Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2015 | 14:00

Tiger grínaðist með að verð á selfie-um með sér hefði hækkað

Tiger Woods fylgdist með Deutsche Bank Championship með öðru auganum, þó hann hafi ekki tekið þátt. Með hinu fylgdist hann með Nadal tapa í tennisnum, ásamt dóttur sinni Sam. Eftir að ljóst var að Rickie Fowler hefði sigraði á Deutsche Bank Championship tvítaði  Tiger: „Started #DeutscheBankChampionship week off by taking a selfie with @RickieFowler. The price of selfies just went up. Congrats on the W.“ (Lausleg þýðing: „Hóf vikuna á Deutsche Bank Championship með því að taka selfie með @RickieFowler. Verðið á selfie-um (þ.e. myndatökum að sjálfum sér með einhverju öðru (t.a.m. Tiger)) hækkaði. Til hamingju með V(inninginn).“

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2015 | 08:00

Uchitel í heilauppskurð

Fyrrum hjákona Tiger Woods, Rachel Uchitel mun gangast undir heilauppskurð nú í mánuðnum skv. TMZ. Skv. þessari slúðurfréttasíðu þá er aðgerðin nauðsynleg til þess að lagfæra Chiari, sem gerist þegar heilinn leggst á mænuna og þrýstir á hana. U.þ.b. 50% þeirra sem gagnast undir aðgerð eru einkennalausir eftir aðgerð. Eftir ástarsamband sitt við Woods þá giftist Uchitel fyrrum Penn State ruðningsboltahetjunni Matt Hahn. Þau skildu árið 2012.  

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2015 | 06:30

PGA: Fowler sigraði á Deutsche Bank

Það var Rickie Fowler sem stóð uppi sem sigurvegari á Deutsche Bank Championship. Fowler lék á samtals 15 undir pari, 269 höggum. Í 2. sæti varð Henrik Stenson aðeins 1 höggi á eftir og í 3. sæti Charley Hoffman á samtals 11 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR:   Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Mae Louise Suggs – 7. september 2015

„Golf er eins og ástarævintýri. Ef þú tekur það ekki alvarlega, þá er ekkert gaman að því, en ef þú gerir það þá mun hjarta þitt bresta. Forðist hjartabresti en daðrið við möguleikann,” er haft eftir einum helsta frumkvöðli LPGA-mótaraðarinnar, Louise Suggs. Það er Louise Suggs, sem er afmæliskylfingur dagsins. Mae Louise Suggs fæddist 7. september 1923 í Atlanta, Georgia og hefði því orðið 92 ára  dag! Louise Suggs lést í síðasta mánuði.  Hún bjó á Delray Beach í Flórída. Bob Hope uppnefndi þessa 1,68 metra háu konu “Miss Sluggs”, sem er ekki sluggsari í beinni þýðingu á íslensku heldur eitthvað meira í áttina að sleggju, því Louise Suggs var á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2015 | 12:00

PGA: Stenson efstur f. lokahring Deutsche Bank Championship – Rickie Fowler í 2. sæti

Það er Henrik Stenson, sem leiðir fyrir lokahring Deutsche Bank Championship. Stenson er samtals búinn að spila á 13 undir pari, 200 höggum (67 68 65). Í 2. sæti er Rickie Fowler er í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Deutsche Bank Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2015 | 10:00

Evróputúrinn: Slattery sigraði!

Það var Englendingurinn Lee Slattery sem sigraði á M2M Russian Open. Slattery lék samtals á 15 undir pari, 269 höggum (66 67 67 69). Í 2. sæti varð Estanislao Goya frá Argentínu á samtals 14 undir pari og í 3. sæti varð David Horsey á samtals 13 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á M2M Russian Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 4. dags á M2M Russian Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann Smári —— 6. september 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhann Smári Jóhannesson.  Hann er fæddur 6. september 1935 og á því 80 ára afmæli í dag! Jóhann Smári er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hann hefir á árinu tekið þátt í ýmsum opnum mótum með góðum árangri m.a. á 1. maí mótinu á Hellu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Jóhann Smári (80 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dow Finsterwald, 6. september 1929 (86 ára); Sigríður Margrét Gudmundsdottir (65 ára) Jakob Helgi Richter, GK, 6. september 1951 (64 ára); Jóhannes Bjarki Sigurðsson 6. september 1975 (40 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2015 | 12:00

Tiger með dóttur sinni á tennisleik

Tiger Woods, sigurvegari 14 risamóta varði föstudeginum sl. á tennisleik, þar sem hann og dóttir hans, Sam,  horfðu á  Rafael Nadal. Feðginin horfðu á 3. hring Opna bandaríska þar sem Nadal mætti Fablo Fognini, í stúkusæti Nadal í  Flushing Meadows í  Queens, N.Y. Nadal tapaði hins vegar leiknum. Woods hefir núna tíma því hann tekur ekki þátt í Fed Ex Cup umspilinu. Búist er við að Tiger taki þátt í Frys.com Open í næsta mánuði.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2015 | 07:00

PGA: Hoffman leiðir f. 3. dag

Það er Charley Hoffman sem leiðir fyrir lokahring Deutsche Bank Championship. Hoffman er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 130 höggum (67 63). Annar hringur Hoffmans var sérlega glæsilegur en hann lék á 8 undir pari, 63 höggum; fékk 9 fugla og 1 skolla. Forystumaður 1. dags, Brendon de Jonge frá Zimbabwe er í 2. sæti 3 höggum á eftir Hoffman, á samtals 9 undir pari. Rickie Fowler, Kevin Chappell, Zach Johnson og Matt Jones deila síðan 3. sætinu á samtals 8 undir pari, hver. Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy er T-59 í mótinu og nokkrir frábærir náðu ekki einu sinni niðurskurði s.s. Brooks Koepka, Jordan Spieth Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2015 | 05:30

Evróputúrinn: Lee Slattery með 2 högga forystu f. lokahringinn

Enski kylfingurinn Lee Slattery er með 2 högga forystu fyrir lokahring M2M Russian Open Slattery er búinn að spila á samtals 13 undir pari, 200 höggum (66 67 67). Í 2. sæti eru Estanislao Goya frá Argentínu og Craig Lee frá Skotlandi, báðir á samtals 11 undir pari, hvor. Til að sjá hápunkta 3. dags M2M Russian Open  SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag M2M Russan Open SMELLIÐ HÉR: