Afmæliskylfingar dagsins: Gressi, Ingvar og Alexa – 5. september 2015
Það eru Gressi Agnars, Ingvar Karl Hermannsson og Alexa Stirling Fraser, sem eru afmæliskylfingar dagsins. Gressi eða Grétar, er fæddur 5. september 1972 og á því 43 ára afmæli í dag!!! Ingvar Karl er fæddur 5. september 1982 og á 33 árs afmæli í dag!!! Eiginkona Grétars er Hilda Ólafsdóttir og þau eiga tvo syni Dag Óla og Atla Má, en Atli Már er Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki, árið 2012. Grétar er í GK og Ingvar Karl GA. Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með merkisafmælin hér að neðan: Ingvar Karl Hermannsson (33 ára) Gressi Agnars (43 ára) Þriðji afmæliskylfingur dagsins er Lesa meira
Af hverju skipti Spieth um kylfur?
Jordan Spieth skipti út kylfunum sínum fyrir nýjar Titleist kylfur og það í lok tímabils. Enginn virðist hafa svarið við því hvers vegna hann skipti yfir í nýrri gerð af kylfum; en nú hefir hann skipt um skoðun og ætlar að notast við gömlu kylfurnar sínar aftur. Hættur við að hætta við … að vera með gömlu kylfurnar. Spennandi að sjá í hvað sæti hann lendir á Deutsche Bank Championship! Um ástæðurnar fyrir kylfuskiptunum má lesa ágæta grein eftir Sam Adams á progolfnow með því að SMELLA HÉR:
Meistaramótin 2015 – Hvaða klúbbar stóðu fyrir meistaramótum og hverjir ekki?
Nú er lokið meistaramótum golfklúbbanna á Íslandi 2015. Því síðasta lauk nú fyrir skemmstu þ.e. 29. ágúst 2015 en það var Golfklúbburinn Lundur, sem hélt meistaramót sitt þá. Alls héldu 44 klúbbar af 62 meistaramót og hefir Golf1 verið með umfjöllun um þau ÖLL. Klúbbar sem ekki héldu meistaramót í ár voru 18, alveg eins og í fyrra. ( 71% golfklúbba á landinu stóðu fyrir meistaramótum, sem er 1% færri en í fyrra). Í fyrra, 2014 voru hins vegar fleiri golfklúbbar í landinu, eða 65. Í ár eru golfklúbbarnir færri. Golfklúbburinn Laki (GLK) á Kirkjubæjarklaustri er ekki formlega lengur meðal golfklúbba á landinu. Því eru golfklúbbar á Suðurlandi nú 15 en Lesa meira
GLF: Valdemar Örn og Guðríður Lundsmeistarar
Meistaramót Golfklúbb Lunds, GLF var haldið laugardaginn 29. ágúst á Lundsvelli Fnjóskadal. Mættir voru til leiks 15 félagar í klúbbnum. Lundsmeistari karla varð Valdemar Örn Valsson á 86 höggum. Lundsmeistari kvenna varð Guðríður Þorsteinsdóttir á 133 höggum. Úrslit mótsins voru eftirfarandi: 1 Valdemar Örn Valsson GA 8 F 43 43 86 16 86 86 16 2 Pétur Gunnar Ringsted GLF 4 F 45 42 87 17 87 87 17 3 Hermann Benediktsson GH 3 F 45 42 87 17 87 87 17 4 Stefán Magnús Jónsson GA 9 F 46 44 90 20 90 90 20 5 Heimir Finnsson GA 14 F 50 46 96 26 96 96 26 6 Ólafur Lesa meira
PGA: De Jonge óvænt efstur á Deutsche Bank – Hápunktar 1. dags
Það er Brendon de Jonge frá Zimbabwe, sem er óvænt efstur á Deutsche Bank Championship, 2. móti FedEx Cup umspilsins. De Jonge lék 1. hringinn á 6 undir pari 65 höggum. Hópur 9 kylfinga deilir 2. sæti eftir 1. dag 2 höggum á eftir de Jonge, en þ.á.m. eru Henrik Stenson, Ian Poulter, Rickie Fowler og Luke Donald. Til þess að sjá stöðuna á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Dredge efstur í hálfleik á M2M Russian Open
Það er Wales-verjinn Bradley Dredge sem er efstur í hálfleik á M2M Russian Open. Dredge er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 132 höggum (66 66). Í 2. sæti er Englendingurinn Lee Slattery á samtals 9 undi pari og í 3. sæti á 8 undir pari er Daniel Gaunt. Til þess að sjá stöðuna á M2M Russian Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á M2M Russian Open SMELLIÐ HÉR:
Hætt við PGA Grand Slam í ár
Hætt hefir verið við að halda hið virta PGA Grand Slam of Golf, þar sem fjórir sigurvegarar allra risamótanna keppa. Ástæðan eru erfiðleikar með að finna heppilegan keppnisstað, sagði talsmaður PGA of America í viðtali í gær. Halda átti þetta hefðbundna 36 holu mót 20.-21. október á Donald Trump’s National golfvellinum í Los Angeles, en hætt var við þau áform eftir samkomulag milli Trump og the PGA of America. Trump hefir verið gagnrýndur fyrir umdeild ummæli sem hann lét falla um mexíkanska innflytjendur meðan hann var í framboðsferð í forsetaframboði sínu. „Vegna tímasetningar og staðsetningar mótsins þ.e. þarfarinnar að halda PGA Grand Slam of Golf á hæsta standard þá erum við vonsviknir að við getum Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Pétur Már Ólafsson – 4. september 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Pétur Már Ólafsson. Pétur Már er fæddur 4. september 1965 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Péturs Más til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Pétur Már Ólafsson (50 ára merkisafmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Raymond Floyd, 4. september 1942 (73 ára); Ásbjörn Björgvinsson (58 ára); Gestur Halldórsson, 4. september 1960 (55 ára) Christian Þorkelsson (54 ára); Laura Lyn Rosier-Heckaman 4. september 1968 (47 ára); Óska Skart (31 árs)Dawn Shockley, bandarískur nýliði á LET 2012 fædd 4. september 1986 (29 ára) Golf 1 óskar öllum afmæliskylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira
Topp 10 á Deutsche Bank Championship
Deutsche Bank Championship, sem er hluti af FedEx Cup umspilinu hefst í dag. Menn eru mikið farnir að spá og spekúlera í því hverjir verði efstu 10 á mótinu. Skv. Dave Tindall eru efstu 10 eftirfarandi: Jason Day, Dustin Johnson, Rory McIlroy, Jordan Spieth, Henrik Stenson, Justin Rose, Bubba Watson, Rickie Fowler, Zach Johnson og Brooks Koepka. Ofangreindir eru í engri sérstakri röð. Sjá má grein Tindall í heild með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Fylgist með Russian Open hér!
M2M Russian Open fer fram í Skolkovo golfklúbbnum í Moskvu en mótið er hluti af Evróputúrnum. Fylgjast má með mótinu á skortöflu með því að SMELLA HÉR:










