Ólafur Björn úr leik
Ólafur Björn Loftsson, GKG er úr leik á úrtökumóti Evrópumótaraðarinnar í Hardelot, Frakklandi. Hann lék á samtals 12 yfir pari, 225 höggum (72 75 78). Hann varð T-76 þ.e. í 76.-79. sætinu. Aðeins munaði 2 höggum að Ólafur kæmist í gegnum niðurskurð. Það dugar samt skammt þar sem hann hefði verið óralangt frá markmiðinu, sem var að vera í 22 manna hópnum sem komst á næsta stig úrtökumótsins. Til þess að sjá lokastöðuna fyrir Ólaf Björn í mótinu SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Þórdís Geirsdóttir – 1. október 2015
Það er Þórdís Geirsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Þórdís er fædd í Reykjavík 1. október 1965. Þórdís er gift Guðbrandi Sigurbergssyni og á 3 syni, Sigurberg, Geir og Þráinn. Guðbrandur og Sigurberg eru líkt og Þórdís í GK og spila golf. Þórdís var aðeins 11 ára þegar hún byrjaði í golfi og strax 1976 gekk hún í Golfklúbbinn Keili í Hafnarfirði, sem hún hefir síðan verið í alla tíð. Þórdís segist hafa elt bræður sína, Lúðvík og Hörð út á golfvöll og ekki leið á löngu þar til hún hnuplaði kylfum frá þeim og fór að æfa sig. Það var stór og skemmtilegur hópur krakka í Keili á þessum Lesa meira
44 fyndnustu augnablik í golfinu (9/44)
E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira
Af hverju hætti Anthony Kim í keppnisgolfi?
Þergar Anthony Kim kom fram á golfsviðið árið 2007 var álitið að hann væri einn af albestu kylfingunum á PGA Tour. Hann sigraði tvívegis á PGA Tour og var í síðasta sigurliði Bandaríkjanna í Ryder Cup 2008. En síðan fór eitthvað á verri veg hjá Kim, án þess að fólk áttaði sig almennilega á því hvað það væri. Sögusagnir um mikið partý-og stóðlífi fylgdu honum og síðan eftir aðeins þátttöku í 10 mótum árið 2012, hvarf Kim af PGA Tour og úr kastljósi fjölmiðla og þar með almennings. Nú 3 árum eftir að þetta gerðist heyrast fyrstu lífsmörk frá Kim og gaf hann m.a. einum fréttamiðlinum viðtal við sig en Lesa meira
Ólafur Björn í erfiðum málum e. 2. hring
Ólafur Björn Loftsson, GKG, er við keppni á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann leikur á Hardelot vellinum í Frakklandi og lék Ólafur á 72 höggum eða +1 á fyrsta hringnum. Í gær á 2. hring lék Ólafur hins vegar á 75 höggum og er því samtals á 5 yfir pari, 147 höggum (72 75) og T-49 sem stendur. Aðeins 22 efstu komast áfram á annað stigið af þessum velli og er Ólafur Björn því í erfiðum málum. Til þess að fylgjast með stöðunni í mótinu SMELLIÐ HÉR:
GL & GOS: Birgir Leifur gaf ungum kylfingum góð ráð!
Ungir og efnilegir kylfingar á Selfossi og Akranesi fengu góða heimsókn í síðustu viku. Birgir Leifur Hafþórsson, sexfaldur Íslandsmeistari í golfi, og atvinnukylfingur, mætti á æfingar hjá GOS og Leyni og gaf ungu kylfingunum góð ráð. Birgir Leifur er aðstoðarlandsliðsþjálfari og voru þessar heimsóknir á vegum GSÍ. Birgir segir í samtali við golf.is að markmiðið með þessum heimsóknum sé margvíslegt. „ „Ég sýndi þeim m.a. hvernig best sé að greina árangurinn á tímabilinu sem er að ljúka, vinna úr þeim upplýsingum, og nota það til þess að setja sér ný markmið,“ sagði Birgir Leifur m.a. en hann mun fara í heimsókn á fleiri staði í vetur þegar æfingar fara af Lesa meira
Sjáið glompu afturábakstökk! – Myndskeið
Ef þið ættuð að gera lista um það sem þið vilduð alls ekki gera í sandglompu þá kæmi flestum a.m.k. ekki í hug að setja á blað: „Að detta ekki á andlitið“ …. í orðsins fyllstu. Það gerði hins vegar þessi óheppna kona sem tók afturábakstökk í bönker. Nefbrot? Sjáið með því að SMELLA HÉR:
Suzann Pettersen um Solheim Cup atvikið: „Ég vildi að það hefði aldrei gerst“
Suzann Pettersen settist nýlega niður með golffréttamanni Golf Channel, Tim Rosaforte á heimili sínu í Orlando, Flórída og gaf honum fyrsta viðtal sitt frá því á uppákomunni frægu sunnudagsmorguninn á 17. flöt í leik hennar og Charley Hull gegn Brittany Lincicome og Alison Lee, á Solheim Cup, sem margir vilja meina að hafi orðið til þess að lið Bandaríkjanna vann að lokum. Suzann vann holuna með því að standa fast á reglubroti nýliðans Lee, sem hleypti illu blóði í andstæðingana og varð til þess að þeir unnu sigur. Þó Pettersen hafi ekki minnst nákvæmlega á hvað hún gæti hafa gert öðruvísi á 17. holu þá viðurkenndi hún í viðtalinu að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Anna Einarsdóttir – 30. september 2015
Það er Anna Einarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Anna er fædd 30. september 1964 og á því 51 árs afmæli í dag í dag. Anna er í Golfklúbbi Akureyrar. Sjá má viðtal við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebooksíðu Önnu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Anna Einarsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Magnús M Norðdahl 30. september 1956 (59 ára); Kim Bauer, 30. september 1959 (56 ára); Nadine Handford, 30. september 1967 (48 ára) ástralskur kylfingur frá Adelaide (1993 T77 Alpine Aust Ladies); Ragnheiður Elín Árnadóttir, 30. september 1967 (48 ára); og ….. Lesa meira
44 fyndnustu augnablik í golfinu (8/44)
E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira










