Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2015 | 13:30

Adam Scott leitar að nýjum kaddý

Ástralski kylfingurinn Adam Scott er í stöðugri leit að nýjum kylfusveini. Síðan samstarfi Scott við Steve Williams lauk, hefir bara hvorki gengið né rekið hjá honum. Hann byrjaði árið með Mike Kerr frá Suður-Afríku á pokanum, en Scott líkaði ekki samstarfið og fékk Williams til að vera á pokanum hjá sér í risamótunum 4, þetta árið. Því fyrirkomulagi lauk í PGA Championship þegar Scott komst ekki einu sinni í gegnum niðurskurð eftir hringi upp á 75 og 76. Adam Scott var nr. 1 á heimslistanum meðan Willams var í fullu starfi hjá honum en nú er hann ekki einu sinni meðal topp-10 kylfinga í heiminum; þó hann sé enn býsna ofarlega þ.e. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2015 | 12:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Ariya Jutanugarn (43/45)

Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 5.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Þær sem eru í 1.-20. sæti eru með fullan spilarétt en hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Nú er komið að því að kynna þá kylfinga, sem urðu í 3.-4. sæti í mótinu, m.ö.o. T-3; Maríu Hernandez frá Spáni og Ariyu Jutanugarn frá Thaílandi. María hefir þegar verið kynnt og í dag er röðin komin að thaílensku stúlkunni Ariyu. Ariya lék á samtals 9 undir pari, 351 höggi (73 69 71 67 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 22:15

PGA: Gore efstur – Tiger T-2 f. lokahringinn á Wyndham

Bandaríski kylfingurinn Jason Gore leiðir fyrir lokahring Wyndham Championship. Gore hefir leikið á samtals 15 undir pari, 195 höggum (66 67 62). Gore er e.t.v. ekki þekktasti kylfingurinn á PGA Tour en sjá má kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:  Tiger er T-2 ásamt tveimur öðrum kylfingum, sem allir hafa spilað á samtals 13 undir pari og eru því 2 höggum á eftir forystumanninum. Hinir sem eru T-2 ásamt Tiger eru Jonas Blixt og Scott Brown. Til þess að sjá stöðuna á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 21:45

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2015 (5): Jóhanna Lea sigraði í stelpuflokki!!!

Í dag fór fram 5. mótið á Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Mótið fór fram á Glannavelli í Borgarbyggð og voru þátttakendur 15 í stelpuflokki. Í 1. sæti varð Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR á 15 yfir pari, 85 glæsihöggum!!! Í 2. sæti varð Inga Lilja Hilmarsdóttir, GK á 89 höggum og í 3. sæti varð Margrét Ralston, GM á 91 höggi. Lokastaðan í stelpuflokki var eftirfarandi: 1 Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir GR 12 F 41 44 85 15 85 85 15 2 Inga Lilja Hilmarsdóttir GK 15 F 42 47 89 19 89 89 19 3 Margrét K Olgeirsdóttir Ralston GM 27 F 52 39 91 21 91 91 21 4 Brynja Valdís Ragnarsdóttir GR Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 21:45

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2015 (5): Yngvi Marinó sigraði í piltaflokki!!!

Aðeins einn þátttakandi var í piltaflokki á 5. móti Áskorendamótaraðar Íslandsbanka, Yngvi Marinó Gunnarsson úr Golfklúbbi Selfoss. Frábært hvað Yngvi er duglegur að mæta í mót Áskorendamótaraðarinnar, jafnvel þó hann sé aðeins eini keppandinn!!! Þess mætti geta að enginn keppandi var í stúlknaflokki 17-18 ára;  í telpuflokki 15-16 ára og drengjaflokki 15-16 ára, sem er miður því Áskorendamótaröðin er frábær keppnisvettvangur. Því er svo frábært hvað Yngvi Marinó er búinn að vera duglegur að mæta í öll mót Áskorendamótaraðarinnar í sumar – frábær kylfingur hann Yngvi Marinó!!! Úrslitin í piltaflokki:  1 Yngvi Marinó Gunnarsson GOS 10 F 46 60 106 36 106 106 36

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 21:45

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2015 (5): Breki á 67 og sigraði í strákaflokki!!!

Í dag fór fram 5. mótið á Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Mótið fór fram á Glannavelli í Borgarbyggð og voru þátttakendur 29 í strákaflokki. Í 1. sæti varð Breki Gunnarsson Arndal, GKG, á glæsiskori, 3 undir pari, glæsilegum 67 höggum!!! Breki varð jafnframt á besta skorinu yfir allt mótið – og það í strákaflokki, yngsta flokkinum!!! Í 2. sæti varð Björn Viktor Viktorsson, GL á 71 höggi og í 3. sæti Orri Snær Jónsson, NK á 72 höggum. Í 4. sæti varð síðan Sveinn Andri Sigurpálsson, GM á 5  yfir pari, 75 höggum. Sjá má heildarúrslitin í strákaflokki hér fyrir neðan: 1 Breki Gunnarsson Arndal GKG 1 F 34 33 67 -3 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 21:10

Sveitakeppni GSÍ 2015: GR og NK keppa um 1. sætið GÖ og GO um bronsið í 1.flokki eldri karla!

Sveitakeppni GSÍ  hjá 1. flokki eldri karla fer fram  í Öndverðarnesi. Þar keppa rúmlega 70 kylfingar og liðin sem þátt taka eru Golfklúbbur Reykjavíkur, Golfklúbburinn Keilir, Golfklúbbur Suðurnesja, Golfklúbbur Öndverðarnes, Golfklúbburinn Oddur, Nesklúbburinn, Golfklúbbur Akureyrar, Golfklúbbur Vestmannaeyja. Ljóst er að það eru sveit Golfklúbbs Reykjavíkur og Nesklúbbsins sem keppir um Íslandsmeistaratitilinn á morgun. Heimamenn (sveit Öndverðarness) og sveit Golfklúbbs Odds (GO) keppa um bronsið.   Sjá má úrslit allra leikja með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 21:00

Eimskipsmótaröðin 2015 (6): Haraldur Franklín leiðir fyrir lokahringinn í karlaflokki

Sjötta mót Eimskipsmótaraðarinnar, Nýherjamótið,  fer fram á Urriðavelli, Golfklúbbsins Odds. Í karlaflokki er það Haraldur Franklín Magnús, GR, sem leiðir, á glæsilegum 5 undir pari, fyrir lokahringinn. Haraldur Franklín er samtals búinn að spila á 137 höggum (70 67). Í 2. sæti er klúbbfélagi Haraldar, Stefán Már Stefánsson, GR, á samtals 1 undir pari, 141 höggi (72 69). Í 3. sæti er síðan klúbbmeistari Golfklúbbsins Keilis, Benedikt Sveinsson á samtals 1 yfir pari, (76 67) en Benedikt átti frábæran 2. hring í dag, líkt og Haraldur Franklín upp á 4 undir pari, 67 högg!!! Sjá má stöðuna í karlaflokki á Eimskipsmótaröðinni í heild hér að neðan:  1 Haraldur Franklín Magnús Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 20:00

Íslandsbankamótaröðin (5): Spennandi lokahringur framundan – Staðan e. 1./2. dag

Fimmta og næst síðasta mótið á Íslandsbankamótaröð unglinga fer nú fram á Hamarsvelli í Borgarnesi. Rúmlega 100 kylfingar taka þátt og að venju er keppt í þremur aldursflokkum í pilta og stúlknaflokki. Lokamótið fer fram í byrjun september. Staðan fyrir lokahringinn í Borgarnesi hjá efstu kylfingunum í hverjum aldursflokki fyrir sig er þessi: 17-18 ára flokkarnir hófu leik á föstudaginn og leika 54 holur en aðrir flokkar leika 36 holur á tveimur keppnisdögum. Strákaflokkur 14 ára og yngri: 1. Sigurður Bjarki Blumenstein, GR 73 högg +2 2. Böðvar Bragi Pálsson, GR 74 högg +3 3. Gunnar Aðalgeir Arason, GA 75 högg +4 4.-5. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 76 högg +5 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 19:00

Berglind í 6. sæti á Finnish Amateur Championship

Berglind Björnsdóttir, GR, tók þátt í Finnish Amateur Championship. Mótið fór fram dagana 20.-22. ágúst og lauk því í dag. Berglind náði þeim stórglæsilega árangri að landa 6. sætinu af u.þ.b. 40 þátttakendum í kvennaflokki, en keppt var í kvenna- og karlaflokki í mótinu. Berglind lék á samtals 13 yfir pari, 226 höggum (74 78 74). Sjá má lokastöðuna á Finnish Amateur Championship með því að SMELLA HÉR: