Lindsey Vonn byrjuð m/ fyrrum kærasta Britney Spears
Lindsey Vonn er byrjuð með fyrrum kærasta Britney Spears, Charlie Ebersol og því ekki á döfinni að sambandið við Tiger verði endurlífgað. Til Vonn og Ebersol sást tvívegis nú um helgina á US Open (í tennisnum) og fór afar vel á með þeim. Turtildúfurnar voru í Heineken VIP Suite, á laugardag og komu síðan sunnudag til að horfa á úrslitaleik í karlaflokki en Lindsey er sögð mikill aðdáandi Roger Federer, eftir að þau tvö kynntust í promotional tennisleik þeirra í Sviss. Federer hins vegar tapaði fyrir Novak Djokovic í dramatískum leik. Skv. ónefndum heimildarmanni pössuðu þau skötuhjúin upp á að engar myndir næðust af þeim tveimur en voru mjög náin þegar þau Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín og Ragnar Már báðir á 69 lokahringinn á Sam Hall mótinu
Haraldur Franklín Magnús GR og Ragnar Már Garðarson áttu flotta lokahringi á Sam Hall Intercollegiate mótinu sem fram fór í Hattiesburg, Mississippi og lauk í gær. Haraldur Franklín lék á (70 68 69 ) og lauk keppni í 7. sæti í mótinu, en keppendur voru 86. Ragnari Már Garðarsson, GKG, bætti sig fór úr T-63 sætinu í T-46 eða upp um 17 sæti!!!– en hann byrjaði fremur slakkt (76 75) en átti glæsilokahring upp á 69 högg. The Ragin Cajun, lið Haraldar Franklín og Ragnars Más lauk keppni í 2. sæti í liðakeppninni af 15 háskólaliðum, sem þátt tóku. Til þess að sjá lokastöðuna Sam Hall Invitational SMELLIÐ HÉR:
Feherty verður hjá NBC
Tveimur vikum eftir að fréttir bárust um að David Feherty myndi hætta hjá CBS eftir 20 ár, berast nú fréttir um að hann hafi skrifað undir samning hjá NBC Sports, sem á Golf Channel. NBC á einnig sýningarrétt á einhverjum stærstu golfviðburðunum s.s. the Ryder Cup, the The Players og Opna breska (frá og með 2017) og auðvitað golfið á Ólympíuleikunum. Feherty mun bæði vera fréttamaður á staðnum og á fréttastöðinni í öllum þeim 26 stóru golfmótum sem NBC hefir sýningarrétt þó vonandi verði hann meira á faraldsfæti – eins og einn fréttamiðillinn komst að orði: sumum fuglum er einfaldlega ekki ætlað að vera í búri. Hann er góður þegar hann er Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá lauk keppni T-11 á Ptarmigan Ram Classic
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lauk keppni í gær í Ptarmigan Ram Classic Presented by Subaru of Loveland . Gestgjafi var Colorado State háskólinn. Keppendur voru u.þ.b. 90 frá 17 háskólum. Guðrún Brá lék á samtals 5 yfir pari, 221 höggi (76 75 70) og varð T-11, sem er góður árangur á 1. móti keppnistímabilsins! Fresno State varð í 9. sæti af 17 í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Ptarmigan Ram Classic með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Guðrúnar Brá og Fresno State er 21. september n.k.
Axel á +1 og Þórður Rafn +4 e. 1. dag úrtökumóts f. Evróputúrinn
Það er á brattann að sækja hjá íslensku kylfingunum sem hófu keppni á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í gær, 15. september 2015. Þórður Rafn Gissurarson, Íslandsmeistari í golfi 2015, og Axel Bóasson, Íslandsmeistari í holukeppni 2015, taka þátt á Fleesensee vellinum sem er í Þýskalandi. Axel lék á +1 í dag eða 73 höggum og er hann í 35. – 40. sæti en Þórður lék á 76 höggum eða +4 og er hann í 58.–70. sæti. Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: Alls eru 110 keppendur á þessum velli en 22 efstu komast áfram á 2. stig úrtökumótsins en alls eru stigin þrjú á úrtökumóti Evrópumótaraðarinnar. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Shi Hyun Ahn – 15. september 2015
Það er Shi Hyun Ahn (á kóreönsku: 안시현) sem er afmæliskylfingur dagsins er Ahn er fædd 15. september 1984 og á því 31 árs afmæli í dag! Ahn gerðist atvinnumaður í golfi 2002 og hefir á ferli sínum sigrað 1 sinni á LPGA og 1 sinni á KLPGA. Mótið sem Ahn sigraði á á LPGA mótaröðinni var CJ Nine Bridges Classic, sem fram fór í Suður-Kóreu 2003. Ahn var 19 ára, 1 mánaðar og 18 daga þegar hún vann og þar með yngsti sigurvegari á LPGA móti, sem ekki var bandarísk, í sögu mótaraðarinnar. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Karsten Solheim 15. september 1911 (hefði orðið Lesa meira
Sveifla Jason Day
Í nýjasta tölublaði Golf Digest er sveifla Jason Day sýnd. Spurning hvort hér sé um dagsveiflu að ræða? Sjá má sveiflu Day með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín í 7. sæti f. lokahring Sam Hall mótsins
Haraldur Franklín Magnús GR átti glæsilega tvo fyrstu hringi á Sam Hall Intercollegiate mótinu sem fram fer í Hattiesburg, Mississippi. Haraldur Franklín lék á (70 68) og er í 7. sæti í mótinu, en keppendur eru 86. Ragnari Má Garðarssyni, GKG, gekk ekki eins vel – Hann lék á samtals 9 yfir pari 151 höggi (76 75) og er T-63 fyrir lokahringinn. The Ragin Cajun, lið Haraldar Franklín og Ragnars Más er í 3. sæti í liðakeppninni af 15 háskólaliðum, sem þátt taka. Til þess að fylgjast með gengi Haraldar Franklín og Ragnars Más á Sam Hall Invitational SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Gísli með besta árangur íslensku keppendanna í Minnesota
Gísli Sveinbergsson, GK, stóð sig best íslensku keppendanna á fysta móti sínu í bandaríska háskólagolfinu; The Gopher Invitational sem fram fór í Minnesota. Gísli spilaði á samtals 8 yfir pari, á 221 höggi (72 76 74). Hann varð T-17 af 81 keppanda þ.e. vel í efri 25%. Guðmundi Ágúst Kristjánssyni, GR fataðist aðeins flugið en hann lék lokahringinn á 77 höggum og endaði í 35. sæti. Samtals spilaði Guðmundur Ágúst á 11 yfir pari, 224 höggum (71 76 77) og var lokahringurinn hans lakasti hringur. Rúnar Arnórsson, GK bætti sig með hverjum hringnum en segja má að hann hafi spilað sig úr keppni með arfaslakri byrjun, þ.e. 81 höggi en Lesa meira
Saga stóð sig best!
Tólf íslensk ungmennitóku þátt í Skandia Junior Open s.l. helgi. Af þeim komst einungis Saga Traustadóttir, GR í gegnum niðurskurð. Saga lauk keppni í 15. sæti í stúlknaflokki og lauk keppni á 16 yfir pari, 232 höggum (80 72 80). Leikið var í Ystaad golfklúbbnum . Sjá má lokastöðuna í Skandia Junior Open með því að SMELLA HÉR:










