Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 16. 2015 | 08:30

PGA: Day efstur f. lokahring PGA Championship – Spieth í 2. sæti

Jason Day er efstur á PGA Championship risamótinu fyrir lokahringinn. Day er búinn að spila á samtals 15 undir pari, 201 högg (68 67 66). Jordan Spieth er í 2. sæti á samtals 13 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag PGA Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kjartan Dór Kjartansson – 15. ágúst 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Kjartan Dór Kjartansson. Kjartan Dór er fæddur 15. ágúst 1984 og á því 31 árs afmæli í dag. Kjartan Dór er í Golfklúbbi Kópvogs og Garðabæjar (GKG). Kjartani Dór hefir gengið vel í opnum mótum og eins spilaði hann á Eimskipsmótaröðinni. Kjartan Dór var t.a.m. í sigursveit GKG í 1. deild í sveitakeppni GSÍ 2012, Kjartan er búsettur í Svíþjóð og er trúlofaður Hörpu Kristinsdóttur og saman eiga þau 1 barn. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Kjartan Dór Kjartansson (Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli eru: Jack White, 15. ágúst Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2015 | 14:00

Spieth talar vel um Rory

Jordan Spieth talaði vel um Rory McIlroy eftir 1. hring PGA Championship, þar sem þessir tveir bestu kylfingar heims um þessar mundir voru paraðir saman í 5. sinn á ferlum þeirra. Rory viðurkenndi að hann hefði verið taugaóstyrkur fyrir 1. hring sinn frá því 21. júní þegar hann hlaut ökklameiðsl eftir fótboltaleik. „Ég sá ekki neinn mun á leik hans,“ sagði Spieth m.a. um Rory. „Hann virðist 100% tilbúinn til leiks. Allt var á sínum stað og ég býst við að hann fari upp skortöfluna.„

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2015 | 12:00

GSÍ: Fylgist með Sveitakeppninni hér!

Sveitakeppni GSÍ eldri kylfinga og unglinga og hófst í gær. Fylgjast má með gengi kylfinga á Sveitakeppnunum hér að neðan: Eldri kylfingar kvenna 1. og 2. deild SMELLIÐ HÉR:  Unglingaflokkur stúlkur SMELLIÐ HÉR:  Piltar 18 ára og yngri SMELLIÐ HÉR:  Drengir 15 ára og yngri SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2015 | 10:00

Tiger blótaði

Það á ekki af Tiger að ganga. Hann var pirraður eftir 1. hring sem var vonbrigðahringur á fimmtudaginn s.l. upp á 3 yfir pari, 75 höggum – og Tiger var heilum 9 höggum á eftir forystumanni 1. dags DJ (Dustin Johnson). Þetta varð til þess að Tiger blótaði sjálfum sér þrívegis – öskraði m.a.  ‘What the f*** is wrong with you?’ (lausleg þýðing: „Hvað í andskotanum er að þér?“) eftir að hafa skilið pútt eftir stutt frá holu. Hann gæti þurft að borga sekt fyrir að blóta. Eftir að móti var frestað vegna slæms veðurs á 2. keppnisdegi er staðan ekki vænleg fyrir Tiger. Hann er á 1 yfir pari og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2015 | 08:00

LPGA: Henderson nr. 1 í Portland

Í 3. skiptið á þessu keppnistímabili er hin 17 ára kanadíska golfstjarna Brooke Henderson í forystu í hálfleik þ.e. eftir 36 leiknar holur á LPGA mótinu, Cambia Portland Classic. Hún er búin að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (66 67). Í 2. sæti er þýski Solheim Cup leikmaðurinn Caroline Masson aðeins 1 höggi á eftir. Þriðja sætinu deila síðan 3 kylfingar: Candie Kung frá Tapei, Jenny Shin frá S-Kóreu og Julieta Granada; allar á 9 undir pari, hver. „Ég hef verið í þessari stöðu einu sinni eða tvisvar fyrr á árinu og ég held að ég hafi lært mikið þessa helgi bara um mig sjálfa og hvernig Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2015 | 07:00

Daly með kylfukast

John Daly dansaði línudans á niðurskurðarlínu PGA Championship í gær, föstudaginn 14. ágúst 2014 – þegar kom að par-3 7. braut  Whistling Straits, sem endanlega gerði út um allar vonir hans um að ná niðurskurði í PGA Championship risamótinu. Daly ýtti teighögg sitt til hægri þannig að það fór í Michigan vatn – Hann tók dropp en sagan endurtók sig og boltinn lenti í vatninu. Hann tók aftur dropp – sló aftur teighögg …. og boltinn fór í vatnið í 3. sinn. 10 högg á par-3 holu!!! Vöðvaminni? Hræðsla? Sambland af þessu tvennu? Daly var brjálaður yfir þessu og henti óheillakylfunni út í Michigan vatn …. enda auðvitað allt ólukkans Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2015 | 04:45

Phil rennir sér niður glompu – Myndskeið

Phil Mickelson er bara stór krakki þótt hann sé orðinn 45 ára. En hver segir s.s. að 45 ára sé nokkur aldur? Phil renndi sér niður glompu á Whistling Straits á PGA Championship risamótinu, á óæðri endanum og virtist njóta ferðarinnar. Nokkuð óhefðbundin leið að boltanum! Sjá má glompureið Mickelson með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2015 | 03:45

PGA: Day og Jones efstir e. 2. dag PGA Championship – keppni frestað vegna veðurs

Það eru Jason Day og Matt Jones sem eru efstir og jafnir eftir 2. dag PGA Championship. Báðir eru á 9 undir pari, og hvorugur hefir lokið sínum hring. Keppni var nefnilega frestað vegna veðurs. Day á eftir óspilaðar 4 holur og Jones 6 holur. Einn í 3. sæti er Justin Rose á 8 undir pari og á hann bara eftir að spila 1 holu af 2. hring. Til þess að sjá stöðuna á PGA Championship risamótinu SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 14. 2015 | 18:00

Birgir Leifur T-34 e. 2. dag í Finnlandi!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur nú þátt í móti Áskorendamótaraðar Evrópu, Gant Open í Finnlandi. Hann lék á 2 yfir pari, 73 höggum á 2. keppnisdegi og er því samtals búinn að spila á 140 höggum (67 73). Birgir Leifur komst í gegnum niðurskurð í dag. Áskorendamótaröðin er næst sterkasta mótaröð atvinnukylfinga í Evrópu og er þetta sjöunda mótið sem Birgir Leifur tekur þátt í. Hann hefur náð fimmta og áttunda sæti á þessari leiktíð en hann er í 81. sæti styrkleikalistans. Sjá má stöðuna á Gant Open e. 2. keppnisdag með því að SMELLA HÉR:  „Það gekk vel í gær með lengdarstjórnunina í innáhöggunum í gær og ég var Lesa meira