Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Eiríkur Þór og Kristján – 26. ágúst 2015 – Uppskrift að afmælisbrownies fylgir!!!

Afmæliskylfingar dagsins eru Eiríkur Þór Hauksson og Kristján Vigfússon.  Eiríkur Þór er fæddur 26. ágúst 1975 og á því 40 ára stórafmæli. Kristján er fæddur 26. ágúst 1965 og á 50 ára merkisafmæli. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan Eiríkur Þór Hauksson · 40 ára (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Kristján Vigfússon – 50 ára (Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Hudson, 26. ágúst 1945 (70 ára stórafmæli!!!); Howard K. Clark, 26. ágúst 1954 (61 árs); James Edgar Rutledge 26. ágúst 1959 (56 ára); Ben Martin, 26. ágúst 1987 (28 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2015 | 14:00

Solheim Cup 2015: Evrópska liðið fullskipað

Fyrirliði evrópska Solheim Cup liðsins, Carin Koch tilkynnti í gær um val á 4 leikmönnum, sem hún getur valið í liðið. Það eru: landa hennar Caroline Hedwall, franski kylfingurinn Karine Icher, Caroline Masson sem verður á heimavelli á St. Leon Rot í Þýskalandi og reynsluboltann og golfdrottninguna skosku Catrionu Matthew. Frábær liðsheild. Solheim Cup fer fram 18.-20. september n.k. í Þýskalandi. Allir 12 evrópsku keppendurnir eru eftirfarandi.  Carlota Ciganda, Spánn Sandra Gal, Þýskaland Caroline Hedwall, Svíþjóð Charley Hull, England Karine Icher, Frakkland Caroline Masson, Þýskaland Catriona Matthew, Skotland Azahara Muñoz, Spánn Gwladys Nocera, Frakkland Anna Nordqvist, Svíþjóð Suzann Pettersen, Noregur Melissa Reid, England

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2015 | 12:00

Poulter sýnir Ferrari-ana sína

Karlmenn er bara litlir strákar. Jafnvel fullorðnir karlar safna bílum og einn þeirra er kylfingurinn Ian Poulter. Hann er mikill áhugamaður um Ferrari-bíla og birti mynd af öllum 5 Ferrari-unum sínum á Twitter. Með myndinni var eftirfarandi texti: „.@Ferrari Supercar 5 is complete. So lucky to be able to collect them all. Now time to win that @fedex Cup. #NoLimits “ Sjá má Twitter myndina af Ferrari-bíl Poulter með því t.d. að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2015 | 11:30

Meistaramót lögmanna föstud. 31. ágúst n.k. í Leirunni – Fjölmennið!

Nú er komið að því að hið árlega meistaramót lögmanna verði haldið. Það fer í ár fram á Hólmsvelli í Leiru, hjá Golfklúbbi Suðurnesja, mánudaginn 31. ágúst. Ræst er út kl. 13:00 frá 1. og 10. teig. Leikinn verður 18 holu höggleikur með fullri forgjöf. Einnig verður keppt án forgjafar. Sigurvegari með forgjöf telst félagsmeistari. Umsjónarmaður er Haukur Örn Birgisson hrl. Skráning þarf að hafa borist fyrir kl. 12:00 föstudaginn 28. ágúst. Nú er um að gera að fjölmenna, sérstaklega er skorað á kvenlögfræðinga að mæta!!! Í fyrra fór mótið fram í blíðviðri á Garðavelli á Skaganum og kvenþátttakendur í lögmannstétt voru 3. Takmarkið er að þeir verði fleiri en í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2015 | 10:00

GKG: Minningarmót um Jón Ólafsson og Ólaf Einar Ólafsson 29. ág. n.k.

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar stendur fyrir minningarmóti um næstu helgi sem er styrktarmót fyrir afrekssvið GKG. Mótið er haldið til minningar um Jón Ólafsson fyrrum formann afreksnefndar GKG og Ólaf Einar Ólafsson fyrrum framkvæmdastjóra GKG. Mótið fer fram 29. ágúst á Leirdalsvelli og eru verðlaunin glæsileg. Keppnifyrirkomulagið er punktakeppni og einnig eru veitt verðlaun fyrir besta skor án forgjafar. Stórglæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni og besta skor án forgjafar, nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Dregið verður úr skorkortum við verðlauna afhendingu. Verðlaun: 1. sæti í punktakeppni: Ameríkuferð með Icelandair. Besta skor: Ameríkuferð með Icelandair. Aðrir vinningar: N1, Ecco, Ölgerðin, Örninn golfverslun, ISAM, Golfklúbbur Reykjavíkur, Golfklúbburinn Keilir, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2015 | 09:30

PGA: Kaymer spilar ekki á PGA á næsta ári

Þýski kylfingurinn Martin Kaymer mun ekki spila á PGA Tour á næsta ári. Ástæðan er sú að til þess að endurnýja og viðhalda korti sínu þurfa útlendir leikmenn að spila í minnst 15 mótum. Kaymer hefir aðeins spilað í 13. Hann reiknaði með að fá að taka þátt í FedEx Cup en eftir slælegt gengi á keppnistímabilinu gekk sá útreikningur ekki eftir hjá honum og hann fær ekki að taka þátt í FedEx Cup umspilinu og situr eftir með sárt ennið og engan keppnisrétt á PGA Tour 2015. Hann mun því spila á Evrópumótaröðinni næsta keppnistímabil og verður að treysta á boð styrktaraðila PGA á hin ýmsu mót.

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2015 | 08:30

LPGA: Ko sigraði í Kanada

Hin nýsjálenska Lydia Ko elskar Kanada og tilfinningin virðist gagnkvæm ef marka má áhorfendafjöldann sem mætti til þess að fylgjast með þessari 18 ára stúlku sem hefir gengið svo vel í heimalandi þeirra, Kanada, sl. helgi. Ko sigraði í 3. sinn í Opna kanadíska nú eftir spennandi bráðabana við Stacy Lewis. Ko lék á samtals 12 undir pari (67 68 69 72). Í 2. sæti varð Stacy Lewis einnig á 12 undir pari en hún tapaði fyrir Ko í bráðabana, sem fyrr segir. Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:     

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2015 | 08:00

Rory gæti náð 1. sæti heimslistans aftur í þessari viku

Jordan Spieth er þessa dagana að komast að því að það er býsna hvasst á toppi heimslistans og allir eru að reyna að steypa honum úr sessi. Svo er staða hans á toppi heimslistans líka veik. T.a.m. verður hann að ná 15. sætinu í móti vikunnar eða gera betur til þess að halda toppsæti heimslistans og það jafnvel þó Rory sé ekkert að spila. „Ef maður vinnur í hverri viku þá heldur maður nr. 1 sætinu og í mínum huga er það markmiðið og nálgunin í hverju móti að reyna að sigra og síðan að halda þessu (sæti á heimslsitanum) í árabil,“ sagði Spieth. „En aftur þetta gæti auðvitað breyst eftir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 26. 2015 | 07:00

Eimskipsmótaröðin 2015: Tinna stigameistari í kvennaflokki!!!

Tinna Jóhannsdóttir úr Keili fagnaði stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni í golfi 2015. Þetta er í fyrsta sinn sem Tinna nær þessum titli en fyrst var keppt um stigameistaratitilinn árið 1989. Þrír kylfingar úr Keili raða sér í þrjú efstu sætin á stigalistanum í kvennaflokki en Íslandsmeistarinn Signý Arnórsdóttir varð önnur og Anna Sólveig Snorradóttir varð þriðja. Tinna sigraði á tveimur mótum á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabili en hún sigraði á Nýherjamótinu sem var lokamót Eimskipsmótaraðarinnar um s.l. helgi. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR hefur oftast verið stigahæst í kvennaflokki á Eimskipsmótaröðinni eða níu sinnum alls, þar á eftir kemur Ólöf María Jónsdóttir með sex stigameistaratitla. Karen Guðnadóttir úr GS varð stigameistari í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 25. 2015 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Magnús Eiríksson – 25. ágúst 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Magnús Eiríksson. Magnús er fæddur 25. ágúst 1945 og á því 70 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Magnús Eiríksson (70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Dwight Nevil, 25. ágúst 1944 (71 árs); Thorunn Erlu Valdimarsdottir, 25. ágúst 1954 (61 árs);  Ingi Karl Ingibergsson 25. ágúst 1962( 53 ára); Úlfar Jónsson, 25. ágúst 1968 (47 ára); Angela Park (á kóreönsku: 박혜인) 25. ágúst 1988 (27 ára) …. og …… Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til Lesa meira