Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2015 | 07:00

PGA: Stenson efstur e. 1. hring Tour Championship

Henrik Stenson er í 1. sæti eftir 1. hring Tour Championship. Hann lék á 7 undir pari, 63 höggum. Fyndið er skorið í ljósi blaðamannafundar sem Stenson hélt fyrir mótið en þar var m.a. tal um að helst þyrfti að spila betur en 64. Það gerði Stenson síðan! Sjá má frá blaðamannafundinum með Stenson með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta Stenson 1. dags Tour Championship með því að SMELLA HÉR: Í 2. sæti á Tour Championship er Paul Casey á 5 undir pari og í 3. sæti á 4 undir pari, 66 höggum eru Rory McIlroy og Zach Johnson. Sjá má stöðuna á Tour Championship með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2015 | 05:11

PGA: Bubba veður út í vatnstorfæru

Nú hefir Bubba Watson bættst í „Bill Haas“-hópinn, þ.e. kylfinga sem fara úr skóm og sokkum og vaða út í vatnstorfærur og freista þess að ná boltanum úr vatninu á stórmótum. Í þessu tilviki var boltinn ekki í vatni heldur við það. En engu að síður fór Bubba úr skó og sokk.  Fæstir hefðu gert það sem Bubba gerði. Honum tókst ætlunarverkið náði boltanum upp og bjargaði parinu. Til að sjá Bubba bjarga pari með því að slá bolta úr vatnstorfæru á Tour Championship 2015 SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2015 | 20:00

LEK: Golfgleði 26. sept n.k.

Golfgleði LEK verður haldin laugardaginn, 26. september 2015 á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Golfgleðin er parakeppni, betri bolti, þar sem betra skor í punktum á hverri holu telur. Allir sem ná 50 ára aldri á árinu og eldri hafa keppnisrétt. Mótsgjald er kr. 5.000 og hámarksforgjöf karla er 24 karla og kvenna 28. Ræst verður út á öllum teigum samtímis stundvíslega kl. 14:00 og síðan verða viðeigandi mótsslit að leik loknum í golfskálanum. Þess ber að geta að í veitingasölu Keilis er gott úrval glæsilegra rétta. Verðlaun verða veitt 12 efstu pörunum, en á meðal vinninga eru flugferðir, ferðavinningar og glæsilegar vöruúttektir, bæði golftengdar og ekki. Nándarverðlaun verða veitt á öllum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2015 | 16:00

Svar Rory við: „Hvað hefirðu lært á þessu ári?“

Rory McIlroy naut góðs gengis og var að fara að verja tvo risamótstitla sína þegar hann reif liðband í ökkla, þegar hann var í fótboltaleik með vinum sínum. Þetta varð að skilgreinandi punkti á keppnisári Rory og veitti honum fullkomið svar við spurningunni um „hvað hann hefði lært á keppnistímabilinu.“ Rory svaraði: „Ekki spila fótbolta á miðju golfkeppnistímabili.“   Auðvitað var svar hans umfangsmeira en þetta. Hann viðurkenndi að hann væri að setja sjálfan sig undir allt of mikla pressu í risamótunum og súmmeraði keppnistímabilið upp hjá sér á eftirfarandi hátt: „Áhugavert, vonbrigðavekjandi, en ekki ófullnægjandi, það væri of langt gengið.“ Og aðspurður hversu erfitt yrði fyrir Jason Day að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2015 | 14:15

LET: Nocera efst snemma 1. dags á Lacoste Open de France

Það er franski kylfingurinn Gwladys Nocera, sem er efst snemma 1. dags á Lacoste Open de France mótinu. Mótið fer fram á Golf de Chataco vellinum í Suður-Frakklandi. Nocera er búin að spila á 5 undir pari, 65 höggum. Margar eiga eftir að ljúka leik þannig að staðan gæti enn breyst eftir því sem líður á daginn. Til þess að fylgjast með stöðunni SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2015 | 14:00

Evróputúrinn: Fylgist með Porsche European Open hér!

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Porsche European Open. Meðal keppenda er Miguel Angel Jimenez, Graeme McDowell, Bernd Wiesberger o.fl. góðir. Til þess að fylgjast með stöðunni á Porsche European Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2015 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Katrin Björg Aðalbjörnsdóttir – 24. september 2015

Það er núverandi klúbbmeistari kvenna í GHR, Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Katrín er fædd 24. september 1961. Hún er í Golfklúbbnum á Hellu, (GHR). Katrín hefir gegnt ýmsum stjórnarstörfum fyrir GHR og er núverandi ritari klúbbsins. Hún er gift formanni klúbbsins Óskari Pálssyni og á 3 börn þ.á.m. afrekskylfinginn Andra Má. Á þeim tveimur árum sem Golf 1 hefir verið starfandi hafa verið tekin fjöda viðtala, sem stendur yfir 200, víð íslenska sem erlenda kylfinga og var viðtal Golf 1 við Katrínu Björg eitt af því fyrsta og má sjá með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tommy Armour, f. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2015 | 10:00

44 fyndnustu augnablik í golfinu (2/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2015 | 07:00

Hvað myndi Day gera ef hann ynni Tour Championship?

Jason Day er einn þeirra 5 sem líklegastur þykir að sigra á Tour Championship skv. samantekt helstu veðbanka á Bretlandi. Þá vaknar spurningin: Hvað myndi hann gera ef hann ynni þetta mót allra móta í golfinu með sínum $ 10 milljóna bónuspotti? Þeir hjá Fox News eru með svarið SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2015 | 00:47

Afmæliskylfingur dagsins: Inga María Björgvinsdóttir – 23. september 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Inga María Björgvinsdóttir. Inga María er fædd 23. september 1997 og á því 18 ára afmæli í dag. Hún er úr stórri golffjölskyldu, sem flestir tengjast Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni Ingu Maríu til hamingju með árin 18 …. Inga María Björgvins · 18 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Lilja G. Gunnarsdóttir, 23. september 1967 (48 ára); Rodney Pampling, 23. september 1969 (46 ára) og Stacy Prammanasudh,(W-7 módel) 23. september 1979 (36 ára). Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju Lesa meira