Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Fannar Ingi Steingrímsson – 7. október 2015

Það er Fannar Ingi Steingrímsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Fannar Ingi er fæddur 7. október 1998 og er því 17 ára í dag. Fannar Ingi er í GHG, þ.e. Golfklúbbi Hveragerðis. Fannar Ingi spilaði á Arionbankamótaröðinni 2012 með góðum árangri. Sem fyrr tók Fannar Ingi einnig þátt í nokkrum mótum erlendis með góðum árangri. Þannig keppti hann í maí 2013 á US Kids European Championship sem fram fór á golfvelli Luffness New Golf Club í Skotlandi. Þar lauk Fannar Ingi keppni í 2. sæti. Eftirminnilegasta afrek Fannars Inga frá árinu 2013 er e.t.v. 2. mótið á Íslandsbankamótaröðinni, sem fram fór á Strandarvelli á Hellu. Þar sigraði Fannar Ingi með glæsihring Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik í golfinu (15/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2015 | 12:00

Nordic Golf League: Axel tryggði sér sæti á lokaúrtökumótið

Axel Bóasson , GK, tryggði sér í gær sæti á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Golf League atvinnumótaröðina. Axel endaði í 3.-4. sæti á -2 samtals en hann lék síðari keppnishringinn á 75 höggum en hann lék fyrri hringinn á 67 höggum. Alls komust 22 efstu áfram á lokaúrtökumótið sem hefst á morgun, fimmtudag, og fer það fram á þessum sama velli, Skjoldenæsholm vellinum í Danmörku. Ólafur Björn Loftsson úr GKG verður á meðal keppenda á því móti einnig. Alls voru fimm mót á fyrra stigi úrtökumótsins fyrir Nordic League atvinnumótaröðina. Mótaröðin er í hópi atvinnumótaraða sem teljast vera þriðju sterkustu atvinnumannadeildir Evrópu. Mótaröðin er samvinnuverkefni danska-, sænska- og norska golfsambandsins. Sjá má Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2015 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín lauk keppni T-4!!! og Ragnar Már T-18 í Mexíkó

Haraldur Franklín Magnús, GR og Ragnar Már Garðarsson, GKG og félagar í golfiði Louisiana Lafayette, hafa lokið keppni á Cabo del Sol, í Mexíkó. Leikið var í Cabo del Sol CC á tveimur völlum: Ocean, sem hannaður er af Jack Nicklaus og sjá má með því að SMELLA HÉR: og Desert eða eyðimerkurvellinum. Mótið stóð dagana 4.-6. október 2015 og lauk því í gær. Keppendur voru 58 frá 10 háskólaliðum. Haraldur Franklín lék á samtals á 4 undir pari, 212 höggum (74 67 71). Ragnar Már lauk keppni T-18; fór upp um 18 sæti eftir 1. daginn og lék á samtals  4 yfir pari, 1220 höggum (75 76 69).  Ragnar Már átti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2015 | 08:00

Gamli pútter Tiger seldist f. $ 29.000,-

Gamli pútterinn hans Tiger seldist á Ebay í s.l. viku fyrir $ 29.000 (sem er u.þ.b. íkr. 3,7 milljónir). Venjulega myndi þessi Scotty Cameron púttar kosta $ 150 og það NÝR en ekki notaður eins og í þessu tilviki. En kannski er það einmitt notkunin og hver það var sem notaði hann sem hækkar verðið á pútternum. Pútterinn var í eigu og notaður af Tiger á hátindi ferils hans, frá árinu 2001 og handgerður af Cameron sjálfum, sem er einn eftirsóttasti og þekktasti pútter-smiður heims. Pútternum fylgir áritað cover, innrömuð mynd og skjal um að pútterinn sé ekta þ.e. hafi verið í eigu Tiger. Pútterinn er frá byrjun ársins 2001 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Hermannsson – 6. október 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Birgir Hermannsson. Birgir er fæddur 6. október 1970 og á því 45 ára afmæli í dag. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Birgir Hermannsson (45 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John O. Barnum, f. 6. október 1911 – d. 30. október 1996; Alice Bauer, 6. október 1927 – d. 6. mars 2002 (einn af stofnendum LPGA); Ásdís Helgadóttir , 6. október 1960 (55 ára);  Pam Kometani, 6. október 1964 (51 árs); Martha Richards, 6. október 1969 (46 ára); Guðmundur Hilberg Jónsson, 6. október 1969 (46 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2015 | 14:45

44 fyndnustu augnablik í golfinu (14/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2015 | 09:15

Sveifla Rickie Fowler

Rickie Fowler er með fallega golfsveiflu. Hér í meðfylgjandi myndskeið má sjá Hank Haney útskýra sveiflu Rickie. Til að sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2015 | 08:55

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki og Gísli báðir T-13 e. fyrri dag í Ohio

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og félagar í Kent State  eru að keppa á Cleveland State Invitational. Leikið er í Aurora, Ohio 5.-6. október og gestgjafi er Cleveland State University. Keppendur eru 78 frá 13 háskólum. Eftir fyrri keppnisdag eru Bjarki og Gísli jafnir í 13. sætinu, sem þeir deila ásamt 3 öðrum. Báðir hafa leikið á 2 yfir pari, 146 höggum; Bjarki (75 71) og Gísli (73 73). Golflið Kent State, The Golden Flashes er í 1. sæti fyrir lokahringinn, sem leikinn verður í dag. Fylgjast má með gengi Gísla og Bjarka með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2015 | 07:45

Nordic Golf League: Axel T-1 í Q-school e. 1. dag – Á glæsilegum 67!

Axel Bóasson GK, tekur nú þátt í 1. stigi Q-scool Nordic Golf League. Leikið er á Skjoldenæsholm Golfcenter RTJ II Course í Danmörku. Úrtökumótið stendur dagana 5.-6, október 2015 og komast 22 efstu áfram á 2. stig. Eftir fyrsta dag deilir Axel efsta sætinu ásamt Matthias Lorentzen, en báðir léku fyrsta hring á 5 undir pari, 67 glæsihöggum! Fylgjast má með gengi Axels í dag með því að SMELLA HÉR: