Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2015 | 18:40

Solheim Cup 2015: Ótrúlegt högg Ciganda!!!

Spænski Solheim Cup kylfingurinn Carlota Ciganda átti aldeilis hreint töfrahögg á 17. braut St. Leon Rot golfvallarins nú í blá- lok 1. keppnisdags, sem gæti gjörbreytt skortöflunni á morgun og komið Evrópu í 6 sigra en lengi vel leit svo út að þessi leikur væri tapaður. Þær Carlota og Mel Reid, sem oftar en ekki er búin að halda þeim í leiknum, eiga í höggi við Gerinu Piller og Brittney Lang frá Texas. Þó er ekki við öðru að búast en að þær bandarísku mæti feykigrimmar til leiks, en eins og er, er staðan góð fyrir Evrópu – þær bandarísku geta aldrei gert meira en jafnað. Og svo er golfveisla Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2015 | 18:20

Solheim Cup 2015: Myndir frá 1. keppnisdegi

Það er alltaf mikil stemmning í liðamótum. Hvor heldur um er að ræða Ryderinn eða Solheim Cup. Þó er ívið meiri og e.t.v. líka allt önnur stemmning á Solheim Cup. Hér má sjá myndir frá 1. keppnisdegi á Solheim Cup 2015 SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2015 | 18:10

PGA: Jason Day í forystu e. 1. dag – á glæsilegu 61 höggi!!!

Það er ástralski kylfingurinn Jason Day sem er í forystu á BMW Championship eftir 1. dag. Hann átti stórglæsilegan leik – lék golfvöll Conway Farms í Lake Forest á 10 undir pari, 71 höggi!!! Á hringnum fékk Day  1 örn, 9 fugla og 1 skolla. 6 kylfingar deildu 2. sæti 4 höggum á eftir Day, en þeir leiku allir á 6 undir pari, 65 höggum. Þetta voru þeir: Jordan Spieth, Bubba Watson, Daníel Berger, Kevin Na, Harris English og Justin Thomas. Annar hringurinn er þegar hafinn og má fylgjast með honum á skortöflu með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2015 | 17:55

Solheim Cup 2015: Evrópa 4 – USA 2 e. 1. dag – 2 leikjum frestað vegna myrkurs

Nú rétt í þessu lauk viðureign Cristie Kerr og Lexi Thompson gegn Mel Reid og Carlota Ciganda.  Leiknum var líka frestað vegna myrkurs. Carlota setti niður 3. höggið sitt fyrir erni þegar Bandaríkjakonurnar áttu 1 högg og jafnaði leikinn á 17. holu.  Ótrúlegt!!! …. Og högg dagsins.  Hún kom þeim þar með aftur inn í leikinn.   Allt jafnt í leik Kerr/Thompson gegn Reid/Ciganda. Þar áður hafði leik heimakvennanna Caroline Masson og Söndru Gal, sem þekkja Heidelberg-völlinn í  St. Leon Rot eins og rassvasann á sér gegn Gerinu Piller og Brittney Lang, sem báðar eru frá Texas, verið frestað. Masson og Gal eiga 1 holu á Bandaríkjakonurnar. Til að sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2015 | 17:00

Solheim Cup 2015: Evrópa 4 – USA 2

Geysisterkar úr Svíaríki; Anna Nordqvist og Caroline Hedwall báru sigurorð af Paulu Creamer og Morgan Pressel nokkuð örugglega 4&3. Síðan unnu Charley Hull og Gwladys Nocera þær Alison Lee og Angela Stanford,  3&2. Hull setti niður sigurpúttið utan við flöt eftir að Nocera var of stutt, mun nær holu.  Glæsilegur kylfingur hún Charley!!! Fylgist með stöðunni með því að SMELLA HÉR: Fylgist með Solheim Cup í beinni með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Björk Eggertsdóttir – 18. september 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Steinunn Björk Eggertsdóttir. Steinunn er fædd 18. september 1960. Hún er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og hefir m.a. átt sæti í sveit GKG í sveitakeppni GSÍ. Eins hefir Steinunn verið liðsstjóri í mörgum ferðum íslenska kvennalandsliða erlendis. Steinunn er skemmtileg og góður félagi eins og flestir geta borið vott um sem kynnst hafa Steinunni í fjölmörgum golfferðum erlendis sem hún hefir tekið þátt í, t.a.m. á Costa Ballena og Novo St. Petri. Steinunn á 3 dætur: Gunnhildi, Kolbrúnu Eddu og Elísabetu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Steinunn Björk Eggertsdóttir (Innilega til hamingju með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2015 | 14:00

Skrítið en satt (3/8)

Golfvöllurinn er rólegur staður þar sem hægt er að flýja raunveruleikann, en stundum er það sem gerist þar skrítnara en raunveruleikinn. Nick Price drævaði eitt sinn golfbolta og hann festist í óæðri enda svíns. Golf Digest bað þá sem „followa” blaðið á félagsmiðlunum (Twitter og Facebook) að deila skrítnustu sögum sínum af golfvellinum. Þar á meðal eru nokkur atriði sem virkilega koma á óvart; t.a.m. óheppni kylfingurinn sem leitaði skjóls fyrir stormi innan í færanlegu klósettu, en síðan feykti vindurinn færanlega klósettið út í móa. Við hér á Golf 1 ætlum að spara ykkur skítugu smáatriðin en hér fara nokkrar sögur sem okkur fundust skemmtilegar WHITE DEER G. CSE., MONTGOMERY, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2015 | 12:00

Solheim Cup 2015: Staðan Evrópa 2- USA 2 f. hádegi – rástímar e. hádegi

Þær Cristie Kerr og Lexi Thompson unnu sinn leik gegn þeim Muñoz og Icher 2&1. Það er því allt í stáli eftir fjórmenninga þennan föstudagsmorgun – staðan jöfn Evrópa 2 – USA 2. Eftirfarandi kylfingar eru að kljást  í fjórleikjunum (ens. fourball) eftir hádegi: A. NORDQVIST / C. HEDWALL  g. M. PRESSEL / P. CREAMER C. HULL / G. NOCERA g. A. LEE / A. STANFORD M. REID / C. CIGANDA g. C. KERR / L. THOMPSON C. MASSON / S. GAL   g.  G. PILLER / B. LANG

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2015 | 10:30

Solheim Cup 2015: Evrópa 2 – USA 1

Enska dúóið þær Charley Hull og Mel Reid voru rétt í þessu að hala inn stigi fyrir lið Evrópu. Þær unnu sinn leik 2&1. Andstæðingarnir ekki af lakari endanum sleggjan Brittany Lincicome og ofurstjarnan Michelle Wie.  Svo unnu heimakonan og fyrrum W-7 módelið Sandra Gal og skoski reynsluboltinn Catriona Matthew andstæðinga sína þær Lisette Salas og  Stacy Lewis 3&2. Staðan er því 2-1 fyrir lið Evrópu sem stendur en 4. og en í síðasta leiknum nú fyrir hádegi hafa þær Cristie Kerr og Lexi Thompson yfirhöndina gegn Azahöru Muñoz og Karine Icher. Fylgjast má með stöðunni með því að SMELLA HÉR:  Sjá má Solheim Cup í beinni útsendingu með því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2015 | 10:00

Solheim Cup 2015: 1-0 fyrir Bandaríkjunum

Bandarísku stúlkurnar Morgan Pressel og Paula Creamer báru sigurorð af skandinövunum í lið Evrópu Önnu Nordqvist og Suzann Pettersen. Úrslitin í þessum fyrsta leik keppninnar var 3&2. Þær Pressel og Creamer fóru fremur létt með Nordqvist/Petterson. Catriona Matthew og Sandra Gal eru yfir í sínum leik sem stendur en hinir 3 leikir morgunsins standa enn yfir. Stefnir í jafna og spennandi keppni og ljóst að bandarísku stúlkurnar eru mættar grimmar til leiks.