GA: Fannar Már og Jón Steindór sigruðu á Afmælismótinu
Alls tóku 108 manns þátt í Afmælismóti GA sem haldið var í dag. Ræst var út af öllum teigum í morgun klukkan 10:00 og sáust mögnuð tilþrif út á velli. Nándarverðlaun voru veitt á öllum par þrjú holum vallarins, verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni og svo efsta sætið í höggleik. 4.hola: Bjarni Þórhallsson 1,44 m 8.hola: Reimar 2,85 m 11.hola: Fannar Már 2,25 m 14.hola: Jón Hansen 1,24 18.hola: Stefanía Elsa HOLA Í HÖGGI Punktakeppni: 1.sæti: Jón Steindór Árnason 41 punktur 2.sæti: Rósa Jónsdóttir 39 punktar 3.sæti: Jón Birgir Guðmundsson 38 punktar (21 seinni 9) Höggleikur: Fannar Már Jóhannsson 68 högg. – Fannar spilaði frábært golf í dag, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2015
Afmæliskylfingur dagsins er danski kylfingurinn Amanda Moltke-Leth. Amanda er fædd í Kaupmannahöfn 30. ágúst 1976 og er því 39 ára í dag. Foreldrar Amöndu voru diplómatar og var hún því á eilífu flandri um heiminn, þegar hún var yngri. Hún byrjaði ung að spila golf og hætti á LET eftir farsælan feril 2011, til þess að gerast lögreglukona. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Francisco Abreu, 30. ágúst 1943 (72 ára); Beth Bader, 30. ágúst 1973 (42 árs); ….. og ….. Ingibjörg Snorradóttir (64 ára) Erling Svanberg Kristinsson (64 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Lesa meira
Leið yfir John Daly á 18. teig
John Daly féll í yfirlið á 18. teig meðan hann var að golfleik í Deerfield golfklúbbnum síðdegis í gær, laugardaginn 30. ágúst 2015. Hann var fluttur með hraði í Baptist Medical Center í Jackson, Mississippi, þar sem hlúð var að honum og hann gekkst síðan undir bráðabirgðarannsókn. Golfkennarinn í Deerfield, Leigh Brennan sagði ónefndum fjölmiðli að Daly hefði átt í erfiðleikum með að þola hitann en það voru 90° Fahrenheit (u.þ.b. 32,3° hiti) og í enn meiri erfiðleikum að ná andanum. Eins og oft hefir komið fram á Golf 1 er Daly einn af litríkari kylfingum á PGA. Í síðasta móti sem hann lék í á PGA Tour, þ.e. PGA Championship, 13.-16. ágúst Lesa meira
GK: Góð skor í fyrirtækjakeppni Keilis
Í gær fór fram fyrirtækjakeppni Keilis á Hvaleyravelli. Góð þátttaka var í mótið enda voru verðlaunin ekki af verri endanum. Gafst þátttakendum tækifæri á að leika eina af nýju holum vallarins sem gekk með eindæmum vel. Veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin í punktakeppni sem og nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins. Einnig var verðlaunað fyrir þann sem var næstur holu í tveimur höggum á 18. braut. Golfklúbburinn Keilir vill koma þakklæti sínu á framfæri til allra sem tóku þátt og á sama tíma styrktu okkur til framkvæmdanna. Hér að neðan má sjá úrslit mótsins: Punktakeppni: 1. sæti: Hrefna Óskarsdóttir og Valdimar Friðrik Svavarsson en þau spiluðu fyrir Lesa meira
Evróputúrinn: Pieters efstur f. lokahringinn
Það er belgíski kylfingurinn Thomas Pieters sem er efstur á D+D mótinu í Tékklandi. Hann er búinn að spila á samtals 17 undir pari. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir á samtals 16 undir pari er Svínn Pelle Edberg. Lokahringurinn verður leikinn í dag. Sjá má hápunkta 3. dags á D+D með því að SMELLA HÉR: Fylgjast má með D+D mótinu á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
PGA: Bae og Day efstir e. 3. dag Barclays – Myndskeið
Það eru Sangmoon Bae og Jason Day sem eru efstir eftir 3. dag Barclays mótsins. Báðir hafa þeir spilað á 11 undir pari, hvor. Einn í 3. sæti aðeins 1 höggi á eftir, á samtals 10 undir pari er Bubba Watson. Sjá má hápunkta 3. hrings The Barclays með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Barclays mótinu SMELLIÐ HÉR:
LET Access: Ólafía og Valdís komust báðar gegnum niðurskurð
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL taka þátt í HLR Golf Academy mótinu sem fram fer í Hill Side Golf & Country Club – Leikið er á Valley vellinum og er par vallar 71. Báðar komust þær í gegnum niðurskurð; Valdís Þóra hefir leikið á 147 höggum (69 78) en Ólafía Þórunn 146 höggum (70 76). Lokahringurinn er hafinn. Fylgjast má með gengi þeirra Ólafíu og Valdísar með því að SMELLA HÉR:
Sigur og tap hjá Gísla á 1. degi Jacques Leglise Trophy
Gísli Sveinbergsson úr Keili hefur lokið leik á fyrsta keppnisdeginum með úrvalsliði meginlands Evrópu gegn úrvalsliði Bretlands og Írlands í Jacques Leglise Trophy sem fram fer á Royal Dornoch vellinum í Skotlandi. Staðan og úrslit leikja má sjá með því að SMELLA HÉR: Gísli tapaði naumlega 1/0 í morgun í fjórmenningnum þa sem hann lék með Tim Wilding frá Svíþjóð. Eftir hádegi lék Gísli gegn Calum Fyfe frá Skotlandi og þar sigraði Gísli nokkuð örugglega 3/2. Úrvalslið Bretlands og Írlands er með 6 1/2 vinning gegn 5 1/2 vinningi úrvalsliðs meginlands Evrópu. Gísli er fyrsti íslenski kylfingurinn sem keppir á þessu sögufræga móti en aðeins sterkustu áhugakylfingarnir í unglingaflokki eru valdir Lesa meira
7 kylfingar sem engin man eftir að voru nr. 1
Í Golf Digest er ágætis grein þar sem greint er frá 7 kylfingum, sem voru nr. 1 á heimslistanum í golfi. Sá fyrsti sem var nr. 1 á heimslistanum var Þjóðverjinn Bernhard Langer, en það var árið 1986. Og nú tæpum 30 árum síðar er Langer enn að; vinnur hvert mótið á fætur öðru á Öldungamótaröðum. Fyrir daga Langer var það Seve Ballesteros. Til þess að sjá hverjir hinir 6 kylfingarnir eru SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Kristjánsdóttir – 29. ágúst 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Jónína Kristjánsdóttir. Jónína er fædd 29. ágúst 1963 og á því 52 ára afmæli í dag!!! Jónína er lágforgjafarkylfingur í Golfklúbbnum Keili og stendur sig vel á öllum mótum, sem hún tekur þátt í! Jónína hefir m.a. verið í golffréttum nýlega en hún fór holu í höggi á Svarfhólsvelli 20. júlí 2014. Jónína er gift Magnúsi E. Kristjánssyni og á 2 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Jónína Kristjánsdóttir GK (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Albert Þorkelsson, 29. ágúst 1922-12. febrúar 2008 (Hefði orðið 93 ára Lesa meira










