Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2015 | 11:00

Evróputúrinn: Fisher, Schwartzel og Storm leiða á Porsche e. 2. dag

Graeme Storm, Charl Schwartzel og Ross Fisher leiða á Porsche Open e. 2. dag. Leikið er á Golf Resort Bad Griesbach. Fylgjast má með stöðunni á Porsche Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2015 | 10:00

GSÍ: Hörður hættir

Hörður Þorsteinsson hefur tilkynnt stjórn Golfsambands Íslands að hann óski eftir því að láta af störfum sem framkvæmdastjóri sambandsins. Hörður mun láta af störfum um áramótin. Hörður hefur starfað sem framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands frá 1999 og hefur á þeim tíma stýrt sambandinu á mesta vaxta- og framfararskeiði golfhreyfingarinnar. Á þessum tíma hefur fjöldi íslenskra kylfinga tvöfaldast og í dag er Golfsambandið næst fjölmennasta sérsambandið innan íþróttahreyfingarinnar. Hörður hefur átt stóran þátt í þessari miklu velgengni og vill Golfsamband Íslands þakka Herði innilega fyrir einstaklega vel unnin störf og einstakt framlag í þágu golfhreyfingarinnar undanfarin sextán ár. Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2015 | 08:00

PGA: Stenson enn efstur e. 2. hring Tour Championship

Henrik Stenson heldur forystu sinni á lokamóti PGA Tour; Tour Championship. Hann er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 131 höggi (63 68). Hann átti góðan hring upp á þá fallegu tölu 68 í gær! Í 2. sæti, 3 höggum á eftir er Jordan Spieth, sem búinn er að spila á (68 66). Í 3. sæti enn öðru höggi á eftir er enski kylfingurinn Paul Casey. Til þess að sjá stöðuna á Tour Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2015 | 07:00

LET: Emily Kristine Pedersen efst e. 2. hring Lacoste Open de France

Það er danska stúlkan Emily Kristine Pedersen, sem átti besta hring ferilsins í gær og leiðir á Lacoste Open de France. Emili lék á 6 undir pari, 64 höggum; fékk 1 örn, 6 fugla og 2 skolla. Samtals er Emily búin að spila á 9 undir pari, 131 höggi og hefir 4 högga forystu á næsta keppanda, sem er heimakonan franska Celine Herbin. Sjá má kynningu Golf 1 á Emily með því að SMELLA HÉR:  T-3 eru enn eitt fransk/danska dúóið þ.e. Solheim Cup stjarnan franska Gwladys Nocera og danska stúlkan Malene Jörgensen, báðar á 4 undir pari. Til þess að fylgjast með stöðunni á Lacoste Open de France SMELLIÐ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Helgi Gunnlaugsson – 25. september 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Helgi Gunnlaugsson.  Helgi er fæddur 25. september 1978 og er því 37 ára. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með safmælið! Helgi Gunnlaugsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar eru: Michael Douglas, 25. september 1944 (71 árs); Jon Halldor Gudmundsson, 25. september 1954  (61 árs) ; Ystiklettur Veiðifélag, 25. september 1955 (60 ára) Heather Locklear, fædd 25. september 1961 ( 54 ára); Speshandverk Lillaogmagga (49 ára); Catherine Zeta Jones, 25. september 1969 (46 ára);  Skúli Már Gunnarsson, 25. september 1971  (44 ára);  Tjaart Van der Walt, frá Suður-Afríku, 25. september 1974 (41 árs);  Jodie Kidd, 25. september 1978 (37 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2015 | 12:00

44 fyndnustu augnablik í golfinu (3/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2015 | 12:00

Golf 1 fjögurra ára í dag!

Golf 1 er fjögurra ára í dag, þ.e. 4 ár eru frá því að fyrsta fréttin birtist á Golf 1 golffréttavefnum. Það var frétt í greinaflokknum „Frægir kylfingar“ og um John F. Kennedy 35. forseta Bandaríkjanna, sem enn í dag þykir fremstur í golfi af þeim sem setið hafa í forsetastóli í Bandaríkjunum.. Sjá fyrstu grein Golf 1 með því að SMELLA HÉR: Frá því fyrir tveimur árum síðan hafa tæp 14.000 greinar birtst á Golf1, þar fjöldi greina á ensku og þýsku. Golf 1 er því eini golffréttavefurinn í heiminum sem skrifar golffréttir á íslensku, ensku og þýsku. Golf 1 mun áfram flytja fréttir af 2. vinsælustu íþróttagrein á Íslandi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2015 | 11:00

Evróputúrinn: Herbert efstur e. 1. dag Porsche Open

Það er franski kylfingurinn Benjamin Herbert sem er efstur eftir 1. keppnisdag Porsche Open. Fylgjast má með mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2015 | 10:00

PGA: Oosthuizen dró sig úr Tour Championship

Fyrst, Jim Furyk. Og nú er það Louis Oosthuizen.  Í 2. skiptið í þessari viku dregur kylfingur sig úr þessu móti allra móta vegna meiðsla og báðir áttu að öllum líkindum að keppa í Forsetabikarnum í ofanálag. Furyk dró sig úr mótinu á þriðjudag vegna meiðsla í vinstri úlnlið og Oousthuizen á í vandræðum með hægra hnéð á sér. Forsetabikarinn fer fram í október, nánar tiltekið 8.-11. október í Incheon City, Suður-Kóreu. Um hnéð á sér sagði Oosthuizen: „Þegar ég byrjaði hringinn, fann ég ekki fyrir því, vissi jafnvel ekki af því.  En eftir 5-6 holur tók ég strax eftir því og gekk hægar og á hverri holu versnaði það og versnaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2015 | 09:00

PGA: Hápunktar 1. dags á Tour Championship – Myndskeið

Nú er lokamót keppnistímabils PGA Tour, Tour Championship hafið …. og allir að keppa um $10 milljón bónuspottinn. Sjá má hápunkta Tour Championship með því að SMELLA HÉR: