Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Adam Örn og Árni Björn – 19. september 2015

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Adam Örn Stefánsson og Árni Björn Stefánsson.  Adam Örn er fæddur 19. september 1990 og á 25 ára afmæli í dag.  Komast má á facebook síðu hans til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Adam Örn Stefánsson (25 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Hinn afmæliskylfingurinn er Árn Björn Ómarsson. Hann er fæddur 19. september 1965 og á því 50 ára merkisafmæli í dag.  Komast má á facebooksíðu hans til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Árni Björn Ómarsson (50 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2015 | 14:00

Skrítið en satt (4/8)

Golfvöllurinn er rólegur staður þar sem hægt er að flýja raunveruleikann, en stundum er það sem gerist þar skrítnara en raunveruleikinn. Nick Price drævaði eitt sinn golfbolta og hann festist í óæðri enda svíns. Golf Digest bað þá sem „followa” blaðið á félagsmiðlunum (Twitter og Facebook) að deila skrítnustu sögum sínum af golfvellinum. Þar á meðal eru nokkur atriði sem virkilega koma á óvart; t.a.m. óheppni kylfingurinn sem leitaði skjóls fyrir stormi innan í færanlegu klósetti, en síðan feykti vindurinn færanlega klósettið út í móa. Við hér á Golf 1 ætlum að spara ykkur skítugu smáatriðin en hér fara nokkrar sögur sem okkur fundust skemmtilegar FAIRMONT HOT SPRINGS RESORT, BRITISH Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2015 | 13:00

Solheim Cup 2015: Evrópa 8: USA 4

Fjórmenningum laugardagsmorgunsins er nú lokið með yfirburðum liðs Evrópu. Paula Creamer og Morgan Pressel töpuðu fyrir þeim Suzann Pettersen og Charley Hull 1&0. Sama í leik Söndru Gal og Catrionu Matthew gegn þeim Angela Stanford og Brittany Lincicome; lið Evrópu sigraði þar og halaði inn einu stigi. Staðan er því 8:4 fyrir lið Evrópu. Fylgjast má með stöðunni með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2015 | 10:30

Solheim Cup 2015: Evrópa 6 – USA 3

Mel Reid og Carlota Ciganda báru sigurorð í leik sínum gegn þeim Alison Lee og Michelle Wie. Þær unnu fremur auðveldlega 4&3. Fylgjast má með stöðunni með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2015 | 09:00

Solheim Cup 2015: Tveir keppendur eiga afmæli í dag

Tveir kylfingar, sem keppa í Solheim Cup, eiga afmæli í dag. Það eru Mel Reid í liði Evrópu, sem stóð sig svo frábærlega í gær og Brittany Lincicome í liði Bandaríkjanna. Mel er fædd  19. september 1987 og á því 28 ára afmæli í dag.   Brittany Lincicome er 2 árum eldri, fædd 19. september 1985 og á því 30 ára stórafmæli!!!  Sjá má grein um Brittany, í greinaflokknum: Hver er kylfingurinn? með því að SMELLA HÉR:  Mel er sem stendur við keppni ásamt Carlotu Ciganda en þær eru yfir snemma laugardags morgun gegn nýliðanum Alison Lee og Michelle Wie.   Brittany fær heldur ekkert frí, er að kljást við þær Catrionu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2015 | 08:05

Solheim Cup 2015: Evrópa 5 – USA 3

Staðan í Solheim Cup eftir að öllum leikjum föstudagsins lauk nú snemma í morgun er 5:3 Evrópu í hag Tveimur leikjum var frestað í gær vegna myrkurs. Leikur Lexi Thompson og Cristie Kerr g. Mel Reid og Carlotu Ciganda féll á jöfnu, sem og leikur þýsku kylfinganna Söndru Gal, sem búin er að spila eins og engill og Caroline Masson gegn Gerinu Piller og Brittney Lang frá Texas. Mikil úrkoma var í morgun í Heidelberg, þar sem St. Leon Rot völlurinn er. Staðan er góð fyrir lið Evrópu sem stendur 5:3, en liðið verður að hala inn eins mörgum stigum og ná góðu forskoti því sögulega séð eru þær bandarísku Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2015 | 08:00

Solheim Cup 2015: Koch ánægð með lið Evrópu

Fyrirliði liðs Evrópu í Solheim Cup, Carin Koch var að vonum ánægð með gengi liðs síns. Sjá má myndskeið með viðtali við fyrirliðann með því að SMELLA HÉR:  Hér má líka sjá eldra viðtal blaðamanns LET við fyrirliðann SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2015 | 07:00

PGA: Spieth splæsti pizzu og bjór á fjölmiðlamenn vegna ássins sem hann fékk!

Jordan Spieth er búinn að eiga frábært ár á PGA Tour; hefir sigrað bæði í Masters og Opna bandaríska. Og nú bætti hann enn einni rósinni í hnappagatið þegar hann fékk ás á hinni 186 yarda par-3 2. holu  golfvallar Conway Farms golfklúbbsins, þar sem BMW Championship fer fram, sem er 3. mótið í FedEx Cup umspilinu. Þetta er 2. ásinn á ferli Spieth. Hefð er fyrir því að sá sem fái ás splæsi drykki á þá sem eru í klúbbhúsinu. Spieth bætti um betur bauð upp á mat og drykk. Því miður fyrir Spieth var óvenjumargt í klúbbhúsinu, því blaðamenn kepptust hver við annan að fá viðtal og fá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2015 | 19:59

Axel og Þórður Rafn komust ekki áfram í úrtökumótinu í Þýskalandi

Íslensku kylfingarnir Þórður Rafn Gissurarson og Axel Bóasson komust ekki áfram á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina sem fram fór á Fleesensee vellinum í Þýskalandi. Axel, sem er Íslandsmeistari í holukeppni og leikur fyrir GK, lék fyrstu þrjá hringina á 73 höggum en hann lék á 70 höggum í dag eða -2. Hann var því samtals á +1 og endaði í 43.-47. sæti. Hann var fjórum höggum frá því að komast í hóp þeirra sem komust áfram á annað stig úrtökumótsins af þessum velli. Þórður, sem er Íslandsmeistari í golfi og leikur fyrir GR, lék hringina þrjá á samtals +6 (76-73-73) og endaði hann í 63.-66. sæti. Alls voru 110 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2015 | 19:00

Solheim Cup 2015: St. Leon Rot völlurinn – myndskeið

Það eru margir íslenskir kylfingar sem kannast við St. Leon Rot keppnisgolfvöllinn – þar sem Solheim Cup fer fram í ár, 2015. T.a.m. Þórður Rafn Gissurarson, Íslandmeistari í höggleik 2015, en hann hefir m.a. spilað á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina þar. St. Leon Rot er einn af 750 golfklúbbum Þýskalands. Hann var stofnaður 1997 af fyrirtækjaeigandanum Dietmar Hopp. Mörg stór mót hafa verið haldin þar, þ.á.m. Deutsche Bank Players Championship of Europe auk þess er þar æfingasetur þýska golfsambandsins (þýs: Deutscher Golfverband) Hönnuður vallarins er Bretinn Dave Thomas og því minnir hann á nokkrum stöðum á velli á Írlandi eða í Skotlandi. Völlurinn er 6.541 m langur og krefjandi með mörgum glompum Lesa meira