PGA: Day efstur f. lokahring PGA Championship – Spieth í 2. sæti
Jason Day er efstur á PGA Championship risamótinu fyrir lokahringinn. Day er búinn að spila á samtals 15 undir pari, 201 högg (68 67 66). Jordan Spieth er í 2. sæti á samtals 13 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag PGA Championship SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Kjartan Dór Kjartansson – 15. ágúst 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Kjartan Dór Kjartansson. Kjartan Dór er fæddur 15. ágúst 1984 og á því 31 árs afmæli í dag. Kjartan Dór er í Golfklúbbi Kópvogs og Garðabæjar (GKG). Kjartani Dór hefir gengið vel í opnum mótum og eins spilaði hann á Eimskipsmótaröðinni. Kjartan Dór var t.a.m. í sigursveit GKG í 1. deild í sveitakeppni GSÍ 2012, Kjartan er búsettur í Svíþjóð og er trúlofaður Hörpu Kristinsdóttur og saman eiga þau 1 barn. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Kjartan Dór Kjartansson (Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli eru: Jack White, 15. ágúst Lesa meira
Spieth talar vel um Rory
Jordan Spieth talaði vel um Rory McIlroy eftir 1. hring PGA Championship, þar sem þessir tveir bestu kylfingar heims um þessar mundir voru paraðir saman í 5. sinn á ferlum þeirra. Rory viðurkenndi að hann hefði verið taugaóstyrkur fyrir 1. hring sinn frá því 21. júní þegar hann hlaut ökklameiðsl eftir fótboltaleik. „Ég sá ekki neinn mun á leik hans,“ sagði Spieth m.a. um Rory. „Hann virðist 100% tilbúinn til leiks. Allt var á sínum stað og ég býst við að hann fari upp skortöfluna.„
GSÍ: Fylgist með Sveitakeppninni hér!
Sveitakeppni GSÍ eldri kylfinga og unglinga og hófst í gær. Fylgjast má með gengi kylfinga á Sveitakeppnunum hér að neðan: Eldri kylfingar kvenna 1. og 2. deild SMELLIÐ HÉR: Unglingaflokkur stúlkur SMELLIÐ HÉR: Piltar 18 ára og yngri SMELLIÐ HÉR: Drengir 15 ára og yngri SMELLIÐ HÉR:
Tiger blótaði
Það á ekki af Tiger að ganga. Hann var pirraður eftir 1. hring sem var vonbrigðahringur á fimmtudaginn s.l. upp á 3 yfir pari, 75 höggum – og Tiger var heilum 9 höggum á eftir forystumanni 1. dags DJ (Dustin Johnson). Þetta varð til þess að Tiger blótaði sjálfum sér þrívegis – öskraði m.a. ‘What the f*** is wrong with you?’ (lausleg þýðing: „Hvað í andskotanum er að þér?“) eftir að hafa skilið pútt eftir stutt frá holu. Hann gæti þurft að borga sekt fyrir að blóta. Eftir að móti var frestað vegna slæms veðurs á 2. keppnisdegi er staðan ekki vænleg fyrir Tiger. Hann er á 1 yfir pari og Lesa meira
LPGA: Henderson nr. 1 í Portland
Í 3. skiptið á þessu keppnistímabili er hin 17 ára kanadíska golfstjarna Brooke Henderson í forystu í hálfleik þ.e. eftir 36 leiknar holur á LPGA mótinu, Cambia Portland Classic. Hún er búin að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (66 67). Í 2. sæti er þýski Solheim Cup leikmaðurinn Caroline Masson aðeins 1 höggi á eftir. Þriðja sætinu deila síðan 3 kylfingar: Candie Kung frá Tapei, Jenny Shin frá S-Kóreu og Julieta Granada; allar á 9 undir pari, hver. „Ég hef verið í þessari stöðu einu sinni eða tvisvar fyrr á árinu og ég held að ég hafi lært mikið þessa helgi bara um mig sjálfa og hvernig Lesa meira
Daly með kylfukast
John Daly dansaði línudans á niðurskurðarlínu PGA Championship í gær, föstudaginn 14. ágúst 2014 – þegar kom að par-3 7. braut Whistling Straits, sem endanlega gerði út um allar vonir hans um að ná niðurskurði í PGA Championship risamótinu. Daly ýtti teighögg sitt til hægri þannig að það fór í Michigan vatn – Hann tók dropp en sagan endurtók sig og boltinn lenti í vatninu. Hann tók aftur dropp – sló aftur teighögg …. og boltinn fór í vatnið í 3. sinn. 10 högg á par-3 holu!!! Vöðvaminni? Hræðsla? Sambland af þessu tvennu? Daly var brjálaður yfir þessu og henti óheillakylfunni út í Michigan vatn …. enda auðvitað allt ólukkans Lesa meira
Phil rennir sér niður glompu – Myndskeið
Phil Mickelson er bara stór krakki þótt hann sé orðinn 45 ára. En hver segir s.s. að 45 ára sé nokkur aldur? Phil renndi sér niður glompu á Whistling Straits á PGA Championship risamótinu, á óæðri endanum og virtist njóta ferðarinnar. Nokkuð óhefðbundin leið að boltanum! Sjá má glompureið Mickelson með því að SMELLA HÉR:
PGA: Day og Jones efstir e. 2. dag PGA Championship – keppni frestað vegna veðurs
Það eru Jason Day og Matt Jones sem eru efstir og jafnir eftir 2. dag PGA Championship. Báðir eru á 9 undir pari, og hvorugur hefir lokið sínum hring. Keppni var nefnilega frestað vegna veðurs. Day á eftir óspilaðar 4 holur og Jones 6 holur. Einn í 3. sæti er Justin Rose á 8 undir pari og á hann bara eftir að spila 1 holu af 2. hring. Til þess að sjá stöðuna á PGA Championship risamótinu SMELLIÐ HÉR:
Birgir Leifur T-34 e. 2. dag í Finnlandi!
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur nú þátt í móti Áskorendamótaraðar Evrópu, Gant Open í Finnlandi. Hann lék á 2 yfir pari, 73 höggum á 2. keppnisdegi og er því samtals búinn að spila á 140 höggum (67 73). Birgir Leifur komst í gegnum niðurskurð í dag. Áskorendamótaröðin er næst sterkasta mótaröð atvinnukylfinga í Evrópu og er þetta sjöunda mótið sem Birgir Leifur tekur þátt í. Hann hefur náð fimmta og áttunda sæti á þessari leiktíð en hann er í 81. sæti styrkleikalistans. Sjá má stöðuna á Gant Open e. 2. keppnisdag með því að SMELLA HÉR: „Það gekk vel í gær með lengdarstjórnunina í innáhöggunum í gær og ég var Lesa meira










