Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Þorsteinsson – 2. september 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ. Hörður er fæddur 2. september 1961. Hann er í Golfklúbbi Setbergs í Hafnarfirði. Hörður er viðskiptafræðingur, í sambúð með Ásdísi Helgadóttur og á 4 dætur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Hörður Þorsteinsson (54 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marian McDougall, f. 2. september 1913 – d. 14. maí 2009 (hefði átt 102 ára afmæli í dag; Bergsveinn Þórarinsson, GKG, 2. september 1957 (58 ára); Sigurður Jonsson, 2. september 1957 (58 ára); Einar Long, GR, 2. september 1958, (57 ára); Robert Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2015 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA: Alison Lee (45/45)

Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 3.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Þær sem eru í 1.-20. sæti eru með fullan spilarétt en hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Nú á aðeins eftir að kynna þær tvær stúlkur, sem deildu efsta sætinu og hafa svo sannarlega slegið í gegn á þessu keppnistímabili þær Minjee Lee frá Ástralíu og hina bandarísku Alison Lee. Minjee hefir þegar verið kynnt þannig að nú á bara eftir að kynna Alison. Báðar léku þær á 10 undir pari, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2015 | 12:30

Golfvallareigandi borgar sekt fyrir hænsnaskít

Michael Schlesinger, eigandi Escondido Country Club í Suður-Kaliforníu dreifði 5 tonnum af hráum hænsnaskít á golfvöll sinn s.l. ári. Það hafði í för með sér að eigendur nærliggjandi húsa lögðu fram opinbera kæru gegn honum. Í s.l. viku samþykkti Schlesinger að borgar San Diego County´s Air Pollution Control District  $100,000, sem lið í samkomulagi þar sem Schlesinger þurfti m.a. ekki að samþykja að hafa brotið af sér. Schlesinger hélt því fram að hann hefði sett áburðinn á til þess að gera eign sína betur undir það búna að gangast undir landslagsmótun. Íbúarnir kvötuðu hins vegar undan að skítafýlan, hefði  staðið í vikur og segja málinu ekki lokið.  

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2015 | 11:00

Spieth kastar á Fenway Park

Jordan Spieth átti fyrsta kastið í hafnarboltaleik Red Sox gegn Yankees á Fenway Park, í gær þriðjudaginn 1. september 2015. Nr. 2 á heimslistanum (Spieth) mun síðan sjálfur keppa í þessari viku á Deutsche Bank Championship og spila fyrstu 2 hringina með sigurvegara síðasta móts Jason Day. „Ég var mjög spenntur“ sagði Spieth við NESN.com, um að fá að kasta á þessum einum sögufrægasta hafnarboltavelli allra tíma. „Þetta var svo gaman. (Fenway) er besti völlur í heimi og það að vera fær um að koma hér og kasta er draumur sem rætist. Það er líkur draumur pabba, sem rætist.  Hann vildi að ég yrði kastari (pitcher) þegar ég var lítill; Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2015 | 09:00

Mikill leikhraði á ViTA-golfmóti

Rúmlega 200 kylfingar tóku þátt í VITA-golfmótinu sem fram fór á Hlíðavelli í Mofellsbæ um síðustu helgi. Peter Salmon, mótshaldari og framkvæmdastjóri VITA-golf segir að mótshaldið hafi gengið gríðarlega vel og sérstök áhersla hafi verið lögð á að halda uppi góðum leikhraða – og það tókst vel og var meðalleikhraði keppenda á 18 holum 4 klst. og 10 mínútur. „Flestir kylfingar hér á landi eru sammála um að golfið taki allt of langan tíma, en þó sérstaklega í opnum golfmótum.Fimm og uppí sex tíma golfhringir eru því miður oftar en ekki venjan í opnum mótum. Þeir sem taka þátt eru sammála um að þetta sé allt of langur tími á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2015 | 07:30

Feherty hættir hjá CBS

David Feherty er hættur hjá CBS, eftir að ekki náðist samkomulag um nýjan samning við kappann. Feherty er búinn að vera hjá CBS frá árinu 1997, eftir að hafa hætt í atvinnumennskunni í golfi. Hann náði ekki samkomulagi við vinnuveitanda sinn til 18 ára um áframhaldandi golfþætti, skv. grein í Sports Business Journal. Síðasta verk Feherty hjá CBS var líklega viðtal sem hann átti s.l. sunnudag við sigurvegara The Barclays, Jason Day. Feherty er mjög umdeildur og ýmsum, sem ekki líkar við hann m.a. suður-afríska kylfingnum Ernie Els. Hinn 57 ára Feherty mun eftir sem áður starfa hjá Golf Channel.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 2. 2015 | 07:00

Westy spilar ekki á PGA

Martin Kaymer er ekki eini evrópski kylfingurinn, sem ekki spilar á PGA Tour 2015-16. Lee Westwood (Westy), mun líkt og  Kaymer, einbeita sér að Evrópumótaröðinni á næsta keppnistímabili, skv.  International Sports Management, þ.e. umboðsskrifstofu Westy. Ólíkt Kaymer sem ekki náði 15 leikja lágmarksfjölda golfmóta til þess að viðhalda korti sínu þá spilaði Westy í öllum 15 mótunum og komst m.a. í FedEx Cup en varð T-58 á Barclays og komst því ekki áfram. Westy sem e 42 ára, tilkynnti fyrr á árinu að hann væri að ganga í gegnum lögskilnað frá konu sinni til margra ára, Laurae.  Þau eiga tvö börn.  Sjá eldri frétt  Golf 1 þar um með því að SMELLA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Örnólfur Kristinn – 1. september 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Örnólfur Kristinn Bergþórsson. Örnólfur Kristinn er fæddur 1. september 1975 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Örnólfur Kristinn Bergþórsson (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Al Geiberger “Mr. 59”, 1. september 1937 (78 ára); Manuel Piñero Sanchez, 1. september 1952 (63 ára); Guðríður Vilbertsdóttir, 1. september 1954 (61 árs); Ragnar Ólafsson, GR, landsliðseinvaldur, 1. september 1956 (59 ára);Ballettskóli Eddu Scheving (54 ára) Else Marie & Elin Margrethe Skau, 1. september 1967 (48 ára) Friðrik K. Jónsson 1. september 1970 (45 ára); Gítarskóli Ólafs Gauks, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2015 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Minjee Lee (44/45)

Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 3.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Þær sem eru í 1.-20. sæti eru með fullan spilarétt en hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Nú á aðeins eftir að kynna þær tvær stúlkur, sem deildu efsta sætinu og hafa svo sannarlega slegið í gegn á þessu keppnistímabili þær Minjee Lee frá Ástralíu og hina bandarísku Alison Lee. Báðar léku þær á 10 undir pari, 350 höggum; Minjee sem kynnt verður í dag á (72 71 68 66 73). Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 1. 2015 | 12:00

Golfsveifla Holly Sonders

Holly Sonders er af mörgum talinn einn fegursti kvenkylfingurinn – Sjá m.a. með því að SMELLA HÉR:  Hún er nú hjá Fox Sports en var áður golffréttaskýrandi á Golf Channel. Eins var Holly í bandaríska háskólagolfinu og spilaði með golfliði Michigan State. Golf Digest hefir tekið saman golfsveiflu Holly í myndum. Hana má sjá með því að SMELLA HÉR: