Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2015 | 12:33

Ólafur Björn í 26. sæti eftir 1. hringinn í Frakklandi

Ólafur Björn Loftsson, GKG,  hóf leik í dag á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann leikur á Hardelot vellinum í Frakklandi og lék Ólafur á 72 höggum eða +1 á fyrsta hringnum. Hann er í 26. sæti eftir fyrsta hringinn af alls fjórum en 22 efstu komast áfram á annað stigið af þessum velli. Til þess að fylgjast með stöðunni í mótinu SMELLIÐ HÉR:  Ólafur skrifar eftirfarandi á facebook síðu sína: „Þá er ballið byrjað! Fyrsta stig úrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina hófst í morgun hjá mér í Frakklandi. Ég lék á 72 (+1) höggum og er jafn í 26. sæti eftir fyrsta hring. Ég hitti 15 flatir í tilætluðum höggafjölda Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2015 | 12:00

GVG: Frábær stemming á 20 ára afmælishátíð Golfklúbbsins Vestarr í Grundarfirði!

Fjölmenni var á 20 ára afmælishátíð Golfklúbbsins Vestarr í Grundarfirði sem fram fór um s.l. helgi. Veglegt afmælishátíð fór fram í félagsheimilinu í Grundarfirði þar sem á annað hundrað gestir voru saman komnir en félagafjöldinn í Vestarr er um 80 manns. Sigurður Hlöðversson eða „Siggi Hlö“ var veislustjóri og sá um að halda uppi góðri stemmningu fram eftir kvöldi. Mörg skemmtiatriði voru á afmælishátíðinni frá félagsmönnum og voru m.a. þrjú myndbönd frumsýnd þar sem innra starf klúbbsins var krufið til mergjar með ýmsum hætti. Fólk var farið að dansa upp á borðum svo mikil var stemmingin!   Bergsteinn Hjörleifsson stjórnarmaður Golfsambands Íslands færði klúbbnum gjöf frá GSÍ og veitti einnig Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2015 | 11:30

Kaddý Spieth með 5faldar tekjur Tiger

Kaddýinn hans Jordan Spieth, er með fimmfalt hærri tekjur en Tiger Woods var með í golfkeppnum ársins 2015. Venjulega fær kaddýinn 5% af innkomu kylfingsins, ef sá kemst í gegnum niðurskurð og hlutur hans hækkar í 10% af tékkunum, ef kylfingurinn er meðal topp 10 í mótum. Jordan Spieth vann sér inn $22 milljónir í ár s.s. margoft hefir komið fram og hlutur kaddýsins hans Spieth, Michael Greller er $2.14m,og þá eru ekki meðtaldir allir bónusarnir. Á keppnistímabili PGA Tour sem nú er liðið vann Spieth í Masters, Opna bandaríska, the Valspar Championship, the John Deere Classic, og Tour Championship, en þar með vann hann líka $10 milljóna bónuspottinn  fyrir sigur í FedEx Cup. Greller, sem er fyrrum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2015 | 09:40

Clarke segir Westy ekki öruggan í Ryder bikars lið Evrópu

Darren Clarke segir að vinur sinn Lee Westwood sé langt frá því að eiga öruggt sæti í liði Evrópu í Ryder bikarnum. Lee Westwood er nú í 43. sæti heimslistans og hefir ekkert gengið neitt sérlega vel að undanförnu. Hann er líka á 43. aldursári (þ.e. 42 ára) og margir yngri og upprennandi, sem e.t.v. ættu skilið tækifæri. Alltaf erfitt að meta reynslu v. sprengikraft þeirra sem vilja sanna sig og eiginlega gott að hafa hvorutveggja í liðinu. Darren Clarke hefir látið frá sér fara að hann vilji hafa Westy í liði sínu; hann verði bara að ávinna sér sætið og geti ekki treyst á að hann velji hann, ef Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2015 | 07:00

Kaymer ekkert pirraður að vera ekki á PGA Tour

Þýski kylfingurinn Martin Kaymer mun ekki spila á PGA Tour á næsta keppnistímabili. Ástæðan: Hann fullnægði ekki leik á lágmarksfjölda móta sem mótaröðin gerir kröfu um. En hann er ekkert að pirra sig á því. Ætlar að einbeita sér að Evrópumótaröðinni í staðinn næsta keppnistímabil. Sjá má viðtal við hann um ofangreint með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2015 | 19:19

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno State í 1. sæti á Rose City mótinu e. 1. dag

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og lið hennar Fresno State eru í 1. sæti á Rose City Collegiate mótinu eftir 1. dag. Mótið fer fram í Langdon Farms GC, dagana 28.-29. september og lýkur nú í kvöd. Guðrún Brá hefir leikið á 7 yfir pari, (80 71) – byrjaði illa en náði sér aftur á strik með 9 högga sveiflu. Sem stendur er Guðrún Brá í 20. sæti af 84 keppendum þ.e. í topp-25. Glæsilegt hjá Guðrúnu Brá og vonandi að henni gangi allt í haginn í kvöld. Til þess að fylgjast með stöðunni á Rose City Collegiate SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2015 | 18:50

Bandaríska háskólagolfið: Sunna, Gunnhildur og Elon urðu í 3. sæti á Lady Pirate mótinu

Sunna Víðisdóttir, GR og Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og golflið Elon tóku þátt í Lady Pirate Intercollegiate. Mótið fór fram í Brook Valley CC.  Mótið stóð dagana 28.-29. september og lauk því í dag. Sunna varð T-18 lék hringina 3 á samtals 15 yfir pari, 231 höggi (76 77 78). Gunnhildur varð T-62; lék á samtals 32 yfir pari, 248 höggum (82 86 80). Keppendur í mótinu voru alls 90.  Lið Elon lauk keppni í 3. sæti af 17 háskólaliðum, sem þátt tóku. Sjá má lokastöðuna á Lady Pirate Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2015 | 18:30

Bandaríska háskólagolfið: Árangur Haraldar Franklín skínandi!!! Landaði 4. sætinu í sterku móti!!!!

Haraldur Franklín Magnús, GR og Ragnar Már Garðarson, GKG tóku þátt í SBC Fall Preview mótinu sem fram fór í Destin, Florida. Haraldur Franklín átti m.a. besta hring sinn á ferlinum, þ.e. 4 undir pari, 67 högg á fyrsta degi. Alls lék Haraldur Franklín á 4 undir pari, 208 höggum (67 71 70) og varð T-4 í mótinu. Sjá má umfjöllun um Harald Franklín á heimasíðu Louisiana Lafayetta háskólans, þar sem m.a. er sagt að árangur Haraldar Franklín sé skínandi SMELLIÐ HÉR:  Ragnar Már lék á samtals 1 yfir pari, 214 höggum (78 71 65).  Ragnar Már var á besta skori mótsins lokahringinn 65 glæsihöggum!!! Næsta mót þeirra félaga og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2015 | 18:00

Afmæliskylfingar dagsins: Ingvar Andri Magnússon og Svanhvít Friðþjófsdóttir ———- 29. september 2015

Það er Íslandsmeistarinn í höggleik í drengjaflokki í ár (2015), Ingvar Andri Magnússon, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Þetta er svo sannarlega búið að vera ár Ingvars Andra á Íslandsbankamótaröðinni en Ingvar Andri sigraði í 4 mótum á þeirri mótaröð þ.e. fyrsta mótinu, og síðan 3.-4. mótunum í drengjaflokki og aðalmótinu þ.e. Íslandsmótinu í höggleik. Jafnframt sigraði Ingvar Andri  í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ 2013 og 2014. Og þá er aðeins fátt eitt talið þegar Ingvar Andri er annars vegar. Komast má á facebook síðu Ingvars Andra hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið …… Ingvar Andri Magnússon, GR (Innilega til hamingju með 15 ára afmælið!!!) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2015 | 16:00

Myndir af Jordan Spieth og Annie Ferret

Jordan Spieth er sá kylfingur í heiminum, sem grætt hefir hvað mest af peningum á þessu ári. En hann er ekki bara heppinn í fjármálum heldur líka ástum. Hann og kærasta hans Annie Ferret eru vinsælt myndefni… og Annie er allsstaðar með honum. T.d. var hún til staðar þegar hann tók við verðlaununum fyrir Masters í vor og nú um helgina þegar Jordan vann bónuspottinn og sigur á Tour Championship. Enda lítið varið í sambönd nema hinn aðilinn sé til staðar. Sjá má myndir af þeim skötuhjúum með því að SMELLA HÉR: