Nína Agdal alltaf að verða betri í golfi
Danska baðfata- og undirfatamódelið Nína Agdal kemur af og til í fréttirnar vegna golfkunnáttu sinnar. Sjá má t.a.m. eldri grein Golf 1 um Agdal með því að SMELLA HÉR: Sjá má myndskeið með Agdal í golfi með því að SMELLA HÉR: Hún hefir nú sett mynd af sveiflu sinni inn á Instragram og má sjá hana með því að SMELLA HÉR:
Heimslistinn: Rory nr. 1 aftur
Rory McIlroy er aftur nr. 1 á heimslistanum. Sem stendur. Jafnvel þó hann hafi ekki tekið þátt í 1. móti FedEx Cup umspilsins þá fór hann fram úr Jordan Spieth á Heimslistanum. Spieth sem var nr. 1 í tvær vikur vegna sigurs síns á PGA Championship náði ekki niðurskurði og fór því aftur niður í 2. sætið. Rory hefir samt aðeins 0,14 stiga forskot. Báðir gætu fallið neðar á listanum eftir Deutsche Bank Championship mótið sem fram fer í þessari viku. Jason Day, sem vann The Barclays, gæti orðið nr. 1 ef hann sigrar á TPC Boston og ef McIlroy og Spieth verða í 3. sæti eða verra. Day er nú í 3. sæti heimslistans. Lesa meira
Daly spilar golf eftir sjúkrahúsvist
Það leið yfir John Daly og hann var fluttur á sjúkrahús með hraði til rannsóknar, s.l. helgi. Í ljós kom að lunga hafði fallið saman vegna þess að rifbein stakkst í það og Daly náði ekki andanum um stund. Daly hefir fengist við lasleika í lunganu af og til vegna atviks sem átti sér stað 2007. Kona ein stökk fram úr runnum á Honda Classic mótinu 2007 og ætlaði að taka mynd af Daly, hann reyndi að stoppa sveiflu sína sló fyrir aftan kúluna og tvö rifbein brotnuðu og hann fór úr axlarlið. Daly hefir staðið í málaferlum síðan 2007 út af atvikinu. Hins vegar sást til hans í golfi Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Gísli Sveinbergs og Þröstur Kára – 31. ágúst 2015
Það eru Gísli Sveinbergsson, GK og Þröstur Kárason sem eru afmæliskylfingar dagsins á Golf 1. Gísli er fæddur 31. ágúst 1997 og er því 18 ára í dag. Gísli er kunnari en frá þurfi að segja; afrekskylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, í afreksóp völdum af landsliðsþjálfaranum okkar, Úlfari Jónssyni og nýbúinn að standa sig frábærlega í Jacques Leglise Trophy. Þröstur Kárason er fæddur 31. ágúst 1995 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hann er í GSS. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Gisli Sveinbergsson (18 ára – Innilega til hamingju með daginn!) Þröstur Kárason (20 ára Lesa meira
PGA: Tveir ásar hjá Harman
Brian Harman fékk 2 ása á lokahring The Barclays og geri aðrir betur! Fyrri ásinn kom á par-3 3. holu á golfvelli Plainfield CC, í Edison, New Jersey. Seinni ásinn sem sjá má með því að SMELLA HÉR: kom á par-3 14. holunni á sama velli. Glæsilegt hjá Harman! Sjá má kynningu Golf 1 á Brian Harman með því að SMELLA HÉR:
Sonur Day slær golfbolta – Myndskeið
Hér má sjá sætt myndskeið af Dash Day syni Jason Day, sem sigraði The Barclays mótið slá golfbolta. SMELLIÐ HÉR:
PGA: Day sigraði á Barclays – Myndskeið
Jason Day landaði 2. stórsigri sínum á árinu í gær þegar hann bar sigurorð af keppendum sínum í 1. móti FedEx Cup umspilsins, The Barclays. Hann lék samtals á stórglæsilegum 19 undir pari, 261 höggi (68 68 63 62) og átti heil 6 högg á Henrik Stenson, sem varð í 2. sæti á samtals 13 undir pari. Lokahringurinn hjá Day var ótrúlega flottur en þar var hann á 8 undir pari, 62 höggum; skilaði „hreinu“ skorkorti með 8 fuglum og 10 pörum. Í 3. sæti varð Bubba Watson á samtals 11 undir pari. Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á The Barclays SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á Lesa meira
LET Access: Valdís lauk keppni T-16 í Finnlandi og Ólafía T-30
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL luku keppni í HLR Golf Academy mótinu sem fram fór í Hill Side Golf & Country Club, í Vihti, Finnlandi, en mótið er hluti af LET Access. Leikið var á Valley vellinum og er par vallar 71. Valdís Þóra lék samtals á 6 yfir pari, 219 höggum (69 78 72) og varð T-16. Ólafía Þórunn lék samtals á 8 yfir pari 221 höggi (70 76 75) og varð T-30. Sigurvegari í mótinu varð hollenska stúlkan Anne Van Dam á samtals 6 undir pari (72 62 73). Til þess að sjá lokastöðuna á HLR Golf Academy mótinu SMELLIÐ HÉR: Næsta mót á LET Access Lesa meira
Gísli með 1 1/2 vinning í 12 1/2 – 12 1/2 jöfnum úrslitum í Jacques Leglise Trophy
Gísli Sveinbergsson, GK, sem er fyrsti kylfingurinn til þess að taka þátt í Jacques Leglise Trophy lauk leik í gær í þessu sögufræga móti. Í mótinu keppa lið meginlands Evrópu (sem Gísli var í) gegn liði Englands&Írlands. Í ár var jafnt með liðunum og átti Gísli þátt í þeim úrslitum, en í tvímenningsleik gærdagsins vann Gísli hálfan vinning fyrir lið sitt! Þar áður var hann búinn að vinna og tapa í fjórmenningi og sigra í tvímenningi gegn geysisterkum skoskum kylfingi Calum Fyfe. Samtals var Gísli því með 1 1/2 vinning í Jacques Leglise. Gísli átti frábæra leiki í keppninni! Til þess að sjá lokastöðuna á Jacques Leglise Trophy SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Thomas Pieters sigraði í 1. sinn á Evróputúrnum
Það var Belginn Thomas Pieters, sem stóð uppi sem sigurvegari á D+D Czech Masters Open í dag. Hann spilaði upp á 20 undir pari, 268 höggum (66 68 65 69). Sigurtékkinn var upp á € 166,660 (23.665.720,00 íslenskra króna). Þetta var fyrsti sigur hins 23 ára Pieters. Sjá má kynningu Golf 1 á Pieters með því að SMELLA HÉR: Í 2. sæti varð Svíinn Pelle Edberg á samtals 17 undir pari, 3 höggum á eftir Pieters. Sjá má lokastöðuna á D+D Czech Masters Open með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 4. dags á D+D Czech Masters Open með því að SMELLA HÉR:










