Kvennasveit GR T-4 f. lokahringinn á European Ladies Clup Trophy – Saga á 65!!!
Kvennasveit Golfklúbbs Reykjavíkur er að gera góða hluti í „European Ladies‘ Club Trophy“ sem fram fer í Ungverjalandi þessa dagana, 1. – 3. október 2015. Mótinu lýkur í dag. Sveit GR er skipuð þeim Berglindi Björnsdóttur, Ragnhildi Kristinsdóttur og Sögu Traustadóttur. Sem stendur er sveit GR í 4.-5. sæti. Eftir 2. dag var það Saga sem lék best allra í sveit GR eða á samtals 7 yfir pari, 147 höggum (82 65) og sveiflan hjá Sögu 17 högg!! Berglind lék fyrstu 2 hringina næstbest á 8 yfir pari (76 72) og Ragnhildur lék fyrstu 2 hringina á 9 yfir pari (79 70). Hægt er að fylgjast með uppfærslu á stöðunni Lesa meira
Karen Garcia sigraði á US Senior Women´s Amateur
Það var Karen Garcia, sem sigraði á U.S. Senior Women’s Amateur s.l. fimmtudag á Hillwood Country Club, en hún sigraði Pamelu Kuong 1&0. Hin 53 ára Garcia er frá Cool, Kaliforníu (hversu svalt er þetta?) Garcia hét fyrir giftingu Karen Vipond og spilaði m.a. hafnarbolta með Oregan Ducks 1981 og 1983 og er þekkt, sem slík í bandaríkjunum. Kuong, 54 ára er frá Wellesley Hills, Massachusetts. Mótið er með holukeppnisformi og er fyrir kvenkylfinga 50 ára og eldri.
Evróputúrinn: Mullen og Wall í efsta sæti á Alfred Dunhill í hálfleik
Englendingarnir Jimmy Mullen og Anthony Wall eru efstir og jafnir á Alfred Dunhill Links Championship. Báðir eru með samtals 11 undir pari; Mullen (64 69) og Wall (65 68). Jafnir í 3. sæti eru Thorbjörn Olesen, Jamie Donaldson, Paul Dunne og Chris Stroud. Þeir eru allir búnir að spila á 10 undir pari. Til þess að sjá stöðuna í hálfleik á Alfred Dunhill SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn Reyr Sigurðsson – 2. október 2015
Afmæliskylfingur dagsins, 22. október 2014 er Kristinn Reyr Sigurðsson. Kristinn Reyr er fæddur 22. október 1996 og því 19 ára í dag. Kristinn Reyr er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Kristinn Reyr varð m.a. í 4. sæti á stigalista GSÍ 2013 í piltaflokki. Hann spilaði m.a. á Eimskipsmótaröðinni í ár. Kristinn Reyr er í afreksmannahóp GSÍ völdum af landsliðsþjálfaranum, Úlfari Jónssyni. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Kristinn Reyr Sigurðsson (19 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Adam Gee, 22. október 1980 (35 ára); Peter Tomasulo, 22. október 1981 (34 Lesa meira
44 fyndnustu augnablik í golfinu (10/44)
E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira
Dagar kvennateigana taldir?
Þeir dagar þar sem karlar og konur spiluðu saman golf en af sitthvorum teignum gæti nú heyrt fortíðinni til. Það eru alltaf fleiri klúbbar að hætta við notkun á karla- og kvennateigum og koma með teiga þar sem félagsmenn geta bara spilað af á grundvelli hæfni og áhuga. Ástæðurnar á bakvið þessar breytingar eru að hvetja á þá sem eru að bæta sig; hvatning til eldri kylfinga, sem hætta oft fremur að spila heldur en að fara á „kvennateigana“ og markaðssetningarátak í social golfi þ.e. almenningsgolfi. Kylfingar sem verða styttri með aldrinum geta þá bara fært sig framar; þeir sem eru bestir farið aftast og þeir sem eru bara að Lesa meira
Ernie Els missir stutt pútt
Allir hafa misst stutt pútt einhverju sinni. En það þykir frétt til næsta bæjar ef það eru menn sem eru af kalíber Ernie Els, sem m.a. hefir sigrað í 4 risamótum. Ernie missti eitt slíkt pútt á Dunhill Links í gær, á upphafsdegi mótsins. Kannski það hafi verið vegna þess að Ernie er að venjast stuttum pútter, en hann var alltaf með magapútter hér áður. Sjá má pútt Ernie m.a. á PGA vefsíðunni – Sjá með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Ari og Theodór Emil og UAM í 3. og 5. sæti í 2 mótum!
Ari Magnússon GKG og Theodór Emil Karlsson GM hafa líkt og aðrir íslenskir kylfingar í bandaríska háskólagolfinu hafið keppnistímabilið með golfliði háskóla síns University of Arkansas Monticello (UAM). Það sem af er keppnistímabilsins hafa þeir félagar keppt í 2 mótum: Great American Conference Preview og Union Fall Classic. Í fyrra mótinu, sem fram fór 14.-15. september 2015, GAC Preview lenti golflið UAM í 5. sæti; leikið var í Lake Hefner CC í Oklahoma; Theodór Emil varð T-18 á 221 höggi (72 73 76) og Ari T-48 (79 81 73) í einstaklingskeppninni. Sjá má úrslitin í GAC Preview með því að SMELLA HÉR: Í seinna mótinu Union Fall Classic varð golflið UAM í Lesa meira
Ólafía Þórunn og Valdís Þórunn hefja leik í dag á Azores Ladies Open
Íslensku atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL hefja leik í dag á LET Access mótaröðinni. Mótið fer fram á portúgölsku eyjunni Azores og er leikið á Terceira vellinum. Þetta er næst síðasta mótið á keppnistímabilinu á næst sterkust atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. Til þess að fylgjast með gengi þeirra Ólafíu Þórunnar og Valdísar Þóru SMELLIÐ HÉR: Það er að miklu að keppa á næstu tveimur mótum því 20 efstu á styrkleikalista mótaraðarinnar komast beint inn á lokaúrtökumótið í Marokkó. Fimm efstu á styrkleikalistanum fá sjálfkrafa keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. Ólafía Þórunn er í 17. sæti á styrkleikalistanum en hún hefur leikið á 13 mótum Lesa meira
Evróputúrinn: Nýliðar – Broberg, Mullen og Dunne – í efsta sæti e. 1. dag Alfred Dunhill
Það eru 3 sem eru í efsta sæti eftir 1. dag Alfred Dunhill mótsins, 2 nýliðar: Jimmy Mullen og Paul Dunne og Svíinn Kristoffer Broberg. Allir hafa leikið á 8 undir pari. Nýliðarnir léku á Kingsbarns en Broberg á St. Andrews. Mótið fer að venju fram á 3 völlum: St. Andrews, Carnoustie og Kingsbarns. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:










