Afmæliskylfingur dagsins: Högna Kristbjörg Knútsdóttir -17. ágúst 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Högna Kristbjörg Knútsdóttir. Högna er fædd 17. ágúst 1994 og á því 21 árs afmæli í dag. Högna Kristbjörg er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Högnu Kristbjörgu til hamingju með afmælið….. Högna Kristbjörg Knútsdóttir (21 árs afmæli – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hugh John Baiocchi 17. ágúst 1946 (69 ára); Dottie Pepper, aðstoðarfyrirliði Meg Malone í Solheim Cup 2013, 17. ágúst 1965 (50 ára stórafmæli); Þröstur Ársælsson (47 ára) Peter Gustafson, 17. ágúst 1976 (39 ára)….. og …. Songlist Song Og Leiklistarskoli Golf 1 óskar Lesa meira
Jason Day sigurvegari PGA Championship!
Það var ástralski kylfingurinn Jason Day sem stóð uppi sem sigurvegari á PGA Championship. Hann lék á samtals 20 undir pari. Þar kom að því en þetta er fyrsti sigur Day á risamóti!!! Í 2. sæti varð Jordan Spieth, á samtals 17 undir pari. Í 3. sæti varð síðan Branden Grace frá Suður-Afríku á samtals 15 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á PGA Championship SMELLIÐ HÉR:
Ellie Day tvítar í beinni frá gengi eiginmannsins á PGA Championship og … er fyndin
Ellie Day er eiginkona Jason Day sem nú er að keppa um sigurinn í fyrsta risamóti sínu. Ellie fylgist spennt með og tvítar í beinni. Sum tvítin hennar Ellie eru fyndin og má sjá með því að SMELLA HÉR:
GA Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ í piltaflokki
Um helgina 15.-16. ágúst 2015 fór fram Sveitakeppni GSÍ í unglingaflokkum. Á Jaðarsvelli á Akureyri var keppt hjá 18 ára og yngri pilta. Alls tóku 14 sveitir þátt en leikinn var höggleikur á föstudaginn og í kjölfarið tók við holukeppni og úrslitaleikirnir fóru fram á sunnudag. Úrslit í flokki 18 ára og yngri pilta: 1. GA 2. GK (1) 3. GKG (A) 4. GM 5. GR (B) 6. Hamar, Akureyri, Ólafsfjörður 7. GK (B) 8. GV 9. GR (A) 10. GHG/Sandgerði 11. GKG (B) 12. GO 13. GL 14. GH / GA Sjá má öll úrslit í piltaflokki með því að SMELLA HÉR:
Bubba og mauraþúfan
Bubba Watson rövlaði við dómara eftir að bolti hans lenti á mauraþúfu á lokahring PGA Championship risamótsins. Sjá má myndskeið af atvikinu með því að SMELLA HÉR:
GKG Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ í telpnaflokki 15 ára og yngri
Sveitakeppni unglinga fór fram um þessa helgi 15.-16. ágúst 2015. Á Selsvelli á Flúðum var keppt í stúlknaflokki 15 ára og yngri og 18 ára og yngri. GKG (1) sigraði í flokki 15. ára og yngri Alls tóku 12 sveitir þátt á Flúðum en keppt var í holukeppni alla keppnisdagana. Úrslit í telpnaflokki 15 ára og yngri: 1. GKG-1 2. GA/GÓ 3. GKG-2. 4. GK 5. GR (1) 6. GR (2)
Afmæliskylfingur dagsins: Sveinn Andri Sigurpálsson – 16. ágúst
Afmæliskylfingur dagsins er Sveinn Andri Sigurpálsson. Hann er fæddur 16. ágúst 1999 og því 16 ára í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Sveinn Andri Sigurpálsson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Temper Netverslun (74 ára); Vífill Karlsson, 16. ágúst 1948 (67 ára); Hafþór Helgi Einarsson (49 ára); Sveinsdóttir Sveinbjörg; Ekki Spurning (38 ára). Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Kaymer tekur þetta á reynslunni
Kaymer er á samtals 11 undir pari, eftir 3 hringi á Whistling Straits, fjórum höggum á eftir forystumanninum Jason Day. Í gær var Kaymer á sjóðandi 7 undir pari, 65 höggum og er þar með kominn meðal þeirra efstu lokahringinn, sem verður leikinn í dag. Á fullkomnum hring hans fékk hann m.a. 5 fugla á seinni 9. Fyrrum nr. 1 á heimslistanum (Martin Kaymer) hefir sigrað á 2 risamótum og hefir verið hluti af 3 sigurliðum Evrópu í Rydernum. Þar að auki á hinn 11-faldi sigurvegari á Evróputúrnum góðar minningar frá Whistling Straits, þar sem hann vann Bubba Watson í bráðabana þegar hann vann fyrri risatitil sinn 2010. „Ég gerði ekki mikið af Lesa meira
Aldur Tiger
Aftur og aftur eru sögur, greiningar og komment. þar sem spurt er hvað sé að leik Tiger Woods? Og fólk virðist bara ekki taka því að það er ekkert að Tiger. Hann er bara 40 ára eða verður það eftir nokkra mánuði; er þá kominn á fimmtugs aldurinn. Og það er þá bara það sem skeður …. leikurinn versnar ….. eða það er mat Joe Posnanski hjá Golf Channel. Lesa má grein hans með því að SMELLA HÉR:
LPGA: Henderson enn efst f. lokahringinn
Kanadíska golfstirnið 17 ára, Brooke Henderson er enn efst fyrir lokahring Cambia Portland Classic, sem er mót vikunnar á LPGA. Hún er búinn að spila á samtals 18 undir pari, 198 höggum (66 67 65) og hefir 5 högga forystu á næsta keppanda. Það er Morgan Pressel sem er í 2. sæti á samtals 13 undir pari. Það verður spennandi að sjá hvort Henderson tekst að landa fyrsta LPGA titli sínum í kvöld! Til þess að sjá stöðuna á Cambia Portland Classic SMELLIÐ HÉR:










