Íslandsbankamótaröðin 2015 (5): Ólöf Maria sigurvegari í telpnaflokki!
Nú um helgina, 21.-23. ágúst 2015, fór fram 5. mót Íslandsbankamótaraðarinnar á Hamarsvelli í Borgarnesi. Það var Ólöf María Einarsdóttir, GHD sem sigraði í telpnaflokki; lék á samtals 15 yfir pari, 156 höggum (76 80). Í 2. sæti varð Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, GR og í 3. sæti Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD. Sjá má heildarstöðuna í telpnaflokki á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar hér að neðan: 1 Ólöf María Einarsdóttir GHD 2 F 41 39 80 10 76 80 156 15 2 Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR 4 F 44 41 85 15 87 85 172 31 3 Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD 11 F 47 40 87 17 88 87 175 34 4 Heiðrún Lesa meira
Álitið að Obama hafi spilað 1100 klst af golfi sem forseti Bandaríkjanna
Það er álitið að Barack Obama hafi spilað 1100 klukkustundir af golfi, eftir að hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Skv. CNN hefir hinn 54 ára Obama spilað 247 golfhringi eftir að hann tók við stöðu Bandaríkjaforseta í Hvíta Húsinu. Þetta er farið að slaga hátt upp í þann tíma sem Dwight D. Eisenhower, Bandaríkjaforseti varði á golfvellinum en hann var sagður vera golffíkill. Það var Eisenhower sem kom upp púttflöt fyrir framan Hvíta húsið. Obama hefir mátt þola mikla gagnrýni fyrir golfleik og áhuga sinn. Þannig var gagnrýnt harðlega að hann fór í golf aðeins stuttu eftir að hann hafði fordæmt morð ISIS á fréttamanninum James Foley. Það skilja Lesa meira
Íslandsbankamótaröðin 2015 (5): Kristófer Karl sigraði í flokki 14 ára og yngri stráka
Nú um helgina, 21.-23. ágúst 2015, fór fram 5. mót Íslandsbankamótaraðarinnar á Hamarsvelli í Borgarnesi. Það var Kristófer Karl Karlsson, GM sem sigraði í strákaflokki; lék á samtals 6 yfir pri, 147 höggum (78 69) 9 högga sveifla var milli hringja hjá honum og spilaði hann seinni daginn á glæsilegum 2 undir pari! Í 2. sæti, 3 höggum á eftir urðu Sigurðar Arnar Garðarsson, GKG og Sigurður Bjarki Blumenstein, GR, á 9 yfir pari, 150 höggum. Sjá má heildarstöðuna í strákaflokki á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar hér að neðan: 1 Kristófer Karl Karlsson GM -3 F 34 35 69 -1 78 69 147 6 2 Sigurður Arnar Garðarsson GKG 2 F Lesa meira
PGA: Hinn 51 árs Davis Love III sigrar Wyndham mótið í 3. sinn!!!
Það var fyrirliði Bandaríkjanna í n.k. Ryder Cup, Davis Love III, sem sigraði í 3. sinn á Wyndham Championship mótinu nú fyrr í kvöld. Davis Love III lék á samtals 17 undir pari (64 66 69 64). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir varð Jason Gore, á samtals 16 undir pari. Þriðja sætinu deildu Paul Casey, Scott Brown og Charl Schwartzel á samtals 15 undir pari, hver. Tiger varð T-10 á samtals 13 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR:
Eimskipsmótaröðin 2015 (6): Flottur sigur Haraldar Franklín!!!
Haraldur Franklín Magnús úr GR sigraði á Nýherjamótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk í dag á Urriðavelli. Þetta er fyrsti sigur hans á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabili en Haraldur lék samtals á -4 og var fjórum höggum betri en Sigurþór Jónsson úr GK sem varða annar en hann Sigurþór lék best allra á lokahringnum. Benedikt Sveinsson úr GK varð þriðji á +1 samtals. „Þetta var frábært mót og Urriðavöllur er í frábæru standi. Það eru allar flatirnar á vellinum góðar og gott að slá inn á þær og þær taka vel við. Vissulega var veðrið að hafa áhrif á þetta allt saman en það rigndi mikið í gær á okkur en Lesa meira
Sveitakeppni GSÍ 2015: Sveit GR Íslandsmeistari í 1. deild eldri karla!!!
