinga.  King spilaði 5 sinnum í bandaríska Solheim Cup liðinu (1990, 1992, 1994, 1996, 1998) og var fyrirliði bandaríska Solheim Cup liðsins 2007 og er þá fátt eitt talið af afrekum og viðurkenningum King. Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru: Ben Hogan 13. ágúst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2015 | 14:00

Fylgist með PGA Championship hér!

PGA meistaramótið 4. og síðasta risamót ársins hefst í dag á Whistling Straits í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum. Spennandi verður að fylgjast með; líkt og á öllum risamótum en nú e.t.v. mun meira en áður. Vinnur Jordan Spieth 3. risatitil sinn á árinu? Hvernig spilar Rory eftir ökklameiðslin? Nær Tiger niðurskurði?   Fylgjast má með stöðunni á PGA Championship á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2015 | 12:00

Nike skórnir hans Rory

Rory McIlroy mun vera í Nike Lunar Control 3 iD golfskóm þegar hann snýr aftur í keppnisgolfið á Whistling Straits. Nr. 1 á heimslistanum (Rory) gat s.s. allir golfáhangendur vita ekki verið með á Opna breska og á Bridgestone heimsmótinu vegna þess að hann hlaut ökklameiðsli eftir að hafa spilað fótbolta með vinum sínum. Þrátt fyrir meiðslin segir Rory langt frá því hættur að spila fótbolta með vinunum. Og nú snýr hann aftur á völlinn og er í sérútbúnum Nike skóm – bara hönnuðum, þ.e. sérhönnuðum fyrir hann!!! Skórnir eru með safari mynstri og merki Nike og orðin „Reign On“ (lausleg þýðing: ríktu áfram“) á skótungunni. Nike hefir gefið út að Rory Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 13. 2015 | 09:00

GKF: Viktor Páll og Jóhanna klúbbmeistarar 2015

Meistaramót Golfklúbbsins Kolls í Fjarðarbyggð fór fram 8. ágúst s.l. Þetta er annað tveggja meistaramóta sem fram fara í þeim 6 golfklúbbum, sem  eru á Austfjörðum og er það fagnaðarefni! Þátttakendur í ár voru 15; þar af 5 kvenkylfingar, sem er gott hlutfall þátttakenda eða 1/3! Klúbbmeistarar urðu Viktor Páll Magnússon og Jóhanna Hallgrímsdóttir. Golf 1 óskar þeim til hamingju með klúbbmeistaratitlana!!! Heildarúrslit í meistaramóti GKF eru eftirfarandi: 1 Viktor Páll Magnússon GKF 5 F 39 42 81 11 81 81 11 2 Jón Gunnarsson GKF 13 F 47 44 91 21 91 91 21 3 Ágúst Halldór Viðarsson GKF 21 F 47 47 94 24 94 94 24 4 Lesa meira