Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2015 | 13:00

44 fyndnustu augnablik í golfinu (7/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2015 | 11:00

Clarke og Singh fyrirliðar í EurAsia Cup

Það eru Darren Clarke og og Indverski snillingurinn Jeev Milkha Singh sem verða fyrirliðar í Evrasíu bikarnum. Mótið sem er með Ryder bikars fyrirkomulagi fer fram dagana 15.-17. janúar 2016. Fyrsta Evrasíu bikars mótið fór fram í fyrra. Þá fóru leikar svo að það varð jafnt á með liðunum 10 – 10. Helsti styrktaraðili mótsins er DRB-HICOM, sem er eitt af stærstu fyrirtækjasamsteypum Asíu. Mótið mun fara fram í  Glenmarie Golf and Country Club. Mótið er í rauninni win-win þ.e. bæði lið hljóta verðlaun: sigurliðið þó þrefalt hærri þ.e. $3.6 milljónir en tapliðið $1.2. milljónir.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2015 | 09:00

Hvað ætlar Spieth að gera við $22 milljóna verðlaunafé sitt?

Jordan Spieth hefir unnið sér inn $22 milljónir á þessu keppnistímabili.  Hann er fyrsti kylfingurinn á PGA Tour sem hefir unnið sér inn svona mikið fé á einu keppnistímabili. Tiger vann sér aldrei inn svo mikið verðlaunafé á einu keppnistímabili.  Ekki Phil heldur.  Enginn.  Þannig að hvað ætlar Spieth að gera við alla þessa peninga? Á blaðamannafundi s.l. sunnudag eftir sigurinn á Tour Championship sagði Spieth blaðamönnum frá því að hann hefði verið að safna sér fyrir hlaupahjóli (ens. Razor Scooter)  þegar hann var strákur. „Ég man eftir að ég vildi fá hlaupahjól eða eitthvað í þá áttina,“ sagði Spieth. „Þá hluti. Jamm. Ég get virkilega hugsað svo langt aftur, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2015 | 19:00

PGA: Glæsipútt Stenson á 72. holu á Tour Championship – Myndskeið

Henrik Stenson átti eitt glæsilegasta pútt sem sést hefir í seinni tíð á 72. holu Tour Championship í gær. Púttið varð til þess að Stenson varð $ 1,3 milljón ríkari, en það virtist ekkert gleðja Stenson. Hann var eins og þrumuský í framan, enda ekkert gaman að verða í 2. sæti! Svo var Jordan Spieth líka 4 höggum á undan Stenson og púttið bara fyrir 1,3 milljónum, en ekki sigri! Til þess að sjá myndskeið af pútti Stenson SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2015 | 18:00

Evróputúrinn: Thongchai Jaidee sigraði á Porsche Open

Það var thaílenski kylfingurinn Thongchai Jaidee, sem sigraði á Porsche Open. Jaidee lék á samtals 17 undir pari, 267 höggum (68 68 64 67). Fyrir sigurinn hlaut Jaidee € 333.330 Í 2. sæti varð Graeme Storm 1 höggi á eftir og í 3. sæti Svíinn Edberg, en hann lék á samtals 14 undir pari. Til þess að sjá hápunkta lokahrings Porsche Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á Porsche Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigurjón Harðarson – 28. september 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurjón Harðarson. Sigurjón er fæddur 28. september 1952 og er því 63 ára í dag. Sigurjón er formaður Golfklúbbs Ásatúns og er þar að auki eigandi bifreiðaverkstæðisins Topps. Hann er með héraðsdómararéttindi í golfi. Sigurjón er kvæntur Valgerði Jönu Jensdóttur, sem líka spilar golf og þau eiga tvo stráka. Sjá má viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Sigurjon Harðarson (Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margaret „Wiffi“ Smith 28. september 1936 (79 ára); Ragnhildur Jónsdóttir, GK, 28. september 1940 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2015 | 14:30

LET: Céline Herbin sigraði á Lacoste Open de France e. bráðabana v/ Emily Kristine Pedersen

Það var heimakonan Céline Herbin, sem vann fyrsta mót sitt á Evrópumótaröð kvenna (LET) í gær; Lacoste Open de France. Herbin sigraði eftir bráðabana við dönsku stúlkuna Emily Kristine Pedersen. Báðar voru á 11 undir pari eftir hefðbundnar 72 holur. Fyrir sigurinn hlaut Herbin € 37.500,- Sjá má lokastöðuna í Lacoste Open de France með því að SMELLA HÉR 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik í golfinu (6/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2015 | 13:00

Hver er kylfingurinn: Jordan Spieth?

Jordan Spieth (nr. 6 á heimslistanum) vann í gær 2. sigur sinn á PGA Tour. Margir þekkja lítið til hins 21 ára Spieth, sem á skömmum tíma hefir risið upp á stjörnuhimininn í bandaríska golfheiminum. Hver er kylfingurinn Jordan Spieth kunna menn að spyrja? Áhugamennskan Jordan Spieth fæddist í Dallas, Texas, 27. júlí 1993 og er því 22 ára. Spieth átti glæsilegan feril sem áhugamaður. Hann vann t.a.m. US Junior Amateur árin 2009 og 2011 og er ásamt Tiger Woods, sá eini sem sigrað hefir tvívegis á mótinu. Áður en hann varð 18 ára í júlí 2011 var hann nr. 1 á Polo golfstigalistanum, sem kveður á um hverjir séu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2015 | 12:00

Heimslistinn: Jordan Spieth nr. 1

Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth er nr. 1 á heimslistanum og hrindir þar með Jason Day úr skammvinnu efsta sætinu. Í síðustu viku var Spieth enn í 3. sæti heimslistans, en eftir glæsisigur á einu eftirsóttasta golfmóti heims, Tour Championship, er hann verðskuldað á toppi heimslistans. Við þetta fellur Jason Day ekki aðeins í 2. sætið heldur er Rory McIlory kominn niður í 3. sætið. Munurinn milli 1. og 2. manns á heimslistanum er örlítill 0,09 stig eins og sjá má á listanum hér að neðan: Staða efstu 10 á heimslistanum: 1. Jordan Spieth  12,83 stig 2. Jason Day 12.74 stig 3. Rory McIlroy 11,52 stig 4. Bubba Watson 8,50 stig Lesa meira