Pro Golf: Þórður Rafn á 68! Lauk keppni T-22
Þórður Rafn Gissurarson, GR, Íslandsmeistari í höggleik, hefir undanfarna daga þ.e. 17. ágúst – 19. ágúst verið í Bobingen-Burgwalden á Augsburg Classic mótinu. Mótið er hluti af ProGolf mótaröðinni. Þórður Rafn lék samtals á 3 undir pari, 213 höggum (74 71 68) og varð T-22. Samtals fékk Þórður Rafn 6 fugla og 2 skolla á glæsilegum lokahring sínum upp á 4 undir pari, 68 högg!!! Til þess að sjá lokastöðuna í Augsburg Classic SMELLIÐ HÉR:
Rory vill verða nr. 1 aftur
Rory varð í 17. sæti á síðasta risamóti ársins, PGA Championship. Það aðeins nokkrum vikum eftir að hann reif liðband í ökklanum á sér í fótboltaleik. Sautjánda sætið var ekki það versta heldur fremur það að hann missti 1. sæti sitt á heimslistanum til Jordan Spieth. Rory vill verða nr. 1 aftur. Sjá má ágætis grein þar sem fram kemur að hann ætli að ná 1. sæti heimslistans aftur með því að SMELLA HÉR:
Byrjaðu í golfi í Endurmenntun
Golf er afar vinsæl íþrótt hér á landi meðal allra aldurshópa og nú er hægt að læra grunnatriði í golfi hjá Endurmenntun. Golfsamband Íslands og Hissa, ráðgjafar- og fræðslumiðstöð um golf hafa gert samstarfssamning við okkur í Endurmenntun um að halda golfnámskeið. Námskeiðið Byrjaðu i golfi – fyrir byrjendur og lengra komna, verður kennt í september og aftur í nóvember. Grunnatriðin í golfi eru kennd með Starting New At Golf (SNAG) golfkennslukerfinu sem hefur slegið í gegn út um allan heim. Kennslan fer fram í formi fyrirlestra, æfinga og leikja fyrst í húsnæði Endurmenntunar að Dunhaga og síðasta kennsludaginn er kennt í æfingarhúsnæði GSÍ. Kennari er Magnús Birgisson PGA golfkennari Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ágústa Dúa Jónsdóttir – 18. ágúst 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Ágústa Dúa Jónsdóttir. Ágústa Dúa er fædd 18. maí 1956 og er í Nesklúbbnum. Hún á synina Jón Þór og Árna Mugg Sigurðssyni. Ágústa Dúa hefir tekið þátt í fjölmörgum opnum mótum og alltaf með góðum árangri, t.a.m. tók hún þátt í Lancôme mótinu á Hellu 4. maí 2014. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ágústu Dúu til hamingju með daginn hér fyrir neðan: Ágústa Dúa Jónsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Roger Davis 18. maí 1951 (64 ára); Joe Naomichi Ozaki 18. maí 1956 (59 ára); Tom Jackson 18. maí 1960 (55 ára); Sigurrós Allansdóttir, 18. ágúst 1963 Lesa meira
Leynir upp í 1. deild að ári!
Sveitakeppni eldri kylfinga í kvennaflokki fór fram á Hellishólum um helgina. Í 2. deild sigraði sveit Leynis frá Akranesi. Sveitin keppir því í 1. deild að ári. Öll úrslit úr mótinu má nálgast með því að SMELLA HÉR: 2. deild kvenna: 1. Golfklúbburinn Leynir 2. Golfklúbbur Öndverðarness 3. Golfklúbburinn Oddur 4. Golfklúbburinn Vestarr
Eimskipsmótaröðin 2015 (6): Nýherjamótið hefst næstu helgi!
Lokamót Eimskipsmótaraðarinnar, Nýherjamótið, í golfi fer fram um helgina á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Það er útlit fyrir spennandi baráttu um stigameistaratitilinn í karla – og kvennaflokki. Þetta er sjötta mótið á Eimskipsmótaröðinni . Keilismaðurinn Axel Bóasson, Íslandsmeistari í holukeppni 2015, er efstur á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar. Axel er með 5505.00 stig en þar á eftir kemur Kristján Þór Einarsson úr GM en hann er með 4387.50 stig. Kristján Þór hefur titil að verja en hann varð stigameistari í fyrra í fyrsta sinn. Axel hefur aldrei fagnað stigameistaratitlinum í karlaflokki. Tinna Jóhannsdóttir úr Keili er efst í kvennaflokknum á stigalistanum á Eimskipsmótaröðinni en Karen Guðnadóttir úr GS hefur titil að verja. Lesa meira
Sveit Keiliskvenna Íslandsmeistarar í 1. flokki eldri kvenna í sveitakeppni GSÍ
Sveitakeppni eldri kylfinga í kvennaflokki fór fram á Hellishólum um helgina 15.-16. ágúst 2015. Í 1. deild sigraði Keilir frá Hafnarfirði. Öll úrslit úr mótinu má nálgast með því að SMELLA HÉR: 1. deild kvenna: 1. Golfklúbburinn Keilir 2. Golfklúbbur Reykjavíkur 3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 4. Nesklúbburinn 5. Golfklúbbur Mosfellsbæjar 6. Golfklúbbur Kiðjabergs 7. Golfklúbbur Akureyrar 8. Golfklúbbur Suðurnesja
Mamma Jason Day horfði á sigurinn úr vinnunni
Dening Day gat ekki fylgst með syni sínum á PGA Championship risamótinu í eigin persónu og horfði bara á hann úr tölvu sinni í vinnunni. Dening Day, mamma Jason, sigurvegara PGA Championship fór ekki til Kohler, Wisconsin. „Ég fylgdist með uppfærslunum á vefnum og það tók svolítin tíma að fá upplýsingarnar þannig að ég var mjög spennt,“ sagði Dening í samtali við ABC Radio. „Vinnufélagar mínir voru svo spenningur og þeir voru bara eins spenntir og ég og þeir vita að Jason hefir verið að bíða eftir að sigra á risamóti.“ Day varð 5. Ástralinn til þess að sigra US PGA Championship og hann innsiglaði sigurinn á glæsilegum 67 höggum. Þetta Lesa meira
Spieth nr. 1 á heimslistanum
Jason Day sigraði í gær á PGA Championship og sannaði þar með að hann er einn af þessum 20 ára draumakylfingum sem ætla sér að dómínera golfíþróttina á komandi árum. Jordan Spieth komst í 1. sæti heimslistans eftir að hafa náð 2. sætinu í mótinu. En með þessu varð Spieth aðeins 3 kylfingur í heimi sem klárað hefir öll 4 risamótin í 4. sæti eða betur á einu og sama keppnistímabilinu. Aðeins Tiger Woods og Jack Nicklaus hefir tekist það líka. Spieth kláraði líka 16 hringi í risamótum á 54 undir pari, en það er líka met. Það verður gaman að sjá hvað Spieth gerir á næsta ári í risamótum! …. en Lesa meira
Spieth talar um samræður sínar við Day lokahringinn
Það er allt í góðu milli þeirra Spieth og Day – Spieth jós lofinu yfir Day eftir hring þeirra á Whistling Straits þar sem Day stóð uppi sem sigurvegari. Sjá má ágætis grein um samræður þeirra með því að SMELLA HÉR:










