Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2015 | 08:00

GVS: Opna kvennamótið 12. sept n.k.!!!

Opna kvennamót GVS fer fram 12. september n.k. hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar (GVS). Fullt af glæsilegum verðlaunum. Besta skor án forgjafar: Aðgangur í Bláa Lónið og 3ja rétta máltíð fyrir tvo,ásamt snyrtivörum frá ART DECO að verðmæti kr. 30.000 Verðlaun: Punktakeppni 1. Experience comfort ásamt óvissuferð á Lava Restaurant fyrir tvo,ásamt snyrtivörum frá ART DECO að verðmæti kr. 30.000 2. Snyrtivörur frá ART DECO að verðmæti kr. 20.000 3. Snyrtivörur frá ART DECO að verðmæti kr. 15.000 4. Snyrtivörur frá ART DECO að verðmæti kr. 10.000 14 .Snyrtivörur frá ART DECO að verðmæti kr. 10.000 28. Snyrtivörur frá ART DECO að verðmæti kr. 10.000 38. Snyrtivörur frá ART DECO að verðmæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 4. 2015 | 06:00

Ástæður þess að Feherty hættir hjá CBS

Mikið hefir verið rætt og ritað um fráhvarf David Feherty, golfþáttastjórnanda frá CBS sjónvarpsstöðinni. Margir hafa velt fyrir sér ástæðum þess að Feherty hættir. Þ.á.m. Golf Digest. Þar birtist ágætis grein um hvers vegna Feherty er að hætta. Ástæðurnar skv. greininni munu einkum vera tvær: ósætti um laun Feherty og það að Feherty vildi ekki lengur vera úti á golfvellinum heldur sóttist eftir skrifstofustarfi sem Nick Faldo er þegar í ásamt Jim Nantz. Sjá má grein Golf Digest um ástæður þess að Feherty hættir með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2015 | 21:30

Keegan Bradley trúlofar sig

Keegan Bradley, 29 ára,  trúlofaðist Jillian Stacey kærustu sinni nú um helgina þegar hann bað hennar. Keegan og Jillian ólust upp í nágrannabæjum í Vermont en byrjuðu saman fyrir aðeins nokkrum árum. Þau kynntust gegnum sameiginlega vini. Í dag eiga þau sætan hvolp sem heitir Penny og ferðast með hvar sem Bradley keppir. Sjá má kynningu á Stacey, verðandi eiginknu Bradley með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2015 | 20:00

Evróputúrinn: Gaunt og Jamieson efstir í Rússlandi

Það eru þeir Scott Jamieson og Daniel Gaunt sem eru efstir á M2M Russian Open, sem fram fer Skolkovo golfklúbbnum, í Moskvu. Gaunt og Jamieson léku báðir 1. hring á glæsilegum 6 undir pari, 65 höggum. Á 66 höggum aðeins 1 höggi á eftir forystumönnunum eru Englendingurinn Lee Slattery og Wales-verjinn Bradley Dredge. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á M2M Russian Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags á M2M Russian Open  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2015 | 18:00

GSS: Hákon Ingi fór holu í höggi!!!

Hákon Ingi Rafnsson, félagi í GSS gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 6. braut á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki, í dag 3. september 2015. Hákon Ingi sló draumahöggið með 6. járni. Golf 1 óskar Hákoni Inga til hamingju með ásinn!!!  

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Einarsdóttir – 3. september 2015

Það er Hólmfríður Einarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hólmfríður er fædd 3. september 1972. Hún er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og jafnframt klúbbmeistari Golfklúbbs Úthlíðar í kvennaflokki, tvö ár í röð, 2012 og 2013. Reyndar urðu þau mæðgin, þ.e. Hólmfríður og sonur hennar, afrekskylfingurinn Emil Þór Ragnarsson, klúbbmeistarar Úthlíðar 2013. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Hólmfríði með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hólmfríði til lukku með daginn hér að neðan: Hólmfríður Einarsdóttir, GKG & GÚ (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Þór Geirsson GVG, 3. september 1952 (63 ára); Svanhildur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2015 | 12:00

Svindlar Trump í golfi?

Við erum ekkert að tala um einn og einn Mulligan á fyrstu holu eða að sparka boltanum úr óhagstæðri legu við tré. The Post er með umfjöllun um hversu góður kylfingur forsetaframbjóðandinn og milljarðamæringurinn Donald Trump eiginlega sé. The Post er með sögur af Trump þar sem hann droppar bolta sínum 10 fet nær holu í stormi. „Þegar kemur að svindli þá er hann (Trump) 11 á skalanum 1-10 þar sem 10 ætti eiginlega að vera mesti svindlarinn,“ bætir fyrrum greinarhöfundur á  Sports Illustrated og ESPN, Rick Reilly, við og sagði á öðrum stað í The Washington Post að Trump skrifi niður skor sem hann hafi í raun ekkert fengið og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2015 | 11:30

GÁ: Viktor Rafn og Sigrún klúbbmeistarar 2015

Meistaramót Golfklúbbs Álftaness var haldið helgina 14-16 ágúst. Þátttaka var góð, 41 voru skráðir og 36 luku leik. Veður var ágætt, nokkur rigning en lygnt með smá sólarglennum á milli. Ástand vallarins var frábært. Spilað var um verðlaunasæti í nokkrum flokkum og urðu úrslitin eftirfarandi: Karlar 1. flokkur – meistaraflokkur 1. Sæti og klúbbmeistari: Victor Rafn Viktorsson á samtals 220 höggum 2. Sæti: Einar Georgsson á samtals 243 höggum 3. Sæti: Guðlaugur Orri Stefánsson á samtals 245 höggum Konur, án forgjafar 1. Sæti: Sigrún Sigurðardóttir á samtals 238 höggum 2. Sæti: Guðrún Ágústa Eggertsdóttir á samtals 242 höggum 3. Sæti: Helga Björg Sigurðardóttir á samtals 277 höggum Konur, með forgjöf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2015 | 09:00

Golfmót félags kvenna í lögmennsku – 21. september n.k.

Annað árlega golfmót FKL (félags kvenna í lögmennsku) verður haldið mánudaginn 21. september nk. á Bakkakotsvelli í Mosfellsbæ. * Mótið er ætlað öllum konum í lögfræðingastétt – bæði byrjendum í golfi og lengra komnum. Markmiðið er að hittast og eiga góða stund saman. Í fyrra gekk mótið sérlega vel og vonumst við hjá FKL eftir enn betri þátttöku þetta árið. * Mæting kl. 15:45 og verður ræst út frá kl. 16:00 og verða leiknar 9 holur. * Þátttökugjald er kr. 5.000 og inní því er hressing til að hafa með sér útá völlinn, þ.á.m. hvítvínsflaska sem mun passa vel í pokann. Þá verður BBA Legal stuðningsaðili mótsins að þessu sinni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 3. 2015 | 07:00

Styrktarmót Ólafíu Þórunnar og Þórðar Rafns 6. september á Korpúlfsstaðarvelli

Laugardaginn 6. september n.k. verður haldið Styrktarmót Ólafíu Þórunnar og Þórðar Rafns  á Korpúlfsstaðarvelli GLÆSILEG VERÐLAUN AÐ ANDVIRÐI 1. MILLJÓN KRÓNA !!! OPINN FLOKKUR PUNKTAKEPPNI Fgj 0‐14,9 sæti: 50.000 kr. gjafabréf hjá Úrval Útsýn, 10.000 kr. inneign hjá Bubo design, Zo‐Pure Serumdropar sæti: 30.000 kr. gjafabréf hjá Kissimee hús og gullkort í Hraunkoti sæti: 10.000 kr inneign í Altís og 5 tré‐ Ping i20 frá ÍSAM Fgj 15‐28 sæti: Jucad kerrupoki, 25.000 kr. gjafabréf hjá Ecco, Zo‐Pure Serum dropar, Spilahringur meðÞórði Rafni sæti 30.000 kr. gjafabréf hjá Kissimee hús og gullkort í Hraunkoti sæti: 10.000 kr inneign í Altís og 5 tré‐ Ping i20 frá ÍSAM KVENNAFLOKKUR PUNKTAKEPPNI : Í Lesa meira