Sveit eldri kylfinga í Golfklúbbi Reykjavíkur varð sigurvegari í Sveitakeppni GSÍ sem fram fór á Öndverðanesvelli nú um helgina. Sveit GR spilaði til úrslita við sveit NK og fóru leikar þannig að Golfklúbbur Reykjavíkur hlaut 3,5 vinning á móti 1,5 vinningi NK klúbbsins. Sveit GR var þannig skipuð: Einar Long Hannes Eyvindsson Hörður Sigurðsson Jón Haukur Guðlaugsson Óskar Sæmundsson Rúnar Gíslason Sigurður H.Hafsteinsson Sæmundur Pálsson Liðsstjóri: Garðar Eyland Það voru GO og GÖ, sem kepptu um bronsið. Þar höfðu Oddverjar betur unnu Öndverðarnesinga með 4,5 vinningi g. 0.5 vinningi. Það var aðeins Þorsteinn Þorsteinsson í sveit Öndverðarness sem náði hálfum vinningi á móti Ragnari Gíslasyni í sveit GO. Það er Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Auður Kjartansdóttir – 23. ágúst 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Auður Kjartansdóttir. Auður er fædd 23. ágúst 1991 og er því 24 ára í dag. Hún er klúbbmeistari Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi 2013, 2014 og 2015. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Auði með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Auðar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Auður Kjartansdóttirovic (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter Thomson, 23. ágúst 1929 (86 ára); Skylmingafélag Reykjavíkur 23. ágúst 1948 (67 ára); Guðrún Sesselja Arnardóttir 23. ágúst 1966 (49 ára); Mo Joong-kyung, 23. ágúst 1971 ( 44 ára frá Suður-Kóreu); Örn Bergmann, 23. ágúst 1989 Lesa meira
Eimskipsmótaröðin 2015 (6): Tinna sigurvegari í kvennaflokki á Nýherjamótinu!!!
Það var Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Keili sem sigraði á 6. móti Eimskipmótaraðarinnar, Nýherjamótinu. Tinna lauk hringjunum 3 á glæsilegum 8 yfir pari, 221 höggi (72 76 73). Í 2. sæti varð Karen Guðnadóttir, GS, tveimur höggum á eftir á samtals 10 yfir pari, 223 höggum (71 77 75). Í 3. sæti varð síðan Anna Sólveig Snorradóttir, sem leiddi fyrir lokahringinn á samtals 13 yfir pari, 226 höggum (72 75 79). Sjá má heildarúrslitin í kvennaflokki hér að neðan: 1 Tinna Jóhannsdóttir GK 2 F 35 38 73 2 72 76 73 221 8 2 Karen Guðnadóttir GS 4 F 36 39 75 4 71 77 75 223 10 3 Lesa meira
Evróputúrinn: David Horsey sigraði í Made in Danmark mótinu!
Það var Englendingurinn David Horsey, sem stóð uppi sem sigurvegari í Made in Danmark mótinu á Himmerland golfvellinum. Horsey lék á samtals 13 undir pari, 271 höggi (63 67 68 73). Í 2. sæti varð Svíinn Kristoffer Broberg, á glæsilegu nýju vallameti á Himmerland 9 undir pari, 62 höggum, lokahringinn!!! Það dugði þó ekki til sigurs – Broberg varð 2 höggum á eftir Horsey, sem búinn var að leiða allt mótið. Til þess að sjá lokastöðuna á Made in Danmark SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Made in Danmark mótinu SMELLIÐ HÉR: (Bætt við þegar myndskeiðið er til)
GHD: Hlín og Dóra Kristín sigruðu í Opna kvennamóti GHD
Hið árlega Opna kvennamót GHD fór fram á Hamarsvelli á Dalvík í gær, 22. ágúst 2015. Venju samkvæmt er keppt í tveimur flokkur forgjafarflokkum 28+ og 28- ; auk þess sem fjöldamörg önnur frábær verðlaun eru veitt t.a.m. nándarverðlaun á öllum par-3 brautum, (einn flokkur), verðlaun fyrir lengsta teighögg í báðum flokkum auk fjölda skorkortavinninga. Þátttakendur í ár voru 48 og skemmtu sér hið besta í því frábæra veðri sem var á Dalvík í gær. Sigurvegarar í ár í Opna kvennamóti GHD eru eftirfarandi: Forgjafarflokkur +28: 1 Hlín Torfadóttir GHD 33 F 18 16 34 punktar 2 Gígja Kristín Kristbjörnsdóttir GHD 27 F 15 12 27 punktar (fleiri eða 12 á Lesa meira









