Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2015 | 10:00

Evróputúrinn: Edberg og Fitzpatrick efstir í hálfleik

Það eru Svíinn Pelle Edberg og Englendingurinn Matthew Fitzpatrick sem eru efstir og jafnir á D+D Czech Master. Báðir eru þeir búnir að spila samtals á 11 undir pari, hvor. Til þess að sjá hápunkta 2. hrings SMELLIÐ HÉR:  Til þess að fylgjast með D+D Czech Masters SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 29. 2015 | 07:00

PGA: Spieth náði ekki niðurskurði

Jordan Spieth komst ekki í gegnum niðurskurð í Barclays mótinu.  Spilaði 2. hringinn á 74 höggum, sem dugði ekki. Ástæðan er m.a. talin vera sú að kappinn skipti um kylfur. Þetta eru ekki drastísk skipti eins og þegar Rory skipti úr Titleist yfir í Nike. Spieth skipti út  Titleist 714 AP2 járnunum sínum fyrir Titleist 716 AP2 járn, sem ekki eru fáanleg fyrir almenning. Skv. Golfweek hefir Spieth ekki skipt um kylfingur síðan um mitt ár s2013. Úff, kylfuskipti alltaf erfið og vonandi að Spieth venjist nýju kylfunum, sem eiga að vera svo miklu betri sem fyrst!  

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Butch Harmon —– 28. ágúst 2015

Það er Butch Harmon sem er afmæliskylfingur dagsins. Butch, sem kennt hefir öllum helstu stórstjörnum golfsins er fæddur 28. ágúst 1943 og á því 72 ára afmæli í dag!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jóhann Árelíuz (63 ára); David Whelan, 28. ágúst 1961 (54 ára); Lee McLeod Janzen, 28. ágúst 1964 (51 árs); Pétur Hrafnsson, 28. ágúst 1966 (49 ára) Yugi Igarashi, 28. ágúst 1968 (47 ára); Joakim Haeggman 28. ágúst 1969 (46 ára); Kristrún Heimisdóttir, 28. ágúst 1971 (44 ára); Gísli Rafn Árnason (42 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2015 | 10:00

PGA: 4 efstir á Barclays e. 1. dag

Það er Bubba Watson sem er efstur eftir 1. dag The Barclays 1. móts FedEx Cup umspilsins, sem hófst í gær. Bubba lék á 5 undir pari og deilir 1. sæti ásamt Camilo Villegas, Tony Finau og Spencer Levin, sem allir voru á sama skori og hann. Virðist ætla að stefna í jafna og harða keppni! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag The Barclays SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 28. 2015 | 08:00

Evróputúrinn: Da Riva meðal efstu í Tékklandi eftir 1. dag

Edoardo de la Riva frá Spáni er meðal efstu eftir 1. dag D+D Czcech Masters mótinu. Da Riva lék á 7 undir pari, 65 höggum. Á hringnum fékk hann m.a. glæsiörn, 6 fugla og einn skolla. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á SMELLIÐ HÉR:  Til þess að fylgjast með stöðunni á D+D Czcech Master SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2015

Það er Aldís Ósk Unnarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Aldís Ósk fæddist 27. ágúst 1997 og er því 18 ára í dag. Hún er í Golfklúbbi Sauðárkróks, Skagafirði (GSS). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Aldísi Ósk til hamingju með daginn hér að neðan Aldís Ósk Unnarsdóttir · 18 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kristinn Ágúst Friðfinnsson, 27. ágúst 1953 (62 ára), Rafn Hagan Steindórsson, 27. ágúst 1956 (59 ára); Don Pooley, 27. ágúst 1957 (58 ára); Bernhard Langer, 27. ágúst 1957 (58 ára) Soffia K. Pitts, 27. ágúst 1958 (57 ára); Pat Kosky Gower, 27. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2015 | 13:00

Wozniacki segist í eitt skipti fyrir öll komin yfir Rory

Svona fyrirsagnir eru nú að verða heldur þreyttar. Búið að draga hvern kima sambandsslita fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy og kærustu hans, sem hann var trúlofaður fyrir ári síðan, Caroline Wozniacki fram í dagsljósið. Hún segist nú í eitt skipti fyrir öll komin yfir hann. Sér hafi ekki gefist neinn annar kostur en að gera allt varðandi sambandsslitin opinber, þar sem Rory lét þau fara í gegnum fjölmiðla. Sjá má ágæta grein í Mirror þar um með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2015 | 10:00

DJ dró sig úr Barclays Pro-Am

Dustin Johnson (DJ) dró sig úr The Barclays pro-am eftir að hafa einungis hálfnað hringinn í Plainfield Country Club í New Jersey í gær, vegna veikinda, sbr. fréttatilkynningu frá PGA Tour. Johnson, sem missti arnarpútt fyrir sigri á Opna bandaríska s.l. júní, hefir átt í vandræðum með verki fyrir brjósti síðan í s.l. viku, sagði talsmaður DJ. „Eftir að hafa spilað 7 holur í dag (í gær) þá var ljóst að hann varð að yfirgefa völlinn og hljóta eins mikla hvíld og mögulegt var fyrir opnunarhring morgundagsins (í dag).“ „Hann er nú undir eftirliti læknis og vonast eftir snöggum bata. Það er þarflaust að segja að hann mun gera allt mögulegt í valdi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2015 | 07:00

Salmann sigraði á Siglfirðingamótinu

Það var Salmann Héðinn Árnason, sem stóð uppi sem sigurvegari á hinu árlega Siglfirðingamóti, sem fram fór að þessu sinni á Leirdalsvelli hjá GKG. Þátttakendur í ár voru 72. Mótið var að venju punktakeppni með forgjöf. Salmann Héðinn var með 36 punkta. Sjá má heildarúrslit í mótinu hér að neðan: 1 Salmann Héðinn Árnason GKG 9 F 17 19 36 36 36 2 Elvar Ingi Möller GO 21 F 15 20 35 35 35 3 Ragnar Ólafsson GR 14 F 15 20 35 35 35 4 Björk Unnarsdóttir GR 25 F 14 20 34 34 34 5 Arnar Freyr Þrastarson GKS 17 F 14 19 33 33 33 6 Daníel Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 27. 2015 | 05:30

Evróputúrinn: Fylgist með D+D hér!

Mót vikunnar á Evróputúrnum er D + D Real Czech Masters, sem fram fer á Albatross golfsvæðinu í Prag í Tékklandi. Mótið er nýhafið en fyrstu keppendur voru ræstir út kl. 5:15 (að okkar tíma hér á Íslandi – 7:15 í Tékklandi). Fylgjast má með stöðunni með því að SMELLA HÉR: