GA: Golfferð til Barcelona 9.-19. október
Sturla golfkennari GA, í samstarfi við ferðaskrifstofuna Trans Atlantic, stendur fyrir 10 daga golfferð sérstaklega fyrir GA félaga, dagana 9.-19. október n.k. Flogið er á Barcelona og dvalið á hinu frábæra 4 stjörnu Barcelona Resort & Spa, aðeins í 20 mín. frá miðborg Barcelona. Hálft fæði og ótakmarkað golf á 18 holu keppnisvelli ásamt 9 holu æfingavelli, báðir hannaðir af spænsku goðsögninni José María Olazabal. Sturla býður þeim kylfingum sem vilja uppá 4 daga golfskóla í ferðinni og verður líka hægt að taka einkatíma. Einnig veður boðið uppá þann möguleika að fara á heimaleik með FC Barcelona á Camp Nou þann 18. október. Verð með golfskóla: 255.900 kr. á Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Fylgist með Guðrúnu Brá á Ptarmigan Ram Classic!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK hóf í dag keppnistímabilið með keppni í Ptarmigan Ram Classic Presented by Subaru of Loveland . Gestgjafi er Colorado State háskólinn. Keppendur eru u.þ.b. 90 frá 17 háskólum. Guðrún Brá fór út kl. 8:30 að staðartíma. Fylgjast má með gengi Guðrúnar Brá með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Anna Vilhjálms —– 14. september 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Anna Vilhjálmsdóttir. Anna er fædd 14. september 1945 og á því 70 ára stórafmæli í dag!!! Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Anna Vilhjálmsdóttir (70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jón Björgvin Stefánsson, GR, 14. september 1951 (64 ára); Guðrún Ásgerður Jónsdóttir, 14. september 1957 (58 ára)Arnar H. Ævarsson, 14. september 1964 (51 árs); Hafdis Gudmunds, 14. september 1967 (48 ára) Gareth Maybin 14. september 1980 (35 ára); Will Claxton, 14. september 1981 (34 ára), Danielle McVeigh, 14. september 1987 (28 ára) …. og …… Þórhildur Sigtryggsdóttir Golf 1 Lesa meira
Sevie (2 ára) ætlar að feta í fótspor Rory
Sevie litli er bara 2 ára en hann er farinn að sýna golfleiknum ofuráhuga eins og margar stjörnur golfsins á undan honum. Sevie er frá County Antrim á Írlandi og er að taka golfheiminn með trompi. Hann heitir fullu nafni Sevie Trowlen og hundruðir hafa skoðað myndskeið með honum á Facebook og Youtube og dást að getu þessa smákrakka. Pabbi Sevie, Sean sagði UTV: „ Við horfðum á Ryder Cup 2012 og evrópska liðið var að hylla Seve sem dó árinu áður. Við féllum algerlega fyrir nafninu og ákváðum að skýra son okkar því, með þeirri einu breytingu að hann er kallaður SEVIE hér til þess að fólk nái framburðinum.“ „Hann (Sevie) var kominn með Lesa meira
Brynhildur með ás!!!
Brynhildur Sigursteinsdóttir klúbbmeistari GKB 2015 fékk ás í gær á LEK móti á 6. holu í Grafarholtinu! Golf 1 óskar Brynhildi innilega til hamingju með draumahöggið!!!
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín, Ragnar Már og Ragin Cajuns hefja keppni í Mississippi í dag!
Haraldur Franklín Magnús, GR og Ragnar Már Garðarsson, GKG eru báðir í sama háskólaliðinu í Bandaríkjunum; Louisiana Lafayette og ber golfliðið nafnið Ragin Cajuns. Þeir hefja keppni í dag á The Sam Hall Intercollegiate mótinu, sem fram fer í Hattiesburg CC, í Mississippi. Komast má á heimasíðu golfklúbbsins, sem mótið fer fram á með því að SMELLA HÉR: Allir eru ræstir út á sama tíma kl 8:30 að staðartíma þ.e. kl. 13:30 að okkar tíma hér heima á Íslandi. Til þess að fylgjast með gengi þeirra Haralds Franklín og Ragnars Más SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst T-16; Gísli T-24 og Rúnar T-67 e. 1. dag í Minnesota
Þrír íslenskir kylfingar keppa í háskólamóti í bandaríska háskólagolfinu; þeir Rúnar Arnórsson, GK, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Gísli Sveinbergsson, GK en þetta er fyrsta mót Gísla í bandaríska háskólagolfinu. Eftir 1. dag er Guðmundur Ágúst T-16 búinn að spila fyrstu 2 hringina á samtals 5 yfir pari, 147 höggum (71 76). Gísli er T-24 á samatals 6 yfir pari (72 76) og Rúnar er T-67 á samtals 16 yfir pari (81 77). Kent State, lið Gísla er T-4 í liðakeppninni ETSU, lið Guðmundar Ágústs er T-6 og Minnesota, lið Rúnars er í 14. sæti. Sá sem er efstur í einstaklingskeppninni er Luke Kwon frá Oklahoma, sem einnig er efst Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þorsteinn Hallgrímsson – 13. september 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Þorsteinn Hallgrímsson, eigandi Hole in One. Þorsteinn er fæddur 13. september 1969 og er því 46 ára í dag. Þorsteinn er kvæntur Ingibjörgu Valsdóttur og þau eiga þau tvö börn: Kristínu Maríu og Val. Þorsteinn hefir einmitt verið mjög duglegur í sumar í kylfuberastarfi fyrir börn sín. Sjá má viðtal Golf 1 við Þorstein með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Steina til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Þorsteinn Hallgrímsson (45 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Yurio Akitomi, 13. september 1950 65 ára; Ívar Örn Arnarson, GK Lesa meira
Golfkennslu myndskeið m/ Hank Haney
Hér má sjá ágætis golfkennslumyndskeið með ofurgolfkennaranum Hank Haney – Sjá myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: Myndskeiðið birtist á vefsíðu Golf Digest og ber þar nafnið Five minute fix with Hank Haney. Haney er einn dýrasti golfkennari Bandaríkjanna. Hann var m.a. golf/sveifluþjálfari Tiger s.s. frægt er.
Evróputúrinn: Pieters sigraði á KLM Open
Það var Thomas Pieters sem stóð uppi sem sigurvegari á KLM Open. Hann lék á samtals 19 undir pari. Pieters var 2 höggum á eftir forystumönnunum Rafa Cabrera Bello og Lee Slattery en frábærar fyrri 9 þar sem hann fékk 4 fugla komu honum í baráttuna um efsta sætið. Hann lauk síðan lokahringnum á glæsilegum 65 höggum. Það voru þeir Eduardo de la Riva og Lee Slattery sem urðu í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir. Til þess að sjá lokastöðuna á KLM Open SMELLIÐ HÉR:










