Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2015 | 17:30

Solheim Cup 2015: Rástímar 18/9

Solheim Cup hefst s.s. allir vita á golfvelli St. Leon Rot golfklúbbsins í Þýskalandi á morgun. Rástímar í fjórmenningunum fyrir hádegið á föstudeginum 18. september eru eftirfarandi: Kl. 7:00 A Nordqvist & S Pettersen   g.   M Pressel & P Creamer 07:15  C Hull & M Reid    g.    M Wie & B Lincicome 07:30 K Icher & A Munoz   g.  C Kerr & L Thompson 07:45  S Gal & C Matthew   g.  S Lewis & L Salas

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Róbert Theódórsson – 17. september 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Róbert Theódórsson. Hann er fæddur 17. september 1995 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Róbert er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM). Komast má á facebook síðu Kristófer Karls til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Róbert Theódórsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Torakichi Nakamura (中村 寅吉 Nakamura Torakichi, 17. september 1915 – 11. feb 2008); Mary Lou Daniel Crocker 17. september 1944 (71 árs); Pala Ofeigsdottir, 17. september 1951  (64 ára); Ragnhildur Pála, 17. september 1951 (64 ára);  Scott William Simpson, 17. september 1955 (60 ára); Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, 17. september 1970 (45 ára); Craig A. Spence, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2015 | 14:00

Skrítið en satt (2/8)

Golfvöllurinn er rólegur staður þar sem hægt er að flýja raunveruleikann, en stundum er það sem gerist þar skrítnara en raunveruleikinn. Nick Price drævaði eitt sinn golfbolta og hann festist í óæðri enda svíns. Golf Digest bað þá sem „followa” blaðið á félagsmiðlunum (Twitter og Facebook) að deila skrítnustu sögum sínum af golfvellinum. Þar á meðal eru nokkur atriði sem virkilega koma á óvart; t.a.m. óheppni kylfingurinn sem leitaði skjóls fyrir stormi innan í færanlegu klósettu, en síðan feykti vindurinn færanlega klósettið út í móa. Við hér á Golf 1 ætlum að spara ykkur skítugu smáatriðin en hér fara nokkrar sögur sem okkur fundust skemmtilegar: TORREY PINES G. CSE. (SOUTH), Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2015 | 12:00

Komment Spieth f. BMW Championship

Jordan Spieth hélt blaðamannafund fyrir 3. mót BMW Championship. Þar talaði hann m.a. hvatann að sigra í móti og gengi sitt að undanförnu. Hann virðist í góðu formi fyrir mót vikunnar. Sbr. lokaorð hans í neðangreindu myndskeiði. Sjá myndskeiðið með Spieth á blaðamannafundinum með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2015 | 11:00

Solheim Cup 2015: Hedwall vonar að sagan endurtaki sig

Íslandsvinurinn Caroline Hedwall vonar að sagan endurtaki sig í Ryder bikarskeppni kvenna Solheim Cup, sem hefst í Þýskalandi á morgun. Caroline Hedwall skrifaði sig í golfsögubækurnar fyrir 2 árum þegar hún varð sú fyrsta hvort heldur er í liði Evrópu eða Bandaríkjanna til þess að vinna alla 5 leiki sína í Solheim keppninni. „Á síðasta ári hef ég verið að slá boltann virkilega vel en ég hef bara ekki verið að pútta svo vel,“ sagði Hedwall. „Þetta er sama staða og þegar ég keppti í Solheim 2013, ég var ekki að setja mörg pútt niður og allt í einu gekk allt upp. Ég er að vonast eftir sömu töflum í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2015 | 09:00

Magnús Íslandsmeistari öldunga PGA

Icelandic PGA Senior Open er árlegt mót þeirra PGA kennara sem eru 50 ára og eldri. Fyrirkomulagið er holukeppni og var úrslitaleikurinn í ár spilaður af þeim Magnúsi Birgissyni GO og Sigurði Hafsteinssyni GR. Úrslitaleikurinn var hörkuspennandi og endaði með því að Magnús sigraði á 18. holu 1/0. Magnús er því íslandsmeistari öldunga PGA samtakanna. Golf 1 óskar Magnúsi innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2015 | 07:00

Axel og Þórður í erfiðri stöðu

Íslensku kylfingarnir Þórður Rafn Gissurarson, GR og Axel Bóasson, GK þurfa að leika vel á lokahringjunum tveimur á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina á Fleesensee vellinum í Þýskalandi. Axel, sem er úr GK, og Íslandsmeistari í holukeppni er í 51. sæti á +2 samtals en hann lék á 73 höggum í gær líkt og á fyrsta hringnum, (73-73). Þórður, sem er Íslandsmeistari 2015 og er GR-ingur, lék á 73 höggum í gær (+1) og er hann samtals á +5 (76-73) í 58. sæti af alls. Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELIÐ HÉR:  Alls eru 110 keppendur á þessum velli en 22 efstu komast áfram á 2. stig úrtökumótsins en alls Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: George Duncan — 16. september 2015

Það er George Duncan sem er afmæliskylfingur dagsins. Duncan er fæddur 16. september 1883 og eru 132 ár frá fæðingardegi hans í dag!!! Duncan dó 15. janúar 1964, áttræður að aldri eða fyrir nákvæmlega 50 árum í ár. Duncan er e.t.v. þekktastur fyrir að hafa sigrað Opna breska 1920. Einnig átti hann sæti í Ryder bikars liðum Englendinga 1927, 1929 og 1931. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jerry Haas, 16. september 1963 (52 ára); Iceland Hiking (52 ára)…. og ….. Reykjavik Fasteignasala (23 ára); Bryson DeChambeau, 16. september 1993 (22 ára). Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2015 | 14:00

Skrítið en satt (1/8)

Golf 1 fer nú af stað með 8 sögur í greinaflokknum „Skrítið en satt“ Golfvöllurinn er rólegur staður þar sem hægt er að flýja raunveruleikann, en stundum er það sem gerist þar skrítnara en raunveruleikinn. Nick Price drævaði eitt sinn golfbolta og hann festist í óæðri enda svíns. Golf Digest bað þá sem „followa” blaðið á félagsmiðlunum (Twitter og Facebook) að deila skrítnustu sögum sínum. Þar á meðal eru nokkur atriði sem virkilega koma á óvart; t.a.m. óheppni kylfingurinn sem leitaði skjóls fyrir stormi innan í færanlegu klósetti, en síðan feykti vindurinn færanlega klósettið út í móa. Við hér á Golf 1 ætlum að spara ykkur skítugu smáatriðin en hér Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2015 | 12:00

Zach Johnson hrósar Jason Day

Tvöfaldur risamótssigurvegari  Zach Johnson hrósaði Jason Day nú fyrir 3. mót FedEx Cup umspilsins BMW Championship í Chicago. Johnson og Day hafa verið bestu vinir frá því áður en þeir fóru báðir að taka upp á að sigra í risamótum. Reyndar var Zach einn af þeim fyrstu til að faðma Day þegar Day sigraði á PGA Championship í sumar. Zach bætti sigri í Opna breska við sigur sinn 2007 á Masters, meðan Day, sem hefir svo oft verið nálægt sigri náði loks að sigra á einu risamóti í ár þ.e. PGA Championship. „Ég var ánægður fyrir Jason þar sem hann er mjög góður vinur minn og hann varð að hafa fyrir sigrinum á Lesa meira