Bandaríska háskólagolfið: Haraldur í 7. sæti!!! og Ragnar Már T-36 f. lokahringinn í Mexíkó
Þeir Haraldur Franklín Magnús, GR og Ragnar Már Garðarsson, GKG og félagar í golfiði Louisiana Lafayette, The Ragin Cajuns, eru við keppni í Cabo del Sol, í Mexíkó. Leikið er í Cabo del Sol CC á tveimur völlum: Ocean, sem hannaður er af Jack Nicklaus og sjá má með því að SMELLA HÉR: og Desert eða eyðimerkurvellinum. Mótið stendur dagana 4.-6. október 2015. Keppendur eru 58 frá 10 háskólaliðum. Eftir tvo fyrstu keppnisdagana er Haraldur Franklín í 7. sæti; búinn að spila samtals á 3 undir pari, 141 höggi (74 67). Ragnar Már er T-36; hefir spilað á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (75 76). The Ragin Cajuns eru Lesa meira
Afsökunarbeiðni sparaði Rory íkr. 2.54 milljónir
Rory McIlroy hefir komið fram og sagt að einföld afsökunarbeiðni hafi sparað sér 2.54 milljónir íslenskra króna. Rory hefir sigrað 3 sinnum á árinu og komst líka í fréttirnar í mars fyrir að henda 3-járni sinni í tjörn á Doral meðan á WGC-Cadillac Championship stóð. Þetta gerðist þá og þarna og eftir hringinn baðst Rory afsökunar. Hann vissi það ekki þá, en afsökunarbeiðnin sparaði honum mikinn pening. PGA Tour upplýsir ekki hversu miklar sektir leikmenn fá en Rory sagði: „Sektin var lækkuð úr 3,175 milljónum íslenskra króna í 625.000 íslenskra króna eða u.þ.b. 2,54 milljónir íslenskra króna.“
Afmæliskylfingar dagsins: Guðmundur BJ., Eggert og Sigurveig – 5. október 2015
Afmæliskylfingar dagsins eru Sigurveig Árnadóttir, Guðmundur Bj. Hafþórsson og Eggert Steinar. Sigurveig er fædd 5. október 1965 og á því 50 ára merkisafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Sigurveig Árnadóttir (50 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Guðmundur er fæddur 5. október 1975 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Guðmundur Bj Hafþórsson (40 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Eggert Steinar er fæddur 5. október 1995 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Lesa meira
44 fyndnustu augnablik í golfinu (13/44)
E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Thorbjörn Olesen?
Sá sem sigraði á Alfred Dunhill mótinu var danski kylfingurinn Jacob Thorbjörn Olesen. Þetta var 3. sigur hans á Evrópumótaröðinni en hann vann fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröðinni fyrir 3 árum. Það var Opna sikileyska (ens. Sicilian Open) Hver er þessi huggulegi, ungi Dani, sem margir eru farnir að tala um sem hinn nýja „Martin Kaymer“ Danmerkur? Thorbjörn Olesen er fæddur í Furesø, Danmörku 21. desember 1989 og er því 25 ára. Hann gerðist atvinnumaður fyrir 7 árum, 2008, aðeins 18 ára. Hann varð í 4. sæti strax á 1. keppnistímabili sínu á Nordea mótaröðinni, 2009, þar sem hann vann 3 mót og fékk þar með kortið sitt á Áskorendamótaröð Lesa meira
Sigurpoki Olesen
Svo sem flestir kylfingar vita sigraði Daninn Thorbjörn Olesen í gær á Alfred Dunhill Championship Eftirfarandi var í sigurpoka Thorbjörn Olesen: Dræver: NIKE 9,5° FLEX 3-tré: NIKE VAPOR SPEED 15° 5-tré: NIKE VAPOR SPEED 9° Járn: NIKE VAPOR PRO 3-9 Fleygjárn: NIKE VR FORGED 47°, 54°, 59° Pútter: NIKE METHOD 001 Bolti: NIKE RZN BLACK
LET Access: Ólafía varð í 25. sæti á Azores Ladies Open
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, hafnaði í 25. sæti á Azores Ladies Open í dag. Ólafía Þórunn átti vonbrigða 3. hring upp á 81 ólukkans högg, eftir gott gengi á fyrstu tveimur dögunum. Samtals lék Ólafía Þórunn á 12 yfir pari, 228 höggum (75 72 81). Sigurvegari í mótinu varð hin þýska Karoline Lampert á samtals 2 undir pari, 214 höggum (71 70 73). Lampert var jafnframt sú eina sem lék undir pari í mótinu. Sjá má kynningu Golf 1 á Lampert með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á Azores Ladies Open SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Olesen sigraði á Alfred Dunhill mótinu!!!
Danski snillingurinn Thorbjörn Olesen sigraði á Alfred Dunhill mótinu, sem að venju fór fram á 3 glæsilegustu völlum Skotlands, St. Andrews, Kingsbarns og Carnoustie. Olesen lék á samtals 18 undir pari, 199 höggum (68 66 65). Hann átti 2 högg á þá sem næstir komu þ.e. Bandaríkjamennina Brooks Koepka og Chris Stroud, sem léku samtals á 16 undir pari, hvor. Sjá má viðtal við sigurvegarann Olesen með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Alfred Dunhill mótinu SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á Alfred Dunhill mótinu SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín og Ragnar Már við keppni í Mexíkó
Þeir Haraldur Franklín Magnús, GR og Ragnar Már Garðarsson, GKG og félagar í golfiði Louisiana Lafayette, The Ragin Cajuns, eru við keppni í Cabo del Sol, Mexíkó. Leikið er í Cabo del Sol CC á tveimur völlum Ocean, sem hannaður er af Jack Nicklaus og sjá má með því að SMELLA HÉR: og Desert eða eyðimerkurvellinum. Mótið stendur dagana 4.-6. október 2015. Keppendur eru 58 frá 10 háskólaliðum. Fylgjast má með gengi Haraldar og Ragnars Más með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Rúnar T-54 í MacDonald Cup
Rúnar Arnórsson GK og félagar í Minnesota State tóku þátt í The MacDonald Cup, sem fram fór í New Haven, Conneticut, í gær, 3. október 2015. Gestgjafi var Yale háskólinn.. Rúnar lék á samtals 15 yfir pari, 155 höggum (77 78) og varð T-54 í einstaklingskeppninni. Golflið Minnesota varð í 3. sæti í mótinu af 15 háskólaliðum sem þátt tóku. Sjá má lokastöðuna í MacDonald Cup með því að SMELLA HÉR: Næsta mót Minnesota State golfliðsins er Alister Mackenzie mótið sem fram fer 12. október n.k. í Fairfax, Kaliforníu.